Karókí bridgespilara fyrir bí eftir að ælt var á græjurnar Bjarki Sigurðsson skrifar 30. janúar 2023 13:23 Hallveig Karlsdóttir og hópur af bridgespilurum þurftu að hætta við karókí um helgina. Aðsend/Vísir/Vilhelm Hópur af bridgespilurum neyddist til að hætta við karókí eftir að ælt var á karókíræjurnar á Bankastræti Club. Hópurinn sem samanstóð af spilurum sem höfðu verið að keppa á Reykjavík Bridge Festival þurfti því að sætta sig við að spjalla saman en ekki syngja saman. Reykjavík Bridge Festival fór fram í Hörpu í Reykjavík um helgina. Saman voru komnir yfir sjö hundruð spilarar en mótið var eitt það fjölmennasta sem haldið hefur verið á Íslandi. Um þriðjungur spilara kom erlendis frá en það var sænsk-ensk sveit sem sigraði sveitakeppnina. Hallveig Karlsdóttir var einn keppenda á mótinu og ákvað hún, ásamt litlum hópi spilara, að hittast á skemmtistaðnum Bankastræti Club og fara í karókí á laugardagskvöld. Þar gæti fólk spjallað saman um spil dagsins og sungið saman. Æla kom í veg fyrir sönginn Í samtali við fréttastofu segir Hallveig að hún hafi viljað koma fólki saman svo hópurinn myndi ekki tvístrast um miðbæ Reykjavíkur. Þegar hópurinn, sem samanstóð af um það bil tuttugu spilurum, var kominn á staðinn var þó ekkert karókí. „Þá kemur í ljós að einhver hafði ælt yfir karókígræjurnar. Þá var ekkert hægt að fara í karókí því vélin eyðilagðist. Við vorum örugglega tuttugu manns. Ég var búin að segja öllum að koma. Við vorum á English og ég var búin að tala við alla sem ég vissi að væru á mótinu. Við fórum þarna öll saman, allir voða spenntir og svo var bara ekkert hægt að syngja,“ segir Hallveig. Mótið var eitt það fjölmennasta sem haldið hefur verið á Íslandi.Aðsend Þrátt fyrir þessi vonbrigði dó Hallveig ekki ráðalaus og náði að koma fólkinu á annan skemmtistað þar sem hægt var að spjalla saman, þó svo að þar væri ekkert karókí. „Fyrst við vorum búin að þjappa hópnum saman, það var auðvitað hugmyndin með þessu. Frekar en að missa fólk út um allt þá vildum við hafa einhvern einn stað þar sem maður gat spjallað,“ segir Hallveig. Spila fyrst, syngja svo Aðspurð hvort það sé einhver tenging á milli bridge og karókí segir Hallveig að frá því að hún byrjaði að spila hafi þessir tveir, ólíku hlutir haldist í hendur. Oftast sé spilað og svo sungið, annað hvort í karókí eða að einhver rífi upp kassagítar. Hún segir að mótið um helgina hafi verið mjög flott og að þeir sem hún hefur rætt við séu afar ánægðir. Um sé að ræða sterkt mót með góðum spilurum. Matthías Imsland, framkvæmdastjóri mótsins, sagði í dag á Bridgespjallinu að vonast sé eftir því að spilað verði á stærra svæði í Hörpu á næsta ári og að vonandi verði enn fleiri spilarar þá. Árétting ristjórnar 1. febrúar 2023: Birgitta Líf eigandi Bankastræti Club hefur eftir birtingu fréttarinnar fullyrt á samfélagsmiðlum að fréttin sé röng. Enginn hafi ælt á græjurnar. Hún vildi þó ekki ræða málið símleiðis við fréttastofu þar sem hún væri stödd í útlöndum. Fréttastofa hafði samband aftur við Hallveigu sem segir engan vafa á atburðarásinni. Þau hafi farið á Bankastræti Club og fengið þau svör frá dyraverði staðarins að karókí væri ekki inni í myndinni þar sem ælt hefði verið yfir græjurnar. Bridge Reykjavík Næturlíf Veitingastaðir Tengdar fréttir Eitt fjölmennasta bridgemót Íslandssögunnar Yfir sjö hundruð manns eru skráðir til þátttöku á Reykjavík Bridgefestival sem hefst í Hörpu í dag. Um er að ræða eitt fjölmennasta bridgemót sem haldið hefur verið á Íslandi. 26. janúar 2023 10:17 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fleiri fréttir Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Sjá meira
Reykjavík Bridge Festival fór fram í Hörpu í Reykjavík um helgina. Saman voru komnir yfir sjö hundruð spilarar en mótið var eitt það fjölmennasta sem haldið hefur verið á Íslandi. Um þriðjungur spilara kom erlendis frá en það var sænsk-ensk sveit sem sigraði sveitakeppnina. Hallveig Karlsdóttir var einn keppenda á mótinu og ákvað hún, ásamt litlum hópi spilara, að hittast á skemmtistaðnum Bankastræti Club og fara í karókí á laugardagskvöld. Þar gæti fólk spjallað saman um spil dagsins og sungið saman. Æla kom í veg fyrir sönginn Í samtali við fréttastofu segir Hallveig að hún hafi viljað koma fólki saman svo hópurinn myndi ekki tvístrast um miðbæ Reykjavíkur. Þegar hópurinn, sem samanstóð af um það bil tuttugu spilurum, var kominn á staðinn var þó ekkert karókí. „Þá kemur í ljós að einhver hafði ælt yfir karókígræjurnar. Þá var ekkert hægt að fara í karókí því vélin eyðilagðist. Við vorum örugglega tuttugu manns. Ég var búin að segja öllum að koma. Við vorum á English og ég var búin að tala við alla sem ég vissi að væru á mótinu. Við fórum þarna öll saman, allir voða spenntir og svo var bara ekkert hægt að syngja,“ segir Hallveig. Mótið var eitt það fjölmennasta sem haldið hefur verið á Íslandi.Aðsend Þrátt fyrir þessi vonbrigði dó Hallveig ekki ráðalaus og náði að koma fólkinu á annan skemmtistað þar sem hægt var að spjalla saman, þó svo að þar væri ekkert karókí. „Fyrst við vorum búin að þjappa hópnum saman, það var auðvitað hugmyndin með þessu. Frekar en að missa fólk út um allt þá vildum við hafa einhvern einn stað þar sem maður gat spjallað,“ segir Hallveig. Spila fyrst, syngja svo Aðspurð hvort það sé einhver tenging á milli bridge og karókí segir Hallveig að frá því að hún byrjaði að spila hafi þessir tveir, ólíku hlutir haldist í hendur. Oftast sé spilað og svo sungið, annað hvort í karókí eða að einhver rífi upp kassagítar. Hún segir að mótið um helgina hafi verið mjög flott og að þeir sem hún hefur rætt við séu afar ánægðir. Um sé að ræða sterkt mót með góðum spilurum. Matthías Imsland, framkvæmdastjóri mótsins, sagði í dag á Bridgespjallinu að vonast sé eftir því að spilað verði á stærra svæði í Hörpu á næsta ári og að vonandi verði enn fleiri spilarar þá. Árétting ristjórnar 1. febrúar 2023: Birgitta Líf eigandi Bankastræti Club hefur eftir birtingu fréttarinnar fullyrt á samfélagsmiðlum að fréttin sé röng. Enginn hafi ælt á græjurnar. Hún vildi þó ekki ræða málið símleiðis við fréttastofu þar sem hún væri stödd í útlöndum. Fréttastofa hafði samband aftur við Hallveigu sem segir engan vafa á atburðarásinni. Þau hafi farið á Bankastræti Club og fengið þau svör frá dyraverði staðarins að karókí væri ekki inni í myndinni þar sem ælt hefði verið yfir græjurnar.
Bridge Reykjavík Næturlíf Veitingastaðir Tengdar fréttir Eitt fjölmennasta bridgemót Íslandssögunnar Yfir sjö hundruð manns eru skráðir til þátttöku á Reykjavík Bridgefestival sem hefst í Hörpu í dag. Um er að ræða eitt fjölmennasta bridgemót sem haldið hefur verið á Íslandi. 26. janúar 2023 10:17 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fleiri fréttir Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Sjá meira
Eitt fjölmennasta bridgemót Íslandssögunnar Yfir sjö hundruð manns eru skráðir til þátttöku á Reykjavík Bridgefestival sem hefst í Hörpu í dag. Um er að ræða eitt fjölmennasta bridgemót sem haldið hefur verið á Íslandi. 26. janúar 2023 10:17