Erlingur: Ætla að taka mér hlé frá hliðarlínunni Einar Kárason skrifar 15. febrúar 2023 23:01 Erlingur Richardsson hættir með ÍBV eftir tímabilið. Vísir/Diego Erlingur Richardsson var ánægður með sigurinn gegn Selfyssingum en taldi margt mega betur fara. „Sumt var mjög gott en það var sletti af tæknifeilum,“ sagði Erlingur. „Við finnum Kára (Kristján Kristjánsson) vel í fyrri hálfleiknum en svo fórum við að senda línusendingar sem voru ekki að virka. Það var eitthvað um misheppnaðar sendingar í seinni hálfleiknum. Annars var þetta flottur leikur með fullt af mörkum. Sérstaklega í fyrri hálfleik. Markvarslan góð og varnarleikurinn heilt yfir í lagi.“ Pavel Miskevich gekk til liðs við ÍBV fyrir stuttu og lék í dag sinn fyrsta leik fyrir félagið en lykilmaðurinn Rúnar Kárason var ekki með vegna meiðsla „Ég held að hann hafi staðið sig ágætlega. Ég hef ekki kíkt á tölfræðina en hann var að taka nokkra mikilvæga bolta í byrjun seinni hálfleiks. Hann hélt okkur inni í leiknum. Þetta var strembið á köflum. Hann er mikill karakter inni á vellinum og það er það sem við þurfum.“ „Rúnar fékk slink á hnéð á æfingu í fyrradag og var aðeins bólginn í gær. Hann fór í meðhöndlun og lítur betur út í dag. Hann fer í skoðun á föstudaginn. Við erum vongóðir en tökum enga sjénsa.“ Fyrir skömmu var greint frá því að Erlingur yrði ekki áfram með Eyjaliðið að tímabilinu loknu. Ástæðan er tiltölulega einföld „Það er klásúla í samningnum sem ég þurfti að staldra við og spyrja mig hvort ég ætlaði að nota eða ekki. Ástæðan í sjálfu sér er engin önnur en að taka hlé frá því að vera á hliðarlínunni. Það er fyrsta plan. Nýta tímann í annað og anda aðeins. Mögulega endurmennta mig, kíkja á námskeið og þvælast um Evrópu til að kíkja á æfingar og slíkt. Kíkja á dóttur mína (Söndru Erlingsdóttur, leikmann TuS Metzingen) í Þýskalandi. Það er meginpælingin.“ Sandra, dóttir Erlings, leikur í Þýskalandi.Vísir/Hulda Margrét „Ég held þetta sé ágætis tímapunktur fyrir þessa stráka að fá nýtt andlit. Ég er ekkert hættur að starfa hjá félaginu ef félagið vill hafa mig í vinnu. Þá er ég alveg klár.“ „Það breytist ekkert,“ sagði Erlingur spurður út í hvort það væri enn meiri vilji í að gera vel á tímabilinu þar sem hann er á förum. „Það er alltaf vilji til þess. Það er ástæðan fyrir því að við erum hérna, allir. Það er eiginlega bara þannig,“ sagði Erlingur léttur. Olís-deild karla ÍBV UMF Selfoss Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Sjá meira
„Sumt var mjög gott en það var sletti af tæknifeilum,“ sagði Erlingur. „Við finnum Kára (Kristján Kristjánsson) vel í fyrri hálfleiknum en svo fórum við að senda línusendingar sem voru ekki að virka. Það var eitthvað um misheppnaðar sendingar í seinni hálfleiknum. Annars var þetta flottur leikur með fullt af mörkum. Sérstaklega í fyrri hálfleik. Markvarslan góð og varnarleikurinn heilt yfir í lagi.“ Pavel Miskevich gekk til liðs við ÍBV fyrir stuttu og lék í dag sinn fyrsta leik fyrir félagið en lykilmaðurinn Rúnar Kárason var ekki með vegna meiðsla „Ég held að hann hafi staðið sig ágætlega. Ég hef ekki kíkt á tölfræðina en hann var að taka nokkra mikilvæga bolta í byrjun seinni hálfleiks. Hann hélt okkur inni í leiknum. Þetta var strembið á köflum. Hann er mikill karakter inni á vellinum og það er það sem við þurfum.“ „Rúnar fékk slink á hnéð á æfingu í fyrradag og var aðeins bólginn í gær. Hann fór í meðhöndlun og lítur betur út í dag. Hann fer í skoðun á föstudaginn. Við erum vongóðir en tökum enga sjénsa.“ Fyrir skömmu var greint frá því að Erlingur yrði ekki áfram með Eyjaliðið að tímabilinu loknu. Ástæðan er tiltölulega einföld „Það er klásúla í samningnum sem ég þurfti að staldra við og spyrja mig hvort ég ætlaði að nota eða ekki. Ástæðan í sjálfu sér er engin önnur en að taka hlé frá því að vera á hliðarlínunni. Það er fyrsta plan. Nýta tímann í annað og anda aðeins. Mögulega endurmennta mig, kíkja á námskeið og þvælast um Evrópu til að kíkja á æfingar og slíkt. Kíkja á dóttur mína (Söndru Erlingsdóttur, leikmann TuS Metzingen) í Þýskalandi. Það er meginpælingin.“ Sandra, dóttir Erlings, leikur í Þýskalandi.Vísir/Hulda Margrét „Ég held þetta sé ágætis tímapunktur fyrir þessa stráka að fá nýtt andlit. Ég er ekkert hættur að starfa hjá félaginu ef félagið vill hafa mig í vinnu. Þá er ég alveg klár.“ „Það breytist ekkert,“ sagði Erlingur spurður út í hvort það væri enn meiri vilji í að gera vel á tímabilinu þar sem hann er á förum. „Það er alltaf vilji til þess. Það er ástæðan fyrir því að við erum hérna, allir. Það er eiginlega bara þannig,“ sagði Erlingur léttur.
Olís-deild karla ÍBV UMF Selfoss Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Sjá meira