Körfubolti

Níu sigrar í röð hjá Boston og fimm hjá Philadelphia

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Jaylen Brown fór fyrir Boston-liðinu í nótt í fjarveru Jason Tatum.
Jaylen Brown fór fyrir Boston-liðinu í nótt í fjarveru Jason Tatum. Maddie Meyer/Getty Images

Topplið Austurdeildarinnar, Boston Celtics og Philadelphia 76ers, eru enn á góðu skriði eftir leiki næturinnar í NBA-deildinni í körfubolta. Boston vann sinn níunda leik í röð er liðið lagði Toronto Raptors 106-104 og Philadelphia hafði betur gegn Sacramento Kings 129-127.

Boston-liðið var án síns stigahæsta manns á tímabilinu, Jason Tatum, og því var ljóst að verkefnið yrði erfitt fyrir liðið. Heimamenn í Toronto leiddu með einu stigi að loknum fyrsta leikhluta og munurinn var orðinn sjö stig þegar flautað var til hálfleiks, staðan 57-50, Toronto í vil.

ama jafnræði ríkti í síðari hálfleik, en þar voru það gestirnir frá Boston sem söxuðu jafnt og þétt á forskot heimamanna. Munurinn á liðunum var aðeins fjögur stig þegar komið var að lokaleikhlutanum, en þar reyndust gestirnir sterkari og unnu að lokum nauman tveggja stiga sigur, 106-104.

Jaylen Brown fór fyrir liði Boston-manna og skoraði 27 stig, ásamt því að taka átta fráköst og gefa sex stoðsendingar. Í liði Toronto var Pascal Siakam atkvæðamestur með 29 stig, níu fráköst og tíu stoðsendingar.

Þá heldur lið Philedelphia 76ers góðu gengi sínu einnig áfram, en liðið vann sinn fimmta leik í röð í nótt er liðið sótti Sacramento Kings heim. Kóngarnir frá Sacramento leiddu með tíu stigum þegar liðin gengu til búningsherbergja, en Philadelphia-liðið skoraði 38 stig í þriðja leikhluta gegn aðeins 22 stigum heimamanna.

Tyrese Maxey skoraði 32 stig fyrir gestina frá Philadelphia, en De'Aaron Fox skoraði 31 fyrir heimamenn.

Úrslit næturinnar

Boston Celtics 106-104 Toronto Raptors

Orlando Magic 118-138 Washington Wizards

Charlotte Hornets 122-118 Atlanta Hawks

Milwaukee Bucks 102-114 Cleveland Cavaliers

Houston Rockets 104-113 Minnesota Timberwolves

Indiana Pacers 107-112 Phoenix Suns

Philadelphia 76ers 129-127 Sacramento Kings

NBAFleiri fréttir

Sjá meira


×