Upplýsingagjöf í sjálfbærni Hildur Tryggvadóttir Flóvenz skrifar 25. janúar 2023 12:01 Undanfarin misseri hefur aukin umræða verið um sjálfbærnitengda upplýsingagjöf. Hér á landi er nokkur fjöldi fyrirtækja skyldugur samkvæmt lögum að veita sjálfbærni upplýsingar. Þá hefur Evrópusambandið samþykkt ný lög um upplýsingagjöf í sjálfbærni sem munu verða leidd í lög hér á landi, þó enn sé ekki ljóst hvenær það verður. Löggjöfin mun fyrst ná til stærri fyrirtækja en með tímanum munu flest fyrirtæki falla undir lögin og verða þá skyldug að veita upplýsingar um sjálfbærni. Mörg fyrirtæki velta því fyrir sér hvernig nálgast eiga upplýsingagjöf í sjálfbærni. Það eru til ýmsar leiðbeiningar, viðmið og staðlar sem hægt er að fara eftir. Nýrri löggjöf Evrópusambandsins mun einnig fylgja staðall um hvernig veita skuli upplýsingarnar auk þess sem unnið er að því víðar í heiminum að samræma og fækka stöðlum og leiðbeiningum um upplýsingagjöf í sjálfbærni svo auðveldara sé að bera saman upplýsingar og koma í veg fyrir grænþvott. Þrátt fyrir að það fyrirtæki okkar sé ekki enn skylt samkvæmt lögum að veita sjálfbærniupplýsingar er gott að huga sem fyrst að upplýsingagjöfinni. Það að veita upplýsingar er í raun lokaskrefið í sjálfbærnimálunum okkar en ekki upphafspunktur. Kröfur um að upplýsa um sjálfbærni eru að aukast ásamt því að skýra betur hvaða upplýsingar eigi að veita. Ekki verður hægt að upplýsa eingöngu um jákvæð áhrif okkar heldur munum við líka þurfa að upplýsa um neikvæð áhrif. Til þess að geta veitt áreiðanlegar og samanburðarhæfar upplýsingar er mikilvægt að huga vel að grunninum. Þess vegna er mikilvægt að byrja á byrjunin og fara í gegnum nokkur skref áður en við dembum okkur í sjálfbærnimáli. Í fyrsta lagi er alltaf best að byrja á því að taka stöðuna á því hvar við stöndum í sjálfbærnimálum. Við getum spurt okkur hversu vel við þekkjum til þessara mála, hvaða kröfur eru gerðar til fyrirtækis okkar bæði lagalegar og frá hagaðilum okkar og skoðað hvað við erum þegar að gera. Í öðru lagi er mikilvægt fyrir okkur að finna út hvaða sjálfbærni þætti rekstur okkar hefur mest áhrif á, bæði jákvæð og neikvæð, og hvernig sjálfbærni hefur áhrif á reksturinn okkar. Þetta er það sem oftast er kölluð mikilvægisgreining. Í þriðja lagi er svo gott að ákveða hvernig fyrirtæki við viljum þegar kemur að sjálfbærni. Viljum við fyrst og fremst tryggja að við förum eftir öllum lögum og reglum eða viljum við vera leiðandi á sviði sjálfbærni eða eitthvað þar á milli? Þegar við höfum farið í gegnum þessi skref getum við farið að vinna frekar í sjálfbærnimálunum. Gott er að setja sér stefnu með skýrum markmiðum og mælikvörðum sem mæla árangur okkar við að ná markmiðum sem við höfum sett. Það er mikilvægt hér að hugsa sjálfbærni ekki sem stakt verkefni heldur flétta hana inn í reksturinn og almenna stefnu fyrirtækisins. Svo, til að hjálpa okkur í átt að markmiðunum, er gott að gera aðgerðaráætlun til að vinna eftir. Þegar við erum komin með grunninn, vitum hvert við stefnum og erum búin að skilgreina mælikvarða og aðgerðir er mun auðveldara að vinna upplýsingagjöfina sama hvaða leiðbeiningar, viðmið eða staðla við notum eða hvaða lagalegu upplýsingakröfur verða settar á fyrirtækið okkar í framtíðinni. Á Janúarráðstefnu Festu sem er haldin á morgun, fimmtudaginn 26. janúar, verða í boði þrjár umræðustofur. Ein þeirra mun fjalla um komandi breytingar á kröfum um sjálfbærniupplýsingagjöf fyrirtækja þar sem sérfræðingar á þessu sviði munu svara spurningum og ræða það helsta sem viðkemur þessum málum. Hinar tvær munu fjalla um lagabreytingar í tengslum við sjálfbærni og hin um sjálfbæra nýsköpun og hringrás. Höfundur er Manager í sjálfbærniteymi KPMG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Sjá meira
Undanfarin misseri hefur aukin umræða verið um sjálfbærnitengda upplýsingagjöf. Hér á landi er nokkur fjöldi fyrirtækja skyldugur samkvæmt lögum að veita sjálfbærni upplýsingar. Þá hefur Evrópusambandið samþykkt ný lög um upplýsingagjöf í sjálfbærni sem munu verða leidd í lög hér á landi, þó enn sé ekki ljóst hvenær það verður. Löggjöfin mun fyrst ná til stærri fyrirtækja en með tímanum munu flest fyrirtæki falla undir lögin og verða þá skyldug að veita upplýsingar um sjálfbærni. Mörg fyrirtæki velta því fyrir sér hvernig nálgast eiga upplýsingagjöf í sjálfbærni. Það eru til ýmsar leiðbeiningar, viðmið og staðlar sem hægt er að fara eftir. Nýrri löggjöf Evrópusambandsins mun einnig fylgja staðall um hvernig veita skuli upplýsingarnar auk þess sem unnið er að því víðar í heiminum að samræma og fækka stöðlum og leiðbeiningum um upplýsingagjöf í sjálfbærni svo auðveldara sé að bera saman upplýsingar og koma í veg fyrir grænþvott. Þrátt fyrir að það fyrirtæki okkar sé ekki enn skylt samkvæmt lögum að veita sjálfbærniupplýsingar er gott að huga sem fyrst að upplýsingagjöfinni. Það að veita upplýsingar er í raun lokaskrefið í sjálfbærnimálunum okkar en ekki upphafspunktur. Kröfur um að upplýsa um sjálfbærni eru að aukast ásamt því að skýra betur hvaða upplýsingar eigi að veita. Ekki verður hægt að upplýsa eingöngu um jákvæð áhrif okkar heldur munum við líka þurfa að upplýsa um neikvæð áhrif. Til þess að geta veitt áreiðanlegar og samanburðarhæfar upplýsingar er mikilvægt að huga vel að grunninum. Þess vegna er mikilvægt að byrja á byrjunin og fara í gegnum nokkur skref áður en við dembum okkur í sjálfbærnimáli. Í fyrsta lagi er alltaf best að byrja á því að taka stöðuna á því hvar við stöndum í sjálfbærnimálum. Við getum spurt okkur hversu vel við þekkjum til þessara mála, hvaða kröfur eru gerðar til fyrirtækis okkar bæði lagalegar og frá hagaðilum okkar og skoðað hvað við erum þegar að gera. Í öðru lagi er mikilvægt fyrir okkur að finna út hvaða sjálfbærni þætti rekstur okkar hefur mest áhrif á, bæði jákvæð og neikvæð, og hvernig sjálfbærni hefur áhrif á reksturinn okkar. Þetta er það sem oftast er kölluð mikilvægisgreining. Í þriðja lagi er svo gott að ákveða hvernig fyrirtæki við viljum þegar kemur að sjálfbærni. Viljum við fyrst og fremst tryggja að við förum eftir öllum lögum og reglum eða viljum við vera leiðandi á sviði sjálfbærni eða eitthvað þar á milli? Þegar við höfum farið í gegnum þessi skref getum við farið að vinna frekar í sjálfbærnimálunum. Gott er að setja sér stefnu með skýrum markmiðum og mælikvörðum sem mæla árangur okkar við að ná markmiðum sem við höfum sett. Það er mikilvægt hér að hugsa sjálfbærni ekki sem stakt verkefni heldur flétta hana inn í reksturinn og almenna stefnu fyrirtækisins. Svo, til að hjálpa okkur í átt að markmiðunum, er gott að gera aðgerðaráætlun til að vinna eftir. Þegar við erum komin með grunninn, vitum hvert við stefnum og erum búin að skilgreina mælikvarða og aðgerðir er mun auðveldara að vinna upplýsingagjöfina sama hvaða leiðbeiningar, viðmið eða staðla við notum eða hvaða lagalegu upplýsingakröfur verða settar á fyrirtækið okkar í framtíðinni. Á Janúarráðstefnu Festu sem er haldin á morgun, fimmtudaginn 26. janúar, verða í boði þrjár umræðustofur. Ein þeirra mun fjalla um komandi breytingar á kröfum um sjálfbærniupplýsingagjöf fyrirtækja þar sem sérfræðingar á þessu sviði munu svara spurningum og ræða það helsta sem viðkemur þessum málum. Hinar tvær munu fjalla um lagabreytingar í tengslum við sjálfbærni og hin um sjálfbæra nýsköpun og hringrás. Höfundur er Manager í sjálfbærniteymi KPMG.
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun