Níu sigrar í röð hjá Boston og fimm hjá Philadelphia Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. janúar 2023 09:32 Jaylen Brown fór fyrir Boston-liðinu í nótt í fjarveru Jason Tatum. Maddie Meyer/Getty Images Topplið Austurdeildarinnar, Boston Celtics og Philadelphia 76ers, eru enn á góðu skriði eftir leiki næturinnar í NBA-deildinni í körfubolta. Boston vann sinn níunda leik í röð er liðið lagði Toronto Raptors 106-104 og Philadelphia hafði betur gegn Sacramento Kings 129-127. Boston-liðið var án síns stigahæsta manns á tímabilinu, Jason Tatum, og því var ljóst að verkefnið yrði erfitt fyrir liðið. Heimamenn í Toronto leiddu með einu stigi að loknum fyrsta leikhluta og munurinn var orðinn sjö stig þegar flautað var til hálfleiks, staðan 57-50, Toronto í vil. ama jafnræði ríkti í síðari hálfleik, en þar voru það gestirnir frá Boston sem söxuðu jafnt og þétt á forskot heimamanna. Munurinn á liðunum var aðeins fjögur stig þegar komið var að lokaleikhlutanum, en þar reyndust gestirnir sterkari og unnu að lokum nauman tveggja stiga sigur, 106-104. Jaylen Brown fór fyrir liði Boston-manna og skoraði 27 stig, ásamt því að taka átta fráköst og gefa sex stoðsendingar. Í liði Toronto var Pascal Siakam atkvæðamestur með 29 stig, níu fráköst og tíu stoðsendingar. 🏀 FINAL SCORE THREAD 🏀Grant Williams scored a career-high 25 PTS to lead the @celtics to the close-fought win in Toronto!Jaylen Brown: 27 PTS, 8 REB, 6 AST, 3 STL, 4 3PMMalcolm Brogdon: 23 PTS, 7 REBPascal Siakam: 29 PTS, 9 REB, 10 AST📲 https://t.co/WFdLNEjQ9Y pic.twitter.com/BTss6O6pBO— NBA (@NBA) January 22, 2023 Þá heldur lið Philedelphia 76ers góðu gengi sínu einnig áfram, en liðið vann sinn fimmta leik í röð í nótt er liðið sótti Sacramento Kings heim. Kóngarnir frá Sacramento leiddu með tíu stigum þegar liðin gengu til búningsherbergja, en Philadelphia-liðið skoraði 38 stig í þriðja leikhluta gegn aðeins 22 stigum heimamanna. Tyrese Maxey skoraði 32 stig fyrir gestina frá Philadelphia, en De'Aaron Fox skoraði 31 fyrir heimamenn. Úrslit næturinnar Boston Celtics 106-104 Toronto Raptors Orlando Magic 118-138 Washington Wizards Charlotte Hornets 122-118 Atlanta Hawks Milwaukee Bucks 102-114 Cleveland Cavaliers Houston Rockets 104-113 Minnesota Timberwolves Indiana Pacers 107-112 Phoenix Suns Philadelphia 76ers 129-127 Sacramento Kings NBA Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira
Boston-liðið var án síns stigahæsta manns á tímabilinu, Jason Tatum, og því var ljóst að verkefnið yrði erfitt fyrir liðið. Heimamenn í Toronto leiddu með einu stigi að loknum fyrsta leikhluta og munurinn var orðinn sjö stig þegar flautað var til hálfleiks, staðan 57-50, Toronto í vil. ama jafnræði ríkti í síðari hálfleik, en þar voru það gestirnir frá Boston sem söxuðu jafnt og þétt á forskot heimamanna. Munurinn á liðunum var aðeins fjögur stig þegar komið var að lokaleikhlutanum, en þar reyndust gestirnir sterkari og unnu að lokum nauman tveggja stiga sigur, 106-104. Jaylen Brown fór fyrir liði Boston-manna og skoraði 27 stig, ásamt því að taka átta fráköst og gefa sex stoðsendingar. Í liði Toronto var Pascal Siakam atkvæðamestur með 29 stig, níu fráköst og tíu stoðsendingar. 🏀 FINAL SCORE THREAD 🏀Grant Williams scored a career-high 25 PTS to lead the @celtics to the close-fought win in Toronto!Jaylen Brown: 27 PTS, 8 REB, 6 AST, 3 STL, 4 3PMMalcolm Brogdon: 23 PTS, 7 REBPascal Siakam: 29 PTS, 9 REB, 10 AST📲 https://t.co/WFdLNEjQ9Y pic.twitter.com/BTss6O6pBO— NBA (@NBA) January 22, 2023 Þá heldur lið Philedelphia 76ers góðu gengi sínu einnig áfram, en liðið vann sinn fimmta leik í röð í nótt er liðið sótti Sacramento Kings heim. Kóngarnir frá Sacramento leiddu með tíu stigum þegar liðin gengu til búningsherbergja, en Philadelphia-liðið skoraði 38 stig í þriðja leikhluta gegn aðeins 22 stigum heimamanna. Tyrese Maxey skoraði 32 stig fyrir gestina frá Philadelphia, en De'Aaron Fox skoraði 31 fyrir heimamenn. Úrslit næturinnar Boston Celtics 106-104 Toronto Raptors Orlando Magic 118-138 Washington Wizards Charlotte Hornets 122-118 Atlanta Hawks Milwaukee Bucks 102-114 Cleveland Cavaliers Houston Rockets 104-113 Minnesota Timberwolves Indiana Pacers 107-112 Phoenix Suns Philadelphia 76ers 129-127 Sacramento Kings
Boston Celtics 106-104 Toronto Raptors Orlando Magic 118-138 Washington Wizards Charlotte Hornets 122-118 Atlanta Hawks Milwaukee Bucks 102-114 Cleveland Cavaliers Houston Rockets 104-113 Minnesota Timberwolves Indiana Pacers 107-112 Phoenix Suns Philadelphia 76ers 129-127 Sacramento Kings
NBA Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira