Vegna fyrirhugaðrar upptöku á notkun rafbyssa við löggæslustörf á Íslandi Eva Einarsdóttir skrifar 27. janúar 2023 19:00 Íslandsdeild Amnesty International ítrekar fyrri hvatningar til íslenskra stjórnvalda að taka tillit til þeirra athugasemda sem samtökin hafa gert við notkun rafbyssa. Deildin hvetur stjórnvöld til þess að innleiða ekki notkun þeirra við löggæslustörf á Íslandi fyrr en farið hefur verið að tilmælum sem fram koma í skýrslum Amnesty International og að fram fari ítarleg og óháð rannsókn á notkun rafbyssa og áhrifum þeirra. Árið 2007 fékk Íslandsdeild Amnesty International upplýsingar um að íslensk lögregluyfirvöld hefðu til athugunar að lögreglan tæki til notkunar rafbyssur hér á landi. Í ljósi alvarlegra athugasemda Amnesty International við beitingu slíkra vopna sendu samtökin bréf til yfirvalda ásamt eintökum tveggja rannsóknarskýrslna, Amnesty International: European Union: Stopping the Trade in Tools of Torture Pol 34/011/2007og USA: Amnesty International´s continuing concerns about taser use AMR 51/030/2006. Árið 2008 sendi Íslandsdeild Amnesty International dómsmálaráðherra bréf þar sem vakin var athygli hans á gögnum um dauðsföll þar sem rafbyssur hafa verið notaðar og um mikla hættu á misnotkun rafbyssa. Með bréfinu fylgdu framangreindar tvær rannsóknarskýrslur samtakanna, auk eftirtalinna tveggja skýrslna: Canada: Inappropriate and exessive use of tasers, AMR 20/002/2007og USA: Amnesty International´s concerns about taser use: Statement to the U.S Justice Department inquiry into deaths in custody AMR 51/151/2007 Í síðastnefndu skýrslunni kom m.a. fram að Amnesty International hafi á tímabilinu frá júní 2001 til september 2007 skrásett 290 dauðsföll einstaklinga sem Taser rafbyssum var beitt á í Bandaríkjunum einum. Þar af hafi verið staðfest í tugum tilvika að notkun rafbyssa hafi verið eina eða höfuðorsök dauðsfallsins. Í febrúar 2012 var heildarfjöldi látinna kominn úr 290 í ríflega 500 manns og skoruðu samtökin þá á þarlend stjórnvöld að takmarka notkun rafbyssa. Í kjölfar annarrar fjölmiðlaumfjöllunar á árinu 2015 um notkun rafbyssa á Íslandi sendi Íslandsdeild Amnesty International yfirvöldum bréf þar sem ítrekaðar voru fyrri hvatningar til íslenskra stjórnvalda um að taka tillit til þeirra athugasemda sem Amnesty International hefur gert við notkun rafbyssa og innleiða ekki notkun þeirra við löggæslustörf á Íslandi fyrr en farið hefði verið að tilmælum alþjóðasamtakanna Amnesty International um að fram færi ítarleg og óháð rannsókn á notkun rafbyssa og áhrifum þeirra. Í febrúar 2018 gaf hollenska deild Amnesty International út skýrsluna A failed experiment: the TASER-pilot of the Dutch Police sem lýsti miklum vanköntum á innleiðingu rafbyssunotkunar og beitingu rafbyssa í Hollandi. Í skýrslunni kom fram að rafbyssur hafi ítrekað verið notaðar í aðstæðum þar sem það var ekki talið réttlætanlegt. Má nefna að í 23 tilvikum var sá sem varð fyrir rafbyssuspennu þá þegar í varðhaldi lögreglu og í þremur tilvikum í handjárnum eða innan heilbrigðisstofnunar. Einnig kemur fram að rafbyssum hafi oft verið beitt með þeim hætti að þeim sé ætlað að valda sársauka en ekki tímabundinni tauga- og vöðvalömun. Meðalhófs hafi ekki verið gætt og í nokkrum tilvikum hafi beiting rafbyssu geta talist til pyndinga og annarrar grimmilegrar, ómannlegrar eða vanvirðandi meðferðar. Þá kom fram í skýrslunni að hollensk yfirvöld hefðu ekki veitt nægilega nákvæmar leiðbeiningar um beitingu rafbyssa. Þjálfun hafi verið ábótavant og skort hafi upplýsingar um heilsufarsáhættu sem fylgir beitingu svo flókinna vopna. Íslandsdeild Amnesty International hvetur stjórnvöld til að kynna sér meðfylgjandi skýrslur samtakanna og taka fullt tillit til niðurstaðna þeirra áður en frekari ákvarðanir um notkun og innleiðingu rafbyssa á Íslandi verða teknar. Höfundur er formaður Íslandsdeildar Amnesty International. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögreglan Rafbyssur Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Sjá meira
Íslandsdeild Amnesty International ítrekar fyrri hvatningar til íslenskra stjórnvalda að taka tillit til þeirra athugasemda sem samtökin hafa gert við notkun rafbyssa. Deildin hvetur stjórnvöld til þess að innleiða ekki notkun þeirra við löggæslustörf á Íslandi fyrr en farið hefur verið að tilmælum sem fram koma í skýrslum Amnesty International og að fram fari ítarleg og óháð rannsókn á notkun rafbyssa og áhrifum þeirra. Árið 2007 fékk Íslandsdeild Amnesty International upplýsingar um að íslensk lögregluyfirvöld hefðu til athugunar að lögreglan tæki til notkunar rafbyssur hér á landi. Í ljósi alvarlegra athugasemda Amnesty International við beitingu slíkra vopna sendu samtökin bréf til yfirvalda ásamt eintökum tveggja rannsóknarskýrslna, Amnesty International: European Union: Stopping the Trade in Tools of Torture Pol 34/011/2007og USA: Amnesty International´s continuing concerns about taser use AMR 51/030/2006. Árið 2008 sendi Íslandsdeild Amnesty International dómsmálaráðherra bréf þar sem vakin var athygli hans á gögnum um dauðsföll þar sem rafbyssur hafa verið notaðar og um mikla hættu á misnotkun rafbyssa. Með bréfinu fylgdu framangreindar tvær rannsóknarskýrslur samtakanna, auk eftirtalinna tveggja skýrslna: Canada: Inappropriate and exessive use of tasers, AMR 20/002/2007og USA: Amnesty International´s concerns about taser use: Statement to the U.S Justice Department inquiry into deaths in custody AMR 51/151/2007 Í síðastnefndu skýrslunni kom m.a. fram að Amnesty International hafi á tímabilinu frá júní 2001 til september 2007 skrásett 290 dauðsföll einstaklinga sem Taser rafbyssum var beitt á í Bandaríkjunum einum. Þar af hafi verið staðfest í tugum tilvika að notkun rafbyssa hafi verið eina eða höfuðorsök dauðsfallsins. Í febrúar 2012 var heildarfjöldi látinna kominn úr 290 í ríflega 500 manns og skoruðu samtökin þá á þarlend stjórnvöld að takmarka notkun rafbyssa. Í kjölfar annarrar fjölmiðlaumfjöllunar á árinu 2015 um notkun rafbyssa á Íslandi sendi Íslandsdeild Amnesty International yfirvöldum bréf þar sem ítrekaðar voru fyrri hvatningar til íslenskra stjórnvalda um að taka tillit til þeirra athugasemda sem Amnesty International hefur gert við notkun rafbyssa og innleiða ekki notkun þeirra við löggæslustörf á Íslandi fyrr en farið hefði verið að tilmælum alþjóðasamtakanna Amnesty International um að fram færi ítarleg og óháð rannsókn á notkun rafbyssa og áhrifum þeirra. Í febrúar 2018 gaf hollenska deild Amnesty International út skýrsluna A failed experiment: the TASER-pilot of the Dutch Police sem lýsti miklum vanköntum á innleiðingu rafbyssunotkunar og beitingu rafbyssa í Hollandi. Í skýrslunni kom fram að rafbyssur hafi ítrekað verið notaðar í aðstæðum þar sem það var ekki talið réttlætanlegt. Má nefna að í 23 tilvikum var sá sem varð fyrir rafbyssuspennu þá þegar í varðhaldi lögreglu og í þremur tilvikum í handjárnum eða innan heilbrigðisstofnunar. Einnig kemur fram að rafbyssum hafi oft verið beitt með þeim hætti að þeim sé ætlað að valda sársauka en ekki tímabundinni tauga- og vöðvalömun. Meðalhófs hafi ekki verið gætt og í nokkrum tilvikum hafi beiting rafbyssu geta talist til pyndinga og annarrar grimmilegrar, ómannlegrar eða vanvirðandi meðferðar. Þá kom fram í skýrslunni að hollensk yfirvöld hefðu ekki veitt nægilega nákvæmar leiðbeiningar um beitingu rafbyssa. Þjálfun hafi verið ábótavant og skort hafi upplýsingar um heilsufarsáhættu sem fylgir beitingu svo flókinna vopna. Íslandsdeild Amnesty International hvetur stjórnvöld til að kynna sér meðfylgjandi skýrslur samtakanna og taka fullt tillit til niðurstaðna þeirra áður en frekari ákvarðanir um notkun og innleiðingu rafbyssa á Íslandi verða teknar. Höfundur er formaður Íslandsdeildar Amnesty International.
Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun