Heitustu liðin fyrir áramót mætast í kvöld og Arnar Daði fór yfir málin með Gaupa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. febrúar 2023 15:31 Þorgils Jón Svölu Baldursson skorar fyrir Val á móti FH. Vísir/Hulda Margrét Toppliðin Valur og FH mætast í kvöld í fyrsta stórleiknum í Olís deild karla í handbolta eftir HM-frí. Fyrir leikinn eru Valsmenn með 25 stig á toppnum eða sex stigum meira en FH-ingar sem sitja í öðru sætinu. FH-liðið á leik til góða og eiga því með sigri í kvöld möguleika á að nálgast Valsmenn verulega með sigri. Guðjón Guðmundsson ræddi við Arnar Daða Arnarsson, sérfræðing í Seinni bylgjunni, um leikinn og framhaldið í mótinu. „Mér fannst Valsararnir ekki heillandi í fyrsta leik á móti Gróttu en að sama skapi getur það hjálpað Valsörum að vera búnir að fá einn leik fyrir þennan leik,“ sagði Arnar Daði Arnarsson. Arnar Daði Arnarsson. „Þetta er klárlega stórleikur enda tvö heitustu liðin fyrir áramót. Þetta voru liðin sem náðu hvað flestum stigum í síðustu tíu leikjunum. Það er synd að hafa ekki fengið þennan leik sem lokaleik fyrir jól því núna eru rúmlega fimmtíu dagar frá síðasta leik. Það er margt búið að breytast en það er gaman að keyra deildina í gang með svona leik,“ sagði Arnar Daði. Þetta getur ráðið úrslitum Gaupi vildi fá að vita hver væri sýn Arnars Daða á framhaldið í Olís deild karla. „Það er svolítið erfitt að gera sér almennilega grein fyrir því af því. Vissulega hafa allir talað um það að Valur sé langsterkasta liðið en það eru spurningarmerki hjá þeim. Nú eru þeir að fara í þvílíkt erfitt prógram í febrúar með fjórum Evrópuleikjum á innan við mánuði ofan í bikarleiki líka,“ sagði Arnar Daði. „Þetta getur ráðið úrslitum. Segjum það að FH vinni Val þá eru þetta bara fjögur stig og FH á leik inni. Þá er bara baráttan um deildarmeistaratitilinn í uppnámi. Það er margt spennandi sem getur komið í ljós strax á næstu vikum,“ sagði Arnar. Voru rústir einar fyrir áramót „Lið eins og Haukar, sem voru rústir einar fyrir áramót, sérstaklega fyrir þjálfaraskiptin. Núna er Ásgeir Örn Hallgrímsson búinn að fá góðan tíma með liðinu og nú þarf hann að sýna hvað hann hefur náð að gera um jólin. Haukarnir þurfa að fara að týna inn stig og svo eru fleiri lið sem hafa ollið vonbrigðum eins og Stjarnan og fleiri lið,“ sagði Arnar. Það má sjá allt viðtalið við Arnar Daða hér fyrir neðan. Klippa: Arnar Daði um framhaldið í Olís deild karla Olís-deild karla Valur FH Stjarnan Haukar Hörður Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Sport Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Fleiri fréttir „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Sjá meira
Fyrir leikinn eru Valsmenn með 25 stig á toppnum eða sex stigum meira en FH-ingar sem sitja í öðru sætinu. FH-liðið á leik til góða og eiga því með sigri í kvöld möguleika á að nálgast Valsmenn verulega með sigri. Guðjón Guðmundsson ræddi við Arnar Daða Arnarsson, sérfræðing í Seinni bylgjunni, um leikinn og framhaldið í mótinu. „Mér fannst Valsararnir ekki heillandi í fyrsta leik á móti Gróttu en að sama skapi getur það hjálpað Valsörum að vera búnir að fá einn leik fyrir þennan leik,“ sagði Arnar Daði Arnarsson. Arnar Daði Arnarsson. „Þetta er klárlega stórleikur enda tvö heitustu liðin fyrir áramót. Þetta voru liðin sem náðu hvað flestum stigum í síðustu tíu leikjunum. Það er synd að hafa ekki fengið þennan leik sem lokaleik fyrir jól því núna eru rúmlega fimmtíu dagar frá síðasta leik. Það er margt búið að breytast en það er gaman að keyra deildina í gang með svona leik,“ sagði Arnar Daði. Þetta getur ráðið úrslitum Gaupi vildi fá að vita hver væri sýn Arnars Daða á framhaldið í Olís deild karla. „Það er svolítið erfitt að gera sér almennilega grein fyrir því af því. Vissulega hafa allir talað um það að Valur sé langsterkasta liðið en það eru spurningarmerki hjá þeim. Nú eru þeir að fara í þvílíkt erfitt prógram í febrúar með fjórum Evrópuleikjum á innan við mánuði ofan í bikarleiki líka,“ sagði Arnar Daði. „Þetta getur ráðið úrslitum. Segjum það að FH vinni Val þá eru þetta bara fjögur stig og FH á leik inni. Þá er bara baráttan um deildarmeistaratitilinn í uppnámi. Það er margt spennandi sem getur komið í ljós strax á næstu vikum,“ sagði Arnar. Voru rústir einar fyrir áramót „Lið eins og Haukar, sem voru rústir einar fyrir áramót, sérstaklega fyrir þjálfaraskiptin. Núna er Ásgeir Örn Hallgrímsson búinn að fá góðan tíma með liðinu og nú þarf hann að sýna hvað hann hefur náð að gera um jólin. Haukarnir þurfa að fara að týna inn stig og svo eru fleiri lið sem hafa ollið vonbrigðum eins og Stjarnan og fleiri lið,“ sagði Arnar. Það má sjá allt viðtalið við Arnar Daða hér fyrir neðan. Klippa: Arnar Daði um framhaldið í Olís deild karla
Olís-deild karla Valur FH Stjarnan Haukar Hörður Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Sport Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Fleiri fréttir „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Sjá meira