Handbolti

Aðalsteinn tekur við Minden

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Aðalsteinn Eyjólfsson er á leið í þýska boltann á nýjan leik.
Aðalsteinn Eyjólfsson er á leið í þýska boltann á nýjan leik. getty/Andreas Gora

Aðalsteinn Eyjólfsson tekur við þýska félaginu Minden í sumar. Hann hefur þjálfað Kadetten Schaffhausen í Sviss undanfarin tvö ár.

Minden greindi frá því í morgun að Frank Casterns myndi hætta sem þjálfari liðsins eftir tímabilið eftir rúm átta ár hjá félaginu. Aðalsteinn verður eftirmaður hans.

Minden er í sautjánda og næstneðsta sæti þýsku úrvalsdeildarinnar með sex stig, þremur stigum frá öruggu sæti. Sveinn Jóhannsson er nýgenginn í raðir félagsins.

Aðalsteinn hefur verið í Þýskalandi lengst af þjálfaraferilsins. Hann hefur þjálfað Weibern, Kassel, Eisenach, Hüttenberg og Erlangen.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×