Hafnarfjörður og húsnæðissáttmáli höfuðborgarsvæðisins Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar 4. febrúar 2023 09:01 Á síðasta bæjarstjórnarfundi Hafnarfjarðarbæjar felldi meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks tillögu Samfylkingarinnar um að ganga til samninga við innviðaráðherra og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun um húsnæðissáttmála fyrir Hafnarfjörð. Rammasamningur ríkis og Sambands íslenskra sveitarfélaga um húsnæðisáætlun Íslands 2023-2032 var undirritaður síðasta sumar og í honum var opnað á beint samningssamband milli ríkis og einstakra sveitarfélaga. Á þeim grunni undirritaði Reykjavík tímamótasamkomulag við ríkið um íbúðauppbyggingu til næstu 10 ára með áherslu á uppbyggingu húsnæðis á viðráðanlegu verði og félagslegs húsnæðis. Athygli vakti að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borginni studdu tillöguna þannig að góð þverpólitísk samstaða er um málið. Samkomulag Reykjavíkur og ríkisins er mikilvægur liður í gerð húsnæðissáttmála fyrir höfuðborgarsvæðið. Nú verða önnur sveitarfélög að fylgja fordæmi Reykjavíkur. Einnig hefur bæjarstjórn Akureyrar, að frumkvæði Samfylkingarinnar, samþykkt samhljóða að ganga til viðræðna við innviðaráðherra um gerð samkomulags á þessum grunni. Meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks í Hafnarfirði kýs hins vegar að gera það ekki. Leyndarhjúpur bæjarstjóra Í umræðum um tillöguna í bæjarstjórn upplýsti bæjarstjóri, í hálfgerðu framhjáhlaupi, að hún væri byrjuð að vinna að málinu en hún hafi bara gleymt að láta bæjarstjórn vita af því. Það verður að teljast nokkuð afrek hjá bæjarstjóra því umræðan um húsnæðismál hefur verið fyrirferðarmikil á vettvangi bæjarstjórnar og tækifærin til að upplýsa að hún væri byrjuð á þessari mikilvægu vinnu hafa verið fjölmörg. Annað hvort hefur bæjarstjóri ákveðið að bæjastjórn ætti ekki að vita af hennar vinnu eða að hún telur um slíkt smáatriði að ræða að það þarfnist engrar umræðu. Þriðji möguleikinn er sá að viðræðurnar hafi í raun litlar sem engar verið – eða í skötulíki. Hverjar sem ástæðurnar eru þá veldur leyndarhjúpur bæjarstjóra því að bæjarstjórn veit ekkert um viðræðurnar eða innihald þeirra og engin umræða farið í bæjarstjórn um samningsmarkmið bæjarins gagnvart ríkinu. Þær upplýsingar eru á bakvið luktar dyr bæjarstjóra og fulltrúar Framsóknar láta sér vel líka. Framsókn hafnar viðræðum við innviðaráðherra Ekki nóg með að Framsókn láti þessi vinnubrögð bæjarstjóra yfir sig ganga heldur gengur flokkurinn svo langt að hafna tillögu um að hefja viðræður við innviðaráðherra, formann Framsóknarflokksins, um húsnæðissáttmála sambærilegan þeim sem Framsóknarflokkurinn hefur nú samþykkt í Reykjavík. Því miður læðist að manni sá grunur að áherslan á uppbyggingu hagkvæms húsnæðis á viðráðanlegu verði, þar sem samstarf við óhagnaðardrifin leigufélög er í forgrunni, og uppbyggingu félagslegs húsnæðis sé ástæða áhugaleysis Sjálfstæðisflokksins á gerð slíks samkomulags. Og Framsókn gleymir sínum félagslegu áherslum í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn – enn og aftur. Eflaust hefur það líka truflað meirihlutaflokkana að tillagan kæmi frá Samfylkingunni og því gripið til gamalkunnugs bragðs, að fella tillöguna óháð efni hennar þar sem hún kemur frá pólitískum andstæðingum. Fleiri sveitarfélög semji við ríkið Mikilvægt er að ríki og sveitarfélög taki höndum saman um stefnumótun í húsnæðismálum sem og um framkvæmd hennar. Þess vegna var það gott skref sl. sumar þegar ríkið og Samband íslenskra sveitarfélaga undirrituðu rammasamning um aukið framboð íbúða og sameiginlega sýn og stefnu í húsnæðismálum 2023-2032. En til þess að markmið rammasamningsins nái fram að ganga er mikilvægt að fleiri sveitarfélög en Reykjavík gangi til samninga við innviðaráðherra um húsnæðissáttmála. Þess vegna olli það áhuga- og metnaðarleysi sem endurspeglaðist í afstöðu meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks á síðasta bæjarstjórnarfundi miklum vonbrigðum. Jafnaðarfólk í Hafnafirði mun hins vegar halda áfram að berjast fyrir fjölbreyttri uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í bænum með áherslu á samstarf við óhagnaðardrifin leigufélög. Á sama hátt munum við leggja áherslu á uppbyggingu félagslegs húnsæðis. Vonandi mun sú barátta vega upp á móti áhugaleysi meirihlutans og á endanum vekja hann af sínum Þyrnirósarsvefni. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar, jafnaðarflokks Íslands í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Húsnæðismál Samfylkingin Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Sjá meira
Á síðasta bæjarstjórnarfundi Hafnarfjarðarbæjar felldi meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks tillögu Samfylkingarinnar um að ganga til samninga við innviðaráðherra og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun um húsnæðissáttmála fyrir Hafnarfjörð. Rammasamningur ríkis og Sambands íslenskra sveitarfélaga um húsnæðisáætlun Íslands 2023-2032 var undirritaður síðasta sumar og í honum var opnað á beint samningssamband milli ríkis og einstakra sveitarfélaga. Á þeim grunni undirritaði Reykjavík tímamótasamkomulag við ríkið um íbúðauppbyggingu til næstu 10 ára með áherslu á uppbyggingu húsnæðis á viðráðanlegu verði og félagslegs húsnæðis. Athygli vakti að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borginni studdu tillöguna þannig að góð þverpólitísk samstaða er um málið. Samkomulag Reykjavíkur og ríkisins er mikilvægur liður í gerð húsnæðissáttmála fyrir höfuðborgarsvæðið. Nú verða önnur sveitarfélög að fylgja fordæmi Reykjavíkur. Einnig hefur bæjarstjórn Akureyrar, að frumkvæði Samfylkingarinnar, samþykkt samhljóða að ganga til viðræðna við innviðaráðherra um gerð samkomulags á þessum grunni. Meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks í Hafnarfirði kýs hins vegar að gera það ekki. Leyndarhjúpur bæjarstjóra Í umræðum um tillöguna í bæjarstjórn upplýsti bæjarstjóri, í hálfgerðu framhjáhlaupi, að hún væri byrjuð að vinna að málinu en hún hafi bara gleymt að láta bæjarstjórn vita af því. Það verður að teljast nokkuð afrek hjá bæjarstjóra því umræðan um húsnæðismál hefur verið fyrirferðarmikil á vettvangi bæjarstjórnar og tækifærin til að upplýsa að hún væri byrjuð á þessari mikilvægu vinnu hafa verið fjölmörg. Annað hvort hefur bæjarstjóri ákveðið að bæjastjórn ætti ekki að vita af hennar vinnu eða að hún telur um slíkt smáatriði að ræða að það þarfnist engrar umræðu. Þriðji möguleikinn er sá að viðræðurnar hafi í raun litlar sem engar verið – eða í skötulíki. Hverjar sem ástæðurnar eru þá veldur leyndarhjúpur bæjarstjóra því að bæjarstjórn veit ekkert um viðræðurnar eða innihald þeirra og engin umræða farið í bæjarstjórn um samningsmarkmið bæjarins gagnvart ríkinu. Þær upplýsingar eru á bakvið luktar dyr bæjarstjóra og fulltrúar Framsóknar láta sér vel líka. Framsókn hafnar viðræðum við innviðaráðherra Ekki nóg með að Framsókn láti þessi vinnubrögð bæjarstjóra yfir sig ganga heldur gengur flokkurinn svo langt að hafna tillögu um að hefja viðræður við innviðaráðherra, formann Framsóknarflokksins, um húsnæðissáttmála sambærilegan þeim sem Framsóknarflokkurinn hefur nú samþykkt í Reykjavík. Því miður læðist að manni sá grunur að áherslan á uppbyggingu hagkvæms húsnæðis á viðráðanlegu verði, þar sem samstarf við óhagnaðardrifin leigufélög er í forgrunni, og uppbyggingu félagslegs húsnæðis sé ástæða áhugaleysis Sjálfstæðisflokksins á gerð slíks samkomulags. Og Framsókn gleymir sínum félagslegu áherslum í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn – enn og aftur. Eflaust hefur það líka truflað meirihlutaflokkana að tillagan kæmi frá Samfylkingunni og því gripið til gamalkunnugs bragðs, að fella tillöguna óháð efni hennar þar sem hún kemur frá pólitískum andstæðingum. Fleiri sveitarfélög semji við ríkið Mikilvægt er að ríki og sveitarfélög taki höndum saman um stefnumótun í húsnæðismálum sem og um framkvæmd hennar. Þess vegna var það gott skref sl. sumar þegar ríkið og Samband íslenskra sveitarfélaga undirrituðu rammasamning um aukið framboð íbúða og sameiginlega sýn og stefnu í húsnæðismálum 2023-2032. En til þess að markmið rammasamningsins nái fram að ganga er mikilvægt að fleiri sveitarfélög en Reykjavík gangi til samninga við innviðaráðherra um húsnæðissáttmála. Þess vegna olli það áhuga- og metnaðarleysi sem endurspeglaðist í afstöðu meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks á síðasta bæjarstjórnarfundi miklum vonbrigðum. Jafnaðarfólk í Hafnafirði mun hins vegar halda áfram að berjast fyrir fjölbreyttri uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í bænum með áherslu á samstarf við óhagnaðardrifin leigufélög. Á sama hátt munum við leggja áherslu á uppbyggingu félagslegs húnsæðis. Vonandi mun sú barátta vega upp á móti áhugaleysi meirihlutans og á endanum vekja hann af sínum Þyrnirósarsvefni. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar, jafnaðarflokks Íslands í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun