Körfubolti

Lög­mál leiksins: Voru skipti Kyri­e frá Nets til Dallas verst fyrir Lakers?

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Kyrie Irving var orðaður við Los Angeles Lakers en endaði hjá Dallas Mavericks.
Kyrie Irving var orðaður við Los Angeles Lakers en endaði hjá Dallas Mavericks. Steven Ryan/Getty Images

„Nei eða Já“ var á sínum stað í Lögmál leiksins í gærkvöld. Þar setur Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi, fram fullyrðingu sem sérfræðingar þáttarins þurfa að svara játandi eða neitandi og rökstyðja svar sitt.

Milwaukee Bucks verða að bæta við sig

„Mér finnst þeir fyrst og fremst þurfa að ná öllum heilum,“ sagði Hörður Unnsteinsson um Bucks.

Kyrie skiptin voru verst fyrir Lakers

„Ég er búinn að pæla í þessu, ég hef mikinn áhuga á LeBron James. Ég held það sé betra fyrir hann að fara í Washington-dílinn sem er búið að tala um, að þeir taki Bradley Beal,“ sagði Leifur Steinn Árnason.

Phoenix Suns ættu að skipta út Chris Paul

„Þeir virðast vera að reyna það.“

Clippers þurfa leikstjórnanda með Paul George og Kawhi

„Nei nei, ég er ágætur bara með Reggie Jackson með þessum gæjum því þeir taka svo mikið til sín.“

„Nei eða Já“ í heild sinni má sjá í spilaranum hérna að neðan.

Klippa: Lögmál leiksins: Nei eða Já

Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.