Kári Jónsson: Vorum kannski orðnir of þægilegir Árni Jóhannsson skrifar 27. janúar 2023 22:30 Kári Jónsson var stigahæstur á vellinum í kvöld Vísir/Bára Dröfn Kári Jónsson sá alveg hag í því að hafa tapað fyrir Breiðabliki í kvöld þó að hann hafi náttúrlega verið svekktur með frammistöðuna. Leikurinn endaði 89-78 og þrátt fyrir 20 stig frá Kára þá áttu Valsmenn varla möguleika á móti Blikum í seinni hálfleik sérstaklega. Kári var spurður að því hvort hann væri með útskýringu á reiðum höndum fyrir því að þeir hefðu verið jafn ólíkir sjálfum sér í seinni hálfleik eins og raun bar vitni. „Nei ég er ekki með útskýringu. Við bara náðum ekki takti í seinni hálfleik en við vorum ekki frábærir í þeim fyrri heldur en munurinn var að við settum niður nokkur skot þá og náðum nokkrum stoppum. Svo voru þeir bara mikið betri í seinni hálfleik.“ Varnarleikur Blika var mjög sterkur í seinni hálfleik þar sem þeir stigu mjög hátt á Valsmenn sem varð til þess að gestirnir virkuðu hálf ráðalausir á löngum köflum í sóknarleiknum. Kom leikur Blika Kára á óvart? „Það kom ekkert á óvar hjá Breiðablik. Þeir spila sinn bolta og gerðu það vel. Við vorum kannski bara að ofhugsa hlutina í kvöld og þetta er bara einn af þessum leikjum sem erfitt var að komast í takt. Við þurftum kannski á þessu að halda að fá smá spark í rassinn.“ Finnur Freyr Stefánsson sagði í sjónvarpsviðtali eftir leik að hans menn hefðu ekki lagt nógu mikið í púkkið til að vinna þennan leik og var Kári spurður að því hvort tilfinning hans væri svipuð þegar hann kom af velli. „Já, það er góður punktur. Það er hægt að tína til mjög margt sem við hefðum getað gert mikið betur og hefði mátt fara betur. Þetta var ekki næstum því nógu gott hjá okkur og ekki það sem við viljum standa fyrir.“ Að lokum var Kári spurður að því hvort hann hefði einhverjar áhyggjur. „Nei, í raun er ég bara sáttur við þetta. Fínt fyrir okkur að fá smá spark og fá menn aftur upp á tærnar. Við vorum kannski orðnir of þægilegir.“ Valur Subway-deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - Valur 89-78 | Heimamenn vaknaðir af værum blundi Eftir fjögur töp í röð sýndu leikmenn Breiðabliks úr hverju þeir eru gerðir þegar þeir lögðu Íslandsmeistara Vals með 11 stiga mun í Subway deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur í Smáranum 89-78 og segja má að Breiðablik sé vaknað af værum blundi. Sigurinn færir Blika líka í áttina að heimavallarréttinum en það eru þó fjögur stig í fjórða sætið úr því fimmta þar sem Blikar finna sig í dag eftir 14 umferðir. 27. janúar 2023 21:55 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Í beinni: KR - Fram | Síðast voru Framarar niðurlægðir Íslenski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Fleiri fréttir Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Sjá meira
Kári var spurður að því hvort hann væri með útskýringu á reiðum höndum fyrir því að þeir hefðu verið jafn ólíkir sjálfum sér í seinni hálfleik eins og raun bar vitni. „Nei ég er ekki með útskýringu. Við bara náðum ekki takti í seinni hálfleik en við vorum ekki frábærir í þeim fyrri heldur en munurinn var að við settum niður nokkur skot þá og náðum nokkrum stoppum. Svo voru þeir bara mikið betri í seinni hálfleik.“ Varnarleikur Blika var mjög sterkur í seinni hálfleik þar sem þeir stigu mjög hátt á Valsmenn sem varð til þess að gestirnir virkuðu hálf ráðalausir á löngum köflum í sóknarleiknum. Kom leikur Blika Kára á óvart? „Það kom ekkert á óvar hjá Breiðablik. Þeir spila sinn bolta og gerðu það vel. Við vorum kannski bara að ofhugsa hlutina í kvöld og þetta er bara einn af þessum leikjum sem erfitt var að komast í takt. Við þurftum kannski á þessu að halda að fá smá spark í rassinn.“ Finnur Freyr Stefánsson sagði í sjónvarpsviðtali eftir leik að hans menn hefðu ekki lagt nógu mikið í púkkið til að vinna þennan leik og var Kári spurður að því hvort tilfinning hans væri svipuð þegar hann kom af velli. „Já, það er góður punktur. Það er hægt að tína til mjög margt sem við hefðum getað gert mikið betur og hefði mátt fara betur. Þetta var ekki næstum því nógu gott hjá okkur og ekki það sem við viljum standa fyrir.“ Að lokum var Kári spurður að því hvort hann hefði einhverjar áhyggjur. „Nei, í raun er ég bara sáttur við þetta. Fínt fyrir okkur að fá smá spark og fá menn aftur upp á tærnar. Við vorum kannski orðnir of þægilegir.“
Valur Subway-deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - Valur 89-78 | Heimamenn vaknaðir af værum blundi Eftir fjögur töp í röð sýndu leikmenn Breiðabliks úr hverju þeir eru gerðir þegar þeir lögðu Íslandsmeistara Vals með 11 stiga mun í Subway deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur í Smáranum 89-78 og segja má að Breiðablik sé vaknað af værum blundi. Sigurinn færir Blika líka í áttina að heimavallarréttinum en það eru þó fjögur stig í fjórða sætið úr því fimmta þar sem Blikar finna sig í dag eftir 14 umferðir. 27. janúar 2023 21:55 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Í beinni: KR - Fram | Síðast voru Framarar niðurlægðir Íslenski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Fleiri fréttir Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - Valur 89-78 | Heimamenn vaknaðir af værum blundi Eftir fjögur töp í röð sýndu leikmenn Breiðabliks úr hverju þeir eru gerðir þegar þeir lögðu Íslandsmeistara Vals með 11 stiga mun í Subway deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur í Smáranum 89-78 og segja má að Breiðablik sé vaknað af værum blundi. Sigurinn færir Blika líka í áttina að heimavallarréttinum en það eru þó fjögur stig í fjórða sætið úr því fimmta þar sem Blikar finna sig í dag eftir 14 umferðir. 27. janúar 2023 21:55