Körfubolti

Lög­mál leiksins: „Ef ég fæ ekki samning þá fer ég að haga mér eins og fíflið sem ég er“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Kyrie Irving er orðinn leikmaður Dallas Mavericks.
Kyrie Irving er orðinn leikmaður Dallas Mavericks. Dustin Satloff/Getty Images

Farið verður yfir vistaskipti Kyrie Irving í þætti kvöldsins af Lögmál leiksins. Telja sérfræðingar þáttarins að Kyrie hafi heimtað nýjan samning hjá Brooklyn Nets annars myndi hann hreinlega ekki spila. Honum var í kjölfarið skipt til Dallas Mavericks.

„Það var bara deadline, hann sagði bara „Ef ég fæ ekki samning þá fer ég að haga mér eins og fíflið sem ég er flesta daga og mæti ekki í leiki.“ Nets gat ekki gert neitt annað. Svo er spurning hvort Dallas ætli að semja við hann til lengri tíma.“

„Kevin Durant hlýtur að vera kominn með nóg af Kyrie. Hlýtur að fagna að vera laus við þennan hausverk.“

Lögmál leiksins er á dagskrá Stöðvar 2 Sport 2 klukkan 20.00.

Klippa: Lögmál leiksins: Ef ég fæ ekki samning þá fer ég að haga mér eins og fíflið sem ég er



Fleiri fréttir

Sjá meira


×