Körfubolti

Um­ræða um mögulega bikar­keppni NBA-deildarinnar: „Kjaft­æði“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Styttist í að LeBron James verði stigahæsti leikmaður í sögu NBA-deildarinnar. Það met verður mögulega aldrei slegið ef leikjum yrði fækkað.
Styttist í að LeBron James verði stigahæsti leikmaður í sögu NBA-deildarinnar. Það met verður mögulega aldrei slegið ef leikjum yrði fækkað. Sean M. Haffey/Getty Images

Strákarnir í Lögmál leiksins ræða möguleikann á því að NBA-deildin í körfubolta fari af stað með bikarkeppni eins og við þekkjum til að mynda hér á landi. Virðist sem það sé alvöru umræða um að setja slíka keppni á laggirnar.

„Það er að setja á einhverskonar bikarkeppni inn í miðja deildarkeppnina, til að fækka deildarleikjum og búa til verðmæti annarsstaðar með það fyrir augum að það þurfi ekki að spila 82 leiki. Hvernig lýst ykkur á þetta,“ spyr Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi.

„Kjaftæði. Það á bara að spila 82 leiki, alltaf, aldrei breyta því. Ég er bara þar. Það á ekkert að fækka leikjum. Það hefur aldrei verið betri aðstaða til að spila 82 leiki en í dag. Flugvélagar, sjúkraþjálfarar og allt það. Þannig ég vorkenni þeim ekki neitt með álag að gera. Þetta skemmir alla tölfræði. Náum ekki að bæta nein met ef það verður fækkað deildarleikjum,“ sagði Tómas Steindórsson.

„Það sem er erfitt í þessu fyrir mig af því mér finnst þetta ekki vond hugmynd. Þeir eru búnir að sýna að þeir geti fengið meira áhorf bara með því að búa til eitthvað húllumhæ. Á jólunum, á Martin Luther King-deginum til dæmis. En ég er alveg sammála Tomma með fækkun leikja, það er eitthvað sem við þurfum að taka fyrir einhvern tímann. Þá er aldrei hægt að bæta met,“ svaraði Sigurður Orri Kristjánsson.

Brotið má sjá í spilaranum hér að neðan en þáttur kvöldsins er á dagskrá Stöðvar 2 Sport 2 klukkan 20.00.

Klippa: Umræða um bikarkeppni NBA-deildarinnar: KjaftæðiFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.