Helvítis geðveikin Sigríður Karlsdóttir skrifar 2. febrúar 2023 18:01 Afsakið orðbragðið, ég held bara alltaf að skrif fái meiri athygli ef þau eru sett í svona fyrirsögn. Ég skrifa hér ekki sem láglaunakona. Meira bara svona réttslefandimannsæmandilaun- kona… býst ég við. Samt forréttindapía. Ég bý við þau forréttindi að geta keypt avókadó, bláber og jarðarber í sömu búðarferð. Þó svo ég feli mig á bak við það að kaupa bara notuð föt og fari ekki í hina árlegu Teneferð er ég bara með sanni „þetta forréttindapakk“. Forréttindi eru að mínu viti til dæmis að börnin geti æft íþróttir og haldið upp á afmæli sín í Rush. Forréttindi eru að fara í nudd eða spa eða eiga snyrtivörur upp á tíuþúsundkalla. Af því ég er búin að vera svo upptekin á þriðju vaktinni og að búa til forréttindabörn þá les ég bara fyrirsagnir um Sólveigu Önnu. Rétt set mig inn í málin. Set litlu tána þarna inn. Þetta varðar mig ekki, ekki er ég að skúra gólf, skeina annarra manna rassa eða keyra ávexti í búðir (hef reyndar unnið sum störfin). Ég hélt um daginn að Sólveig þessi væri búin að tapa geðinu eða þyrfti smá estrógen uppbót fyrir breytingaskeiðs-skapofsann. Svona örlítið að missa sig í stjórnleysinu. Svo skrapp ég til útlanda. Svona eins og flestir (fyrir utan láglaunafólk) leyfir sér af og til. Og ég fór að fylgjast með fólkinu sem vann láglaunastörfin. Skúra gólfin á flugvellinum, þrífa borðin, henda ferðatöskunni með öllu fína dótinu í vélina. Skipta um á rúmunum (hafið þið prófað að skipta um á fleiri en einu rúmi i einu án þess að fá vöðvabólgu?) og öllum hinum ósýnilegu, ógeðslega erfiðu, vanmetnu störfunum sem samt eru ómissandi. Þá fattaði ég þetta í frumunum. Ekki bara með hausnum. Andskotans helvítis forréttindafirring er þetta!! Og ég er ekki einu sinni með fyrirtíðaspennu þegar ég skrifa þetta. Af hverju erum við ekki öll að styðja það að þetta fólk geti farið af og til í nudd? Farið í leikhús eða geti keypt fjandans bláberin vikulega? Vitum við ekki að það eru þau sem halda öllu uppi? Hver flytur vörurnar okkar og sér til þess að við étum ekki brúna banana? Hver flytur allar flottu úlpurnar frá útlandinu? Hver skeinir gamla fólkinu sem við nennum ekki að skeina? Hver þrífur upp ælurnar og skítinn eftir okkur? Disus hvað þetta er rotið. Ég mæli með að bíóhúsin taki að sér að bjóða í ráðherra-hópferð á bíómyndina Triangle of sadness eða The Menu. Gefa þeim smá insperasjón. Ef það virkar illa, þá veit ég um fullt af fólki sem gætu boðið upp á svona hóp-seremóníu með hugvíkkandi efnum fyrir þessar elskur sem virðast ekki tengjast veruleikanum - það gæti hjálpað í samningaviðræðum. Anyway. Kjarni málsins. Sólveig - ég veit ekki á hvaða bensíni þú ert. Ég væri inn á Heilsustofnun í þínum sporum. En ef það er eitthvað sem ég get gert, þá veistu af mér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Karlsdóttir Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Afsakið orðbragðið, ég held bara alltaf að skrif fái meiri athygli ef þau eru sett í svona fyrirsögn. Ég skrifa hér ekki sem láglaunakona. Meira bara svona réttslefandimannsæmandilaun- kona… býst ég við. Samt forréttindapía. Ég bý við þau forréttindi að geta keypt avókadó, bláber og jarðarber í sömu búðarferð. Þó svo ég feli mig á bak við það að kaupa bara notuð föt og fari ekki í hina árlegu Teneferð er ég bara með sanni „þetta forréttindapakk“. Forréttindi eru að mínu viti til dæmis að börnin geti æft íþróttir og haldið upp á afmæli sín í Rush. Forréttindi eru að fara í nudd eða spa eða eiga snyrtivörur upp á tíuþúsundkalla. Af því ég er búin að vera svo upptekin á þriðju vaktinni og að búa til forréttindabörn þá les ég bara fyrirsagnir um Sólveigu Önnu. Rétt set mig inn í málin. Set litlu tána þarna inn. Þetta varðar mig ekki, ekki er ég að skúra gólf, skeina annarra manna rassa eða keyra ávexti í búðir (hef reyndar unnið sum störfin). Ég hélt um daginn að Sólveig þessi væri búin að tapa geðinu eða þyrfti smá estrógen uppbót fyrir breytingaskeiðs-skapofsann. Svona örlítið að missa sig í stjórnleysinu. Svo skrapp ég til útlanda. Svona eins og flestir (fyrir utan láglaunafólk) leyfir sér af og til. Og ég fór að fylgjast með fólkinu sem vann láglaunastörfin. Skúra gólfin á flugvellinum, þrífa borðin, henda ferðatöskunni með öllu fína dótinu í vélina. Skipta um á rúmunum (hafið þið prófað að skipta um á fleiri en einu rúmi i einu án þess að fá vöðvabólgu?) og öllum hinum ósýnilegu, ógeðslega erfiðu, vanmetnu störfunum sem samt eru ómissandi. Þá fattaði ég þetta í frumunum. Ekki bara með hausnum. Andskotans helvítis forréttindafirring er þetta!! Og ég er ekki einu sinni með fyrirtíðaspennu þegar ég skrifa þetta. Af hverju erum við ekki öll að styðja það að þetta fólk geti farið af og til í nudd? Farið í leikhús eða geti keypt fjandans bláberin vikulega? Vitum við ekki að það eru þau sem halda öllu uppi? Hver flytur vörurnar okkar og sér til þess að við étum ekki brúna banana? Hver flytur allar flottu úlpurnar frá útlandinu? Hver skeinir gamla fólkinu sem við nennum ekki að skeina? Hver þrífur upp ælurnar og skítinn eftir okkur? Disus hvað þetta er rotið. Ég mæli með að bíóhúsin taki að sér að bjóða í ráðherra-hópferð á bíómyndina Triangle of sadness eða The Menu. Gefa þeim smá insperasjón. Ef það virkar illa, þá veit ég um fullt af fólki sem gætu boðið upp á svona hóp-seremóníu með hugvíkkandi efnum fyrir þessar elskur sem virðast ekki tengjast veruleikanum - það gæti hjálpað í samningaviðræðum. Anyway. Kjarni málsins. Sólveig - ég veit ekki á hvaða bensíni þú ert. Ég væri inn á Heilsustofnun í þínum sporum. En ef það er eitthvað sem ég get gert, þá veistu af mér.
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar