Lífið

Vaktin: Saga Matt­hildur bar sigur úr býtum

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Saga stóð uppi sem sigurvegari.
Saga stóð uppi sem sigurvegari. Vísir/Vilhelm

Spennan er orðin áþreifanleg. Úrslitakvöld Idol er nefnilega á Stöð 2 í kvöld. Tvö keppa til úrslita, þau Kjalar og Saga Matthildur, sem bæði hafa fangað hjörtu þjóðarinnar. Við fylgjumst auðvitað með úrslitakvöldinu og lýsum framvindunni í Vaktinni á Vísi.

Útsendingin hefst klukkan 19 og gert er ráð fyrri að ný Idolstjarna verði krýnd um klukkan 20:30. 

Bæði munu þau flytja þrjú lög í kvöld, enda bara tvö eftir og ljóst að þau þurfa að sýna hvað í þeim býr svo þjóðin geti gert upp hug sinn hver sé næsta Idolstjarna. Bæði flytja þau lagið Leiðina heim, sem kemur úr lagasmíðabúðum Iceland Sync og Mantik Music og var samið síðasta haust. 

Kjalar tekur svo Baby One More Time með Britney Spears og Háa C með Móses Hightower. Saga Matthildur tekur Iris með The Goo Goo Dolls og A Change is Gonna Come með Sam Cooke. 

Undanfarnar fimm vikur höfum við fylgst með keppendum stíga á svið og þjóðin valið fólkið áfram. Tæplega þrjátíu lög hafa verið flutt á stórasviðinu í Idolhöllinni. Vísir hefur auðvitað tekið þau lög saman og til viðbótar þau lög sem verða flutt í kvöld og gert spilunarlista svo landinn geti hitað upp. Því miður hefur flutningur keppenda á lögunum ekki verið birtur á streymisveitum svo upprunalegar útgáfur laganna verða að duga í bili. 

Hér í vaktinni fyrir neðan verður farið yfir allt sem er í gangi á Idol-úrslitakvöldinu og farið vel yfir stöðuna. Fróðleiksmola og ábendingar má senda á ritstjorn@visir.is eða hallgerdurj@stod2.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×