Fann fyrir kulnun í handboltanum: „Leið ekki eins og mér átti að líða“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. mars 2022 08:01 Lovísa Thompson átti sannkallaðan stjörnuleik gegn ÍBV um helgina og skoraði fimmtán mörk. vísir/Hulda Margrét Valskonan Lovísa Thompson hefur komið endurnærð til baka eftir að hafa tekið sér frí frá handbolta. Hún hefur sjaldan spilað betur en undanfarnar vikur. Á 22 ára afmælisdaginn sinn, 27. október í fyrra, greindi Lovísa frá því að hún hefði tekið sér hlé frá handbolta. Hún sagðist vera búin að missa gleðina sem fylgir því að spila handbolta. Lovísa sneri aftur á völlinn þegar Olís-deild kvenna hófst á þessu ári og hefur spilað stórvel með Val. „Mér líður frekar vel. Hausinn er rétt skrúfaður á eins og er og það sýnir sig og skilar sér inni á vellinum,“ sagði Lovísa í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakkanum. Lovísa fór hamförum þegar Valur vann ÍBV, 29-23, um helgina og skoraði fimmtán mörk. „Þetta spilaðist þannig að ég skaut mjög mikið. Það er misjafnt eftir leikjum hvernig við spilum leikinn og leggjum hann upp, hvort við séum að hitta eða ekki. Þetta var frekar mikil heppni í þessum leik og margt sem var inni sem er oft ekkert inni. Ég fékk að taka víti í þokkabót sem ég geri ekkert mjög oft. Þetta varð að einni markasúpu,“ sagði Lovísa. Fyrr í þessum mánuði varð Valur bikarmeistari og Lovísa var valin besti leikmaður bikarhelgarinnar. „Það var mjög gaman og virkilega verðskuldaður sigur. Tímabilið hefur verið sveiflukennt, allavega eftir jól, þannig að þetta var mjög kærkomið,“ sagði Lovísa. Klippa: Viðtal við Lovísu Thompson Lovísa segir að í sumar hafi hún ekki fundið fyrir sama eldmóði gagnvart handboltanum og áður og upplifað eins konar handboltakulnun. Hún hafi því ákveðið að taka sér frí frá handboltanum. „Ég fæ eins konar „burnout“. Ég var búin að vera í handbolta á fullu og gera þetta af miklum krafti í rosalega mörg ár. Lítið annað hefur komist að. Í sumar fann ég að ekki var allt með felldu. Mér leið ekki eins og mér átti að líða og var ekki eins fersk og orkumikil á æfingum. Það var mjög ólíkt mér þannig að mér fannst þetta eitthvað skrítið,“ sagði Lovísa. „Ég þurfti þá aðeins að setjast niður og hugsa hvar hausinn væri núna. Og hann var ekki rétt skrúfaður á hvað varðar handboltann. Þá fannst mér mjög skynsamlegt og sniðugt, eftir miklar samræður við fjölskyldu og fólk innan Vals, að taka eitt skref til hliðar og aðeins að anda.“ Viðtalið við Lovísu má sjá í heild í spilaranum hér fyrir ofan. Olís-deild kvenna Valur Sportpakkinn Mest lesið Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Körfubolti Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Körfubolti „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Fleiri fréttir Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Sjá meira
Á 22 ára afmælisdaginn sinn, 27. október í fyrra, greindi Lovísa frá því að hún hefði tekið sér hlé frá handbolta. Hún sagðist vera búin að missa gleðina sem fylgir því að spila handbolta. Lovísa sneri aftur á völlinn þegar Olís-deild kvenna hófst á þessu ári og hefur spilað stórvel með Val. „Mér líður frekar vel. Hausinn er rétt skrúfaður á eins og er og það sýnir sig og skilar sér inni á vellinum,“ sagði Lovísa í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakkanum. Lovísa fór hamförum þegar Valur vann ÍBV, 29-23, um helgina og skoraði fimmtán mörk. „Þetta spilaðist þannig að ég skaut mjög mikið. Það er misjafnt eftir leikjum hvernig við spilum leikinn og leggjum hann upp, hvort við séum að hitta eða ekki. Þetta var frekar mikil heppni í þessum leik og margt sem var inni sem er oft ekkert inni. Ég fékk að taka víti í þokkabót sem ég geri ekkert mjög oft. Þetta varð að einni markasúpu,“ sagði Lovísa. Fyrr í þessum mánuði varð Valur bikarmeistari og Lovísa var valin besti leikmaður bikarhelgarinnar. „Það var mjög gaman og virkilega verðskuldaður sigur. Tímabilið hefur verið sveiflukennt, allavega eftir jól, þannig að þetta var mjög kærkomið,“ sagði Lovísa. Klippa: Viðtal við Lovísu Thompson Lovísa segir að í sumar hafi hún ekki fundið fyrir sama eldmóði gagnvart handboltanum og áður og upplifað eins konar handboltakulnun. Hún hafi því ákveðið að taka sér frí frá handboltanum. „Ég fæ eins konar „burnout“. Ég var búin að vera í handbolta á fullu og gera þetta af miklum krafti í rosalega mörg ár. Lítið annað hefur komist að. Í sumar fann ég að ekki var allt með felldu. Mér leið ekki eins og mér átti að líða og var ekki eins fersk og orkumikil á æfingum. Það var mjög ólíkt mér þannig að mér fannst þetta eitthvað skrítið,“ sagði Lovísa. „Ég þurfti þá aðeins að setjast niður og hugsa hvar hausinn væri núna. Og hann var ekki rétt skrúfaður á hvað varðar handboltann. Þá fannst mér mjög skynsamlegt og sniðugt, eftir miklar samræður við fjölskyldu og fólk innan Vals, að taka eitt skref til hliðar og aðeins að anda.“ Viðtalið við Lovísu má sjá í heild í spilaranum hér fyrir ofan.
Olís-deild kvenna Valur Sportpakkinn Mest lesið Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Körfubolti Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Körfubolti „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Fleiri fréttir Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Sjá meira