Sjáðu þegar James sló metið og allt trylltist Sindri Sverrisson skrifar 8. febrúar 2023 07:30 Hlé var gert á leiknum þegar LeBron James bætti stigametið og hann fékk að fagna með dóttur sinni og öðrum fjölskyldumeðlimum fyrir framan aragrúa ljósmyndara. AP/Ashley Landis LeBron James varð í nótt stigahæsti leikmaður í allri sögu NBA-deildarinnar í körfubolta þegar hann skoraði 38 stig fyrir Los Angeles Lakers í 133-130 tapi gegn Oklahoma City Thunder. James þurfti 36 stig í leiknum til að bæta met Kareem Abdul-Jabbar sem hafði átt metið í 39 ár. Hann sló metið með fallegu skoti þegar um ellefu sekúndur voru eftir af þriðja leikhluta, við gríðarlegan fögnuð áhorfenda í Los Angeles í nótt. Raunar varð allt stopp, þó að hvorki leikhlutanum né leiknum væri lokið, og ljósmyndarar flykktust inn á völlinn til að mynda James sem fékk tíma til að njóta stundarinnar og fagna áfanganum með fjölskyldu sinni inni á vellinum. 38,388 POINTSLeBron James hits the fadeaway jumper to become the NBA s all-time leading scorer! #ScoringKing pic.twitter.com/P5LyTZAZn3— NBA (@NBA) February 8, 2023 Allir vissu að leikurinn í gær gæti orðið leikurinn þar sem að James bætti metið og áhorfendur biðu í ofvæni eftir því. Miðar höfðu selst á yfir 100.000 Bandaríkjadali, eða yfir 14 milljónir íslenskra króna, því enginn vildi missa af þessum sögulega atburði. Jabbar var heiðursgestur á leiknum en hann skoraði 38.387 stig á sínum glæsta ferli. Síðustu stig sín skoraði Jabbar í apríl 1984, átta mánuðum áður en LeBron James fæddist. Metið hans James er núna 38.890 og eftir leik sagðist hann sjá fyrir sér að spila í nokkur ár í viðbót, svo að stigunum á bara eftir að fjölga. MIC'D UP LeBron James becomes the NBA's all-time leading scorer.#ScoringKing pic.twitter.com/MbRSyw0SBj— NBA (@NBA) February 8, 2023 „Það að geta verið hérna með svona goðsögn eins og Kareem hefur svo mikla þýðingu fyrir mig,“ sagði James í ræðu á gólfi hallarinnar eftir að hafa slegið metið, og bað fólk að rísa úr sætum og fagna Jabbar, sem afhenti honum bolta með táknrænum hætti um að nú væri nýr stigakóngur tekinn við embætti. Þá þakkaði James fjölskyldu sinni, Lakers, NBA-deildinni og öllum þeim sem hjálpað hefðu honum á leiðinni að stigametinu. „Þetta er eitthvað sem mig hefur alltaf dreymt um en ég hefði aldrei getað látið mig dreyma um eins góða stund og þessa sem ég upplifi hér í kvöld. Fokk maður, takk allir,“ sagði James í ræðunni sem sjá má hér að neðan. A lifetime of work leading to this moment.Dreams to reality for the all-time #ScoringKing pic.twitter.com/y26vNTsNSE— NBA (@NBA) February 8, 2023 NBA Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Körfubolti Fleiri fréttir Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Sjá meira
James þurfti 36 stig í leiknum til að bæta met Kareem Abdul-Jabbar sem hafði átt metið í 39 ár. Hann sló metið með fallegu skoti þegar um ellefu sekúndur voru eftir af þriðja leikhluta, við gríðarlegan fögnuð áhorfenda í Los Angeles í nótt. Raunar varð allt stopp, þó að hvorki leikhlutanum né leiknum væri lokið, og ljósmyndarar flykktust inn á völlinn til að mynda James sem fékk tíma til að njóta stundarinnar og fagna áfanganum með fjölskyldu sinni inni á vellinum. 38,388 POINTSLeBron James hits the fadeaway jumper to become the NBA s all-time leading scorer! #ScoringKing pic.twitter.com/P5LyTZAZn3— NBA (@NBA) February 8, 2023 Allir vissu að leikurinn í gær gæti orðið leikurinn þar sem að James bætti metið og áhorfendur biðu í ofvæni eftir því. Miðar höfðu selst á yfir 100.000 Bandaríkjadali, eða yfir 14 milljónir íslenskra króna, því enginn vildi missa af þessum sögulega atburði. Jabbar var heiðursgestur á leiknum en hann skoraði 38.387 stig á sínum glæsta ferli. Síðustu stig sín skoraði Jabbar í apríl 1984, átta mánuðum áður en LeBron James fæddist. Metið hans James er núna 38.890 og eftir leik sagðist hann sjá fyrir sér að spila í nokkur ár í viðbót, svo að stigunum á bara eftir að fjölga. MIC'D UP LeBron James becomes the NBA's all-time leading scorer.#ScoringKing pic.twitter.com/MbRSyw0SBj— NBA (@NBA) February 8, 2023 „Það að geta verið hérna með svona goðsögn eins og Kareem hefur svo mikla þýðingu fyrir mig,“ sagði James í ræðu á gólfi hallarinnar eftir að hafa slegið metið, og bað fólk að rísa úr sætum og fagna Jabbar, sem afhenti honum bolta með táknrænum hætti um að nú væri nýr stigakóngur tekinn við embætti. Þá þakkaði James fjölskyldu sinni, Lakers, NBA-deildinni og öllum þeim sem hjálpað hefðu honum á leiðinni að stigametinu. „Þetta er eitthvað sem mig hefur alltaf dreymt um en ég hefði aldrei getað látið mig dreyma um eins góða stund og þessa sem ég upplifi hér í kvöld. Fokk maður, takk allir,“ sagði James í ræðunni sem sjá má hér að neðan. A lifetime of work leading to this moment.Dreams to reality for the all-time #ScoringKing pic.twitter.com/y26vNTsNSE— NBA (@NBA) February 8, 2023
NBA Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Körfubolti Fleiri fréttir Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Sjá meira