Ber láglaunafólk ábyrgð á stöðugleikanum? Sandra B. Franks skrifar 10. febrúar 2023 08:30 Í þessari viku hófust verkföll á Íslandi. Og í þessari viku hækkuðu vextir, sem eru ekkert annað en verð á peningum. Matarkarfan okkar verður dýrari með hverjum mánuðinum. Verðbólgan er í tæpum 10% en með henni rýrnar virði peninganna okkar. Ísland er samt gott land, en augljóslega ekki fyrir alla. Iðulega getum við státað okkur af því að vera tíunda ríkasta land í heimi! Við búum að mikilvægum mannauð og náttúruauðlindum. Hér er mikil atvinnuþátttaka og nálægð við stórfjölskyldurnar, sem eru í reynd ómetanleg gæði. Í þessari tilveru okkar er hrópandi mótsögn. Á Íslandi býr fólk sem á erfitt með að ná endum saman. Fyrir suma eru hver mánaðarmót erfið því þá eru peningarnir búnir. Fólk stendur frammi fyrir þeim ómöguleika að tryggja börnum sínum sömu tækifæri og jafnaldrar þeirra búa við. Hjá hópi fólks er húsnæðisöryggi fjarlægur veruleiki. Og dæmi eru um að fólk leitar ekki til heilbrigðiskerfisins vegna skorts á peningum. Verkalýðsbarátta er mannréttindabarátta Það er erfitt að tilheyra láglaunahópi á Íslandi. Bakgrunnur og aðstæður fólks er allskonar. Sumir eru ófaglærðir aðrir með formlega menntum, sumir eru ungir að árum og aðrir eru gamlir, sumir eru af erlendu bergi brotinn og aðrir kenna sig við íslenska ættarboga, sumir glíma við örorku og aðrir eru hraustir. Stundum mynda þessir einstaklingar hópa, og í sumum hópum eru jafnvel bara konur, - láglaunakonur. Verkalýðsbarátta snýst fyrst og fremst um bætt kjör. Lífskjör sem gera manni kleift að lifa mannsæmandi lífi. Í grunninn er verkalýðsbarátta mannréttindabarátta. Það eru mannréttindi að geta framfleytt sér og sínum á launum sem fást fyrir fulla vinnu. Fyrir of marga á Íslandi næst það alls ekki, og á það einkum við um konur, láglaunakonur! Með tærnar á Tenerife Ísland, tíunda ríkasta land í heimi! Í hvaða veruleika búum við þegar misskipting ríkidæmisins er með þeim hætti og raun ber vitni. Viðskiptablaðið birti í fyrra fyrirsögnina „Sprenging í arðgreiðslum“ þegar kom að fyrirtækjum í Kauphöllinni. Nýverið birti fjármálaráðuneytið fyrirsögnina: „Hagvöxtur hvergi hærri en hér miðað við helstu samanburðarlönd“. Síðasta haust birti RÚV fyrirsögnina: „Eitt af bestu árum íslensks sjávarútvegs“. Morgunblaðið birti fyrirsögnina: „Bankarnir skila 32,2 milljarða hagnaði“, en sá hagnaður átti einungis við fyrri hluta síðasta árs. Þá birti BHM um daginn: „Mesti hagnaður á öldinni“, varðandi íslensk fyrirtæki. Rétt fyrir jólin birti Kjarninn fyrirsagnirnar: „Ríkasta 0,1 prósentið skuldaði nánast ekkert en átti eignir upp á 330 milljarða“ og „Eigið fé ríkasta prósentsins á Íslandi næstum eitt þúsund milljarðar króna“ Það er ljóst að fyrir suma skín sólin alltaf, þrátt fyrir gular og appelsínugular viðvaranir, asahláku og éljagang. Sumir þreyta þorrann á Íslandi á meðan aðrir viðra tærnar á Tenerife. Í alvöru, er sanngjarnt eða eðlilegt að láglaunafólk beri eitt ábyrgð á stöðugleikanum? Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Í þessari viku hófust verkföll á Íslandi. Og í þessari viku hækkuðu vextir, sem eru ekkert annað en verð á peningum. Matarkarfan okkar verður dýrari með hverjum mánuðinum. Verðbólgan er í tæpum 10% en með henni rýrnar virði peninganna okkar. Ísland er samt gott land, en augljóslega ekki fyrir alla. Iðulega getum við státað okkur af því að vera tíunda ríkasta land í heimi! Við búum að mikilvægum mannauð og náttúruauðlindum. Hér er mikil atvinnuþátttaka og nálægð við stórfjölskyldurnar, sem eru í reynd ómetanleg gæði. Í þessari tilveru okkar er hrópandi mótsögn. Á Íslandi býr fólk sem á erfitt með að ná endum saman. Fyrir suma eru hver mánaðarmót erfið því þá eru peningarnir búnir. Fólk stendur frammi fyrir þeim ómöguleika að tryggja börnum sínum sömu tækifæri og jafnaldrar þeirra búa við. Hjá hópi fólks er húsnæðisöryggi fjarlægur veruleiki. Og dæmi eru um að fólk leitar ekki til heilbrigðiskerfisins vegna skorts á peningum. Verkalýðsbarátta er mannréttindabarátta Það er erfitt að tilheyra láglaunahópi á Íslandi. Bakgrunnur og aðstæður fólks er allskonar. Sumir eru ófaglærðir aðrir með formlega menntum, sumir eru ungir að árum og aðrir eru gamlir, sumir eru af erlendu bergi brotinn og aðrir kenna sig við íslenska ættarboga, sumir glíma við örorku og aðrir eru hraustir. Stundum mynda þessir einstaklingar hópa, og í sumum hópum eru jafnvel bara konur, - láglaunakonur. Verkalýðsbarátta snýst fyrst og fremst um bætt kjör. Lífskjör sem gera manni kleift að lifa mannsæmandi lífi. Í grunninn er verkalýðsbarátta mannréttindabarátta. Það eru mannréttindi að geta framfleytt sér og sínum á launum sem fást fyrir fulla vinnu. Fyrir of marga á Íslandi næst það alls ekki, og á það einkum við um konur, láglaunakonur! Með tærnar á Tenerife Ísland, tíunda ríkasta land í heimi! Í hvaða veruleika búum við þegar misskipting ríkidæmisins er með þeim hætti og raun ber vitni. Viðskiptablaðið birti í fyrra fyrirsögnina „Sprenging í arðgreiðslum“ þegar kom að fyrirtækjum í Kauphöllinni. Nýverið birti fjármálaráðuneytið fyrirsögnina: „Hagvöxtur hvergi hærri en hér miðað við helstu samanburðarlönd“. Síðasta haust birti RÚV fyrirsögnina: „Eitt af bestu árum íslensks sjávarútvegs“. Morgunblaðið birti fyrirsögnina: „Bankarnir skila 32,2 milljarða hagnaði“, en sá hagnaður átti einungis við fyrri hluta síðasta árs. Þá birti BHM um daginn: „Mesti hagnaður á öldinni“, varðandi íslensk fyrirtæki. Rétt fyrir jólin birti Kjarninn fyrirsagnirnar: „Ríkasta 0,1 prósentið skuldaði nánast ekkert en átti eignir upp á 330 milljarða“ og „Eigið fé ríkasta prósentsins á Íslandi næstum eitt þúsund milljarðar króna“ Það er ljóst að fyrir suma skín sólin alltaf, þrátt fyrir gular og appelsínugular viðvaranir, asahláku og éljagang. Sumir þreyta þorrann á Íslandi á meðan aðrir viðra tærnar á Tenerife. Í alvöru, er sanngjarnt eða eðlilegt að láglaunafólk beri eitt ábyrgð á stöðugleikanum? Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun