Körfubolti

Arnar í bann en leikmenn sluppu

Sindri Sverrisson skrifar
Arnar Guðjónsson ræðir dómgæsluna í bikarúrslitaleiknum gegn Val á dögunum. Hann fékk eins leiks bann eftir síðasta deildarleik Stjörnunnar, gegn Keflavík.
Arnar Guðjónsson ræðir dómgæsluna í bikarúrslitaleiknum gegn Val á dögunum. Hann fékk eins leiks bann eftir síðasta deildarleik Stjörnunnar, gegn Keflavík. VÍSIR/BÁRA

Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var úrskurðaður í eins leiks bann af aganefnd KKÍ vegna framgöngu sinnar í leiknum gegn Keflavík síðastliðinn föstudag í Subway-deildinni í körfubolta.

Arnari var vísað úr húsi í leiknum og hið sama má segja um þá Hlyn Bæringsson og Dag Kár Jónsson. Á vef KKÍ eru í dag birtar niðurstöður frá síðasta fundi aganefndar og þar kemur fram að Arnar fái eins leiks bann og að Hlynur sæti áminningu en ekki er minnst á Dag.

Stjarnan verður því án Arnars þegar liðið tekur á móti ÍR í kvöld í afar mikilvægum leik en með sigri getur ÍR minnkað forskot Stjörnunnar í tvö stig, í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni. 

Stjarnan er í 8.-9. sæti ásamt Hetti með 10 stig en ÍR í 10.-11. sæti ásamt Þór Þorlákshöfn með 6 stig. Höttur og Þór mætast á morgun en leiknum var frestað um sólarhring vegna veðurs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×