Handbolti

Ó­trú­legur sigur ÍBV í Suður­lands­slagnum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir var markahæst í liði ÍBV með níu mörk.
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir var markahæst í liði ÍBV með níu mörk. Hulda Margrét

Segja má að ferð ÍBV á meginlandið hafi verið til fjár en liðið rúllaði yfir Selfyssinga á þeirra heimavelli í Olís deild kvenna í handbolta í dag, lokatölur 19-40.

Leiknum var í raun lokið í hálfleik en Selfoss skoraði aðeins fjögur mörk í fyrri hálfleik gegn 23 hjá gestunum frá Vestmannaeyjum. Sóknarleikur heimaliðsins var skömminni skárri í síðari hálfleik en skaðinn var skeður, lokatölur 19-40.

Roberta Stropé skoraði 7 mörk í liði Selfyssnga og Katla María Magnúsdóttir skoraði 4 mörk. Hjá ÍBV var Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir markahæst með 9 mörk og Sara Dröfn Ríkharðsdóttir skoraði 7 mörk. Þá varði Marta Wawrzykowska 28 skot í markinu og var með 60 prósent hlutfallsmarkvörslu.

ÍBV heldur þar með í topplið Vals á toppi deildarinnar á meðan Selfoss er sem fyrr í næstneðsta sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×