Enn um úthlutun tollkvóta Margrét Gísladóttir skrifar 6. febrúar 2023 11:30 Undanfarið hefur skapast nokkur umræða um úthlutun tollkvóta fyrir landbúnaðarvörur, verðþróun tollkvótanna og áhrif þeirrar verðþróunar á verð til neytenda. Af hálfu Félags atvinnurekenda (FA) hefur því verið haldið fram að verðhækkun á tollkvótum undanfarin misseri sé tilkomin vegna yfirboða af hálfu afurðastöðva í landbúnaði. Tilgangur slíkra fullyrðinga virðist vera að undirbyggja tillögur FA um að útiloka ákveðin fyrirtæki frá útboði og þar með minnka samkeppni við önnur fyrirtæki sem stunda innflutning um þessi takmörkuðu gæði sem tollkvóti er. Gjalda ber varhug við slíkum hugmyndum. Fullyrðingar um útboð tollkvóta standast ekki skoðun Framkvæmdastjóri FA hefur m.a. haldið því fram að þessi háttsemi leiði til hærra vöruverðs fyrir neytendur. Einföld greining út frá markaðshagfræði leiðir þó vitanlega í ljós að núgildandi fyrirkomulag útboðs á tollkvótum hefur engin áhrif á verð til neytenda, heldur einungis hvernig hagnaður af innflutningnum skiptist á milli innflutningsfyrirtækja og ríkissjóðs. Tollkvóti er tiltekið magn vöru sem hægt er að flytja inn til landsins á lægri tollum eða tollfrjálst. Með útboði tollkvóta gefst innflytjendum færi á að bjóða í kvótana, væntanlega með hliðsjón af hagkvæmni innflutningsins. Útboðsgjaldið ræðst síðan af lægsta samþykkta tilboði í hverjum vörulið. Magn tollkvóta er fast (nema gerðar séu breytingar á milliríkjasamningum) og því breytir verð á tollkvótum engu um heildarframboð vara, svo framarlega sem tollkvótarnir eru nýttir. Hvernig hefur útboðsgjald fyrir tollkvóta þróast? Þegar útboðsgjald vegna tollkvóta fyrir búvörur frá ESB er skoðað kemur í ljós að það er nú svipað og það var á árinu 2019 fyrir flestar vörur að teknu tilliti til verðlagsbreytinga. Sé litið til verðþróunar tollkvóta frá því samningur við ESB tók gildi um mitt ár 2018 má sjá að verðið hefur lækkað töluvert fyrir margar tegundir frá þeim tíma, að teknu tilliti til verðlagsbreytinga. Sem dæmi hefur verð fyrir tollkvóta í osti lækkað um 14%, nautgripakjöt um 28% og alifuglakjöt um 15%. Verð fyrir tollkvóta lækkaði (miðað við fast verðlag) á árunum 2020-2021 en ætla má að rekja megi þær sveiflur m.a. til fækkunar ferðamanna sökum heimsfaraldurs. Það er ekki óeðlilegt að eftirspurn eftir tollkvótum minnki við slíkar aðstæður. Þá hefur innrás Rússlands í Úkraínu í febrúar 2022 einnig haft mikil áhrif á framboð og framleiðslukostnað matvæla í heiminum. Ætla má að hækkanir á útboðsverði í síðustu úthlutunum tollkvóta megi öðru fremur rekja til aukinnar eftirspurnar vegna fjölgunar ferðamanna að nýju eftir heimsfaraldur. Á tímabilinu jan-nóv 2022 sóttu 1,7 milljón ferðamanna Ísland heim samanborið við 690 þúsund á sama tímabili 2021 og 480 þúsund árið 2020 (skv. mælaborði ferðaþjónustunnar hjá Ferðamálastofu). Má m.a. sjá áhrif þessa í aukinni eftirspurn eftir tollkvótanum sem hefur farið úr því að vera þreföld á við framboðið í ársbyrjun 2021 í fimmfalda eftirspurn í síðasta útboði. Aukin eftirspurn eftir takmörkuðum gæðum hlýtur alltaf að þýða hærra verð, burtséð frá því hvaða fyrirtæki taka þátt í útboðinu. Niðurlag Að þessu sögðu þá er ljóst að það er nokkuð bratt að halda því fram að þátttaka innlendra fyrirtækja, sem stunda m.a. landbúnaðartengda starfsemi, valdi verðhækkun á tollkvótum. Verð tollkvóta ræðst einfaldlega af markaðsaðstæðum hverju sinni. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Skattar og tollar Margrét Gísladóttir Mest lesið Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur skapast nokkur umræða um úthlutun tollkvóta fyrir landbúnaðarvörur, verðþróun tollkvótanna og áhrif þeirrar verðþróunar á verð til neytenda. Af hálfu Félags atvinnurekenda (FA) hefur því verið haldið fram að verðhækkun á tollkvótum undanfarin misseri sé tilkomin vegna yfirboða af hálfu afurðastöðva í landbúnaði. Tilgangur slíkra fullyrðinga virðist vera að undirbyggja tillögur FA um að útiloka ákveðin fyrirtæki frá útboði og þar með minnka samkeppni við önnur fyrirtæki sem stunda innflutning um þessi takmörkuðu gæði sem tollkvóti er. Gjalda ber varhug við slíkum hugmyndum. Fullyrðingar um útboð tollkvóta standast ekki skoðun Framkvæmdastjóri FA hefur m.a. haldið því fram að þessi háttsemi leiði til hærra vöruverðs fyrir neytendur. Einföld greining út frá markaðshagfræði leiðir þó vitanlega í ljós að núgildandi fyrirkomulag útboðs á tollkvótum hefur engin áhrif á verð til neytenda, heldur einungis hvernig hagnaður af innflutningnum skiptist á milli innflutningsfyrirtækja og ríkissjóðs. Tollkvóti er tiltekið magn vöru sem hægt er að flytja inn til landsins á lægri tollum eða tollfrjálst. Með útboði tollkvóta gefst innflytjendum færi á að bjóða í kvótana, væntanlega með hliðsjón af hagkvæmni innflutningsins. Útboðsgjaldið ræðst síðan af lægsta samþykkta tilboði í hverjum vörulið. Magn tollkvóta er fast (nema gerðar séu breytingar á milliríkjasamningum) og því breytir verð á tollkvótum engu um heildarframboð vara, svo framarlega sem tollkvótarnir eru nýttir. Hvernig hefur útboðsgjald fyrir tollkvóta þróast? Þegar útboðsgjald vegna tollkvóta fyrir búvörur frá ESB er skoðað kemur í ljós að það er nú svipað og það var á árinu 2019 fyrir flestar vörur að teknu tilliti til verðlagsbreytinga. Sé litið til verðþróunar tollkvóta frá því samningur við ESB tók gildi um mitt ár 2018 má sjá að verðið hefur lækkað töluvert fyrir margar tegundir frá þeim tíma, að teknu tilliti til verðlagsbreytinga. Sem dæmi hefur verð fyrir tollkvóta í osti lækkað um 14%, nautgripakjöt um 28% og alifuglakjöt um 15%. Verð fyrir tollkvóta lækkaði (miðað við fast verðlag) á árunum 2020-2021 en ætla má að rekja megi þær sveiflur m.a. til fækkunar ferðamanna sökum heimsfaraldurs. Það er ekki óeðlilegt að eftirspurn eftir tollkvótum minnki við slíkar aðstæður. Þá hefur innrás Rússlands í Úkraínu í febrúar 2022 einnig haft mikil áhrif á framboð og framleiðslukostnað matvæla í heiminum. Ætla má að hækkanir á útboðsverði í síðustu úthlutunum tollkvóta megi öðru fremur rekja til aukinnar eftirspurnar vegna fjölgunar ferðamanna að nýju eftir heimsfaraldur. Á tímabilinu jan-nóv 2022 sóttu 1,7 milljón ferðamanna Ísland heim samanborið við 690 þúsund á sama tímabili 2021 og 480 þúsund árið 2020 (skv. mælaborði ferðaþjónustunnar hjá Ferðamálastofu). Má m.a. sjá áhrif þessa í aukinni eftirspurn eftir tollkvótanum sem hefur farið úr því að vera þreföld á við framboðið í ársbyrjun 2021 í fimmfalda eftirspurn í síðasta útboði. Aukin eftirspurn eftir takmörkuðum gæðum hlýtur alltaf að þýða hærra verð, burtséð frá því hvaða fyrirtæki taka þátt í útboðinu. Niðurlag Að þessu sögðu þá er ljóst að það er nokkuð bratt að halda því fram að þátttaka innlendra fyrirtækja, sem stunda m.a. landbúnaðartengda starfsemi, valdi verðhækkun á tollkvótum. Verð tollkvóta ræðst einfaldlega af markaðsaðstæðum hverju sinni. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun