Níu sigrar í röð hjá Boston og fimm hjá Philadelphia Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. janúar 2023 09:32 Jaylen Brown fór fyrir Boston-liðinu í nótt í fjarveru Jason Tatum. Maddie Meyer/Getty Images Topplið Austurdeildarinnar, Boston Celtics og Philadelphia 76ers, eru enn á góðu skriði eftir leiki næturinnar í NBA-deildinni í körfubolta. Boston vann sinn níunda leik í röð er liðið lagði Toronto Raptors 106-104 og Philadelphia hafði betur gegn Sacramento Kings 129-127. Boston-liðið var án síns stigahæsta manns á tímabilinu, Jason Tatum, og því var ljóst að verkefnið yrði erfitt fyrir liðið. Heimamenn í Toronto leiddu með einu stigi að loknum fyrsta leikhluta og munurinn var orðinn sjö stig þegar flautað var til hálfleiks, staðan 57-50, Toronto í vil. ama jafnræði ríkti í síðari hálfleik, en þar voru það gestirnir frá Boston sem söxuðu jafnt og þétt á forskot heimamanna. Munurinn á liðunum var aðeins fjögur stig þegar komið var að lokaleikhlutanum, en þar reyndust gestirnir sterkari og unnu að lokum nauman tveggja stiga sigur, 106-104. Jaylen Brown fór fyrir liði Boston-manna og skoraði 27 stig, ásamt því að taka átta fráköst og gefa sex stoðsendingar. Í liði Toronto var Pascal Siakam atkvæðamestur með 29 stig, níu fráköst og tíu stoðsendingar. 🏀 FINAL SCORE THREAD 🏀Grant Williams scored a career-high 25 PTS to lead the @celtics to the close-fought win in Toronto!Jaylen Brown: 27 PTS, 8 REB, 6 AST, 3 STL, 4 3PMMalcolm Brogdon: 23 PTS, 7 REBPascal Siakam: 29 PTS, 9 REB, 10 AST📲 https://t.co/WFdLNEjQ9Y pic.twitter.com/BTss6O6pBO— NBA (@NBA) January 22, 2023 Þá heldur lið Philedelphia 76ers góðu gengi sínu einnig áfram, en liðið vann sinn fimmta leik í röð í nótt er liðið sótti Sacramento Kings heim. Kóngarnir frá Sacramento leiddu með tíu stigum þegar liðin gengu til búningsherbergja, en Philadelphia-liðið skoraði 38 stig í þriðja leikhluta gegn aðeins 22 stigum heimamanna. Tyrese Maxey skoraði 32 stig fyrir gestina frá Philadelphia, en De'Aaron Fox skoraði 31 fyrir heimamenn. Úrslit næturinnar Boston Celtics 106-104 Toronto Raptors Orlando Magic 118-138 Washington Wizards Charlotte Hornets 122-118 Atlanta Hawks Milwaukee Bucks 102-114 Cleveland Cavaliers Houston Rockets 104-113 Minnesota Timberwolves Indiana Pacers 107-112 Phoenix Suns Philadelphia 76ers 129-127 Sacramento Kings NBA Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Handbolti „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Íslenski boltinn „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ Handbolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjá meira
Boston-liðið var án síns stigahæsta manns á tímabilinu, Jason Tatum, og því var ljóst að verkefnið yrði erfitt fyrir liðið. Heimamenn í Toronto leiddu með einu stigi að loknum fyrsta leikhluta og munurinn var orðinn sjö stig þegar flautað var til hálfleiks, staðan 57-50, Toronto í vil. ama jafnræði ríkti í síðari hálfleik, en þar voru það gestirnir frá Boston sem söxuðu jafnt og þétt á forskot heimamanna. Munurinn á liðunum var aðeins fjögur stig þegar komið var að lokaleikhlutanum, en þar reyndust gestirnir sterkari og unnu að lokum nauman tveggja stiga sigur, 106-104. Jaylen Brown fór fyrir liði Boston-manna og skoraði 27 stig, ásamt því að taka átta fráköst og gefa sex stoðsendingar. Í liði Toronto var Pascal Siakam atkvæðamestur með 29 stig, níu fráköst og tíu stoðsendingar. 🏀 FINAL SCORE THREAD 🏀Grant Williams scored a career-high 25 PTS to lead the @celtics to the close-fought win in Toronto!Jaylen Brown: 27 PTS, 8 REB, 6 AST, 3 STL, 4 3PMMalcolm Brogdon: 23 PTS, 7 REBPascal Siakam: 29 PTS, 9 REB, 10 AST📲 https://t.co/WFdLNEjQ9Y pic.twitter.com/BTss6O6pBO— NBA (@NBA) January 22, 2023 Þá heldur lið Philedelphia 76ers góðu gengi sínu einnig áfram, en liðið vann sinn fimmta leik í röð í nótt er liðið sótti Sacramento Kings heim. Kóngarnir frá Sacramento leiddu með tíu stigum þegar liðin gengu til búningsherbergja, en Philadelphia-liðið skoraði 38 stig í þriðja leikhluta gegn aðeins 22 stigum heimamanna. Tyrese Maxey skoraði 32 stig fyrir gestina frá Philadelphia, en De'Aaron Fox skoraði 31 fyrir heimamenn. Úrslit næturinnar Boston Celtics 106-104 Toronto Raptors Orlando Magic 118-138 Washington Wizards Charlotte Hornets 122-118 Atlanta Hawks Milwaukee Bucks 102-114 Cleveland Cavaliers Houston Rockets 104-113 Minnesota Timberwolves Indiana Pacers 107-112 Phoenix Suns Philadelphia 76ers 129-127 Sacramento Kings
Boston Celtics 106-104 Toronto Raptors Orlando Magic 118-138 Washington Wizards Charlotte Hornets 122-118 Atlanta Hawks Milwaukee Bucks 102-114 Cleveland Cavaliers Houston Rockets 104-113 Minnesota Timberwolves Indiana Pacers 107-112 Phoenix Suns Philadelphia 76ers 129-127 Sacramento Kings
NBA Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Handbolti „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Íslenski boltinn „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ Handbolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjá meira