„Búin að vera að drepast í hásinunum í tvö og hálft ár“ Sindri Sverrisson skrifar 7. febrúar 2023 08:01 Lovísa Thompson getur fagnað því að fá loks bót meina sinna með aðgerð í næsta mánuði. VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Það er þungu fargi af mér létt að ég hafi ekki bara verið að ímynda mér eitthvað, því þetta hefur angrað mig mjög lengi,“ segir Lovísa Thompson, landsliðskona í handbolta, sem hefur komist að rót meins sem hefur plagað hana í tvö og hálft ár. Lovísa fer í aðgerð vegna hásinameiðsla í næsta mánuði og þar með ætti að ljúka glímu við meiðsli sem þessi frábæra handboltakona segir hafa spilað inn í hve stutta viðkomu hún hafði í Danmörku og Noregi fyrir áramót. Lovísa, sem er samningsbundin Val fram á næsta ár, var nefnilega lánuð til Ringköbing í Danmörku síðasta haust en kom sér þaðan eftir aðeins fimm leiki fyrir liðið. Hún var svo viljug til að ganga í raðir Tertnes í Noregi fyrir jól en hætti við það á endanum. „Ég fór út til að skoða aðstæður þarna í desember og félagið vantaði leikmann til að spila, vegna meiðsla. Þeir buðu mér því bara samning á staðnum. Ég ákvað bara að slá til. En þá átti eftir að fara í gegnum viðræður við Ringköbing í Danmörku, þar sem ég hafði verið síðasta haust, svo þetta tók aðeins lengri tíma en við héldum. Leikheimildin kom aldrei í gegn og ég fór heim í jólafrí, og þá var ég alveg að drepast í fætinum. Ég ákvað þá loksins að fara í myndatöku til að sjá hvað væri í gangi, og það kom frekar illa út. Þá ákvað ég bara að hætta við þetta allt saman,“ segir Lovísa í samtali við Vísi. Lovísa Thompson er ein besta handboltakona landsins. Hún er samningsbundin Val til 2024 og reiknar með að spila á Hlíðarenda á næstu leiktíð.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Spilaði í gegnum sársaukann en jafnvel göngutúrar erfiðir En hvernig lýsa meiðslin sér sem angrað hafa þessa 23 ára landsliðskonu, sem þegar hefur orðið Íslandsmeistari í þrígang og bikarmeistari í þrígang? „Það er einhvers konar beinflís sem að ýtir í hásinina. Þetta er eitthvað sem hefur myndast út af of miklu álagi í langan tíma. Ég er búin að vera að drepast í hásinunum í tvö og hálft ár eða svo, en aldrei pælt meira í hvað þetta sé því ég hef alltaf náð að spila í gegnum sársaukann eða sjúkraþjálfari náð að halda þessu niðri. En þarna var komið nóg,“ segir Lovísa sem eins og fyrr segir fer í aðgerð í mars. Fram að því eru jafnvel göngutúrar sársaukafullir fyrir hana. „Mig verkjar rosalega í þetta og fyrst þetta er orðið þannig að ég get ekki farið í venjulegan göngutúr þá er ágætt að þetta [beinflísin] verði fjarlægt. Þetta hefur verið hræðilegt. Það er eitt það besta sem ég geri að labba um úti í íslensku náttúrunni. Kannski er svolítið galið að ég hafi ekki látið mynda þetta fyrr, því mögulega hefði mátt koma í veg fyrir þetta fyrir löngu, en þetta er fínn tímapunktur núna fyrst að ég er ekki að spila. Ég get þá byrjað í fyrsta lagi á næsta tímabili. Núna er bara bjartsýni framundan á að koma sér aftur á strik,“ segir Lovísa. Hlutirnir gengu ekki upp í Danmörku Það voru þó ekki aðeins meiðsli sem urðu til þess að hún fór svo snemma heim frá Ringköbing síðasta haust: „Ég og klúbburinn náðum ekki alveg saman. Ég var rosalega bjartsýn og til í allt en þegar ég kom út þá var þetta ekki alveg eins og ég bjóst við. Það er alveg eðlilegt og ég hefði alveg getað þraukað þarna en í þokkabót var mér illt í líkamanum út af þessum meiðslum. Þetta spilaði allt saman,“ segir Lovísa sem fyrri hluta vetrar hefur því nánast ekkert spilað handbolta og gaf ekki kost á sér í landsliðsverkefni. Meiðslin mögulega haft áhrif á andlegu hliðina Lovísa hafði áður tekið sér stutt hlé frá handbolta undir lok árs 2021, og sagðist þá einfaldlega búin að missa gleðina sem handboltinn hafði fært henni. Gætu meiðslin hafa haft eitthvað þar að segja? „Ég var að fara yfir þetta með sjálfri mér um daginn og ég held án gríns að þessi meiðsli hafi spilað inn í að mér leið ekki vel í líkamanum, og þegar manni finnst maður vera eitthvað „off“ og veit ekki hvað er í gangi þá fer hausinn með. Ég tók þessa pásu 2021 og svo aftur núna, og ég er rosalega fegin að það sé komin lausn í málið,“ segir Lovísa. Eins og staðan er núna eru því vonir til þess að handboltaáhugafólk fái að sjá Lovísu í Valstreyjunni næsta vetur. „Ég vona það. Það er allt annar bragur á mér en þegar ég tók pásuna. Þá var ég bara komin með ógeð á handbolta en núna vil ég vera í handbolta og vona að það hvetji mig áfram til að ná til baka sem fyrst.“ Olís-deild kvenna Valur Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Íslenski boltinn Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Íslenski boltinn Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Enski boltinn Dagskráin í dag: Glódís Perla, Besta kvenna gerð upp, VARsjáin og Lokasóknin Sport Minntust Jota og bróður hans á Ballon d'Or Fótbolti Fleiri fréttir Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Sjá meira
Lovísa fer í aðgerð vegna hásinameiðsla í næsta mánuði og þar með ætti að ljúka glímu við meiðsli sem þessi frábæra handboltakona segir hafa spilað inn í hve stutta viðkomu hún hafði í Danmörku og Noregi fyrir áramót. Lovísa, sem er samningsbundin Val fram á næsta ár, var nefnilega lánuð til Ringköbing í Danmörku síðasta haust en kom sér þaðan eftir aðeins fimm leiki fyrir liðið. Hún var svo viljug til að ganga í raðir Tertnes í Noregi fyrir jól en hætti við það á endanum. „Ég fór út til að skoða aðstæður þarna í desember og félagið vantaði leikmann til að spila, vegna meiðsla. Þeir buðu mér því bara samning á staðnum. Ég ákvað bara að slá til. En þá átti eftir að fara í gegnum viðræður við Ringköbing í Danmörku, þar sem ég hafði verið síðasta haust, svo þetta tók aðeins lengri tíma en við héldum. Leikheimildin kom aldrei í gegn og ég fór heim í jólafrí, og þá var ég alveg að drepast í fætinum. Ég ákvað þá loksins að fara í myndatöku til að sjá hvað væri í gangi, og það kom frekar illa út. Þá ákvað ég bara að hætta við þetta allt saman,“ segir Lovísa í samtali við Vísi. Lovísa Thompson er ein besta handboltakona landsins. Hún er samningsbundin Val til 2024 og reiknar með að spila á Hlíðarenda á næstu leiktíð.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Spilaði í gegnum sársaukann en jafnvel göngutúrar erfiðir En hvernig lýsa meiðslin sér sem angrað hafa þessa 23 ára landsliðskonu, sem þegar hefur orðið Íslandsmeistari í þrígang og bikarmeistari í þrígang? „Það er einhvers konar beinflís sem að ýtir í hásinina. Þetta er eitthvað sem hefur myndast út af of miklu álagi í langan tíma. Ég er búin að vera að drepast í hásinunum í tvö og hálft ár eða svo, en aldrei pælt meira í hvað þetta sé því ég hef alltaf náð að spila í gegnum sársaukann eða sjúkraþjálfari náð að halda þessu niðri. En þarna var komið nóg,“ segir Lovísa sem eins og fyrr segir fer í aðgerð í mars. Fram að því eru jafnvel göngutúrar sársaukafullir fyrir hana. „Mig verkjar rosalega í þetta og fyrst þetta er orðið þannig að ég get ekki farið í venjulegan göngutúr þá er ágætt að þetta [beinflísin] verði fjarlægt. Þetta hefur verið hræðilegt. Það er eitt það besta sem ég geri að labba um úti í íslensku náttúrunni. Kannski er svolítið galið að ég hafi ekki látið mynda þetta fyrr, því mögulega hefði mátt koma í veg fyrir þetta fyrir löngu, en þetta er fínn tímapunktur núna fyrst að ég er ekki að spila. Ég get þá byrjað í fyrsta lagi á næsta tímabili. Núna er bara bjartsýni framundan á að koma sér aftur á strik,“ segir Lovísa. Hlutirnir gengu ekki upp í Danmörku Það voru þó ekki aðeins meiðsli sem urðu til þess að hún fór svo snemma heim frá Ringköbing síðasta haust: „Ég og klúbburinn náðum ekki alveg saman. Ég var rosalega bjartsýn og til í allt en þegar ég kom út þá var þetta ekki alveg eins og ég bjóst við. Það er alveg eðlilegt og ég hefði alveg getað þraukað þarna en í þokkabót var mér illt í líkamanum út af þessum meiðslum. Þetta spilaði allt saman,“ segir Lovísa sem fyrri hluta vetrar hefur því nánast ekkert spilað handbolta og gaf ekki kost á sér í landsliðsverkefni. Meiðslin mögulega haft áhrif á andlegu hliðina Lovísa hafði áður tekið sér stutt hlé frá handbolta undir lok árs 2021, og sagðist þá einfaldlega búin að missa gleðina sem handboltinn hafði fært henni. Gætu meiðslin hafa haft eitthvað þar að segja? „Ég var að fara yfir þetta með sjálfri mér um daginn og ég held án gríns að þessi meiðsli hafi spilað inn í að mér leið ekki vel í líkamanum, og þegar manni finnst maður vera eitthvað „off“ og veit ekki hvað er í gangi þá fer hausinn með. Ég tók þessa pásu 2021 og svo aftur núna, og ég er rosalega fegin að það sé komin lausn í málið,“ segir Lovísa. Eins og staðan er núna eru því vonir til þess að handboltaáhugafólk fái að sjá Lovísu í Valstreyjunni næsta vetur. „Ég vona það. Það er allt annar bragur á mér en þegar ég tók pásuna. Þá var ég bara komin með ógeð á handbolta en núna vil ég vera í handbolta og vona að það hvetji mig áfram til að ná til baka sem fyrst.“
Olís-deild kvenna Valur Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Íslenski boltinn Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Íslenski boltinn Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Enski boltinn Dagskráin í dag: Glódís Perla, Besta kvenna gerð upp, VARsjáin og Lokasóknin Sport Minntust Jota og bróður hans á Ballon d'Or Fótbolti Fleiri fréttir Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Sjá meira