Umfjöllun: Haukar - Valur 61-71 | Þreyta í nýkrýndum bikar­meisturunum

Stefán Snær Ágústsson skrifar
Hildur Björg Kjartansdóttir var stigahæst í liði Vals í kvöld.
Hildur Björg Kjartansdóttir var stigahæst í liði Vals í kvöld. VÍSIR/BÁRA

Valur vann sterkan sigur á nýkringdum bikarmeisturunum Haukum í toppslag 16. umferðar Subway-deildar kvenna í kvöld. Leikurinn var jafn til að byrja með en ferskleiki og baráttugleði skiluðu Valskonum sigrinum á endanum eftir samhellda liðframmistöðu. Fer þá Valur upp að hlið Hauka í töflunni, lokatölur 71-61.

Leikurinn byrjaði hægt en liðin tóku sér nokkuð mikinn tíma í að finna sig á vellinum, Haukakonur sigurþunnar eftir sigur í VÍS bikarnum um helgina og Valskonur ekki vissar hvernig þær ættu að haga sér gegn eina liðinu sem þær áttu enn eftir ósigrað á þessu tímabili. Haukar tóku forskotið snemma í fyrsta leikhluta en þegar honum lauk höfðu liðin skipts á að taka forystuna nokkrum sinnum. Valskonur áttu fleiri færi í fyrsta leikhluta og voru klárlega ferskari eftir tveggja vikna hlé frá keppnisleik. Það dugði þó ekki til að taka yfirhöndina því skotnýting Vals var afleidd í fyrsta leikhluta, aðeins 21% nýting gegn 38% hjá Haukum, en þó var leikurinn í járnum, bæði liðin með 17 stig.

Það mátti búast við fleiri körfum í seinni leikhluta þar sem þær voru af skornum skammti í þeim fyrsta en svo var ekki. Leikhlutinn spilaðist ekki ósvipað og sá fyrsti, þar sem liðin skiptust á að leiða. Spennan náði hámarki þegar engar körfur voru settar í 5 mínútna kalfa í seinni leikhluta. Valur náði þó að auka skotnýtingu sína lítillega og byrjaði Hildur Björg að sýna stjórnunar hæfileika sína. Lítið um körfur í þessum hluta en hart var barist og fóru liðin jöfn inn í hálfleik með lítið á milli sín, Valur þó kominn yfir 27-34.

Þriðji leikhluti hófst með látum en það voru Valskonur sem tóku af skarið snemma og reyndu að ná yfirhöndinni í leiknum. Liðin skiptust þó enn og aftur á að vera með forskotið eftir að Haukar tóku fjögurra körfu hrinu. Þegar leið á leikhlutann voru það Valskonur sem tóku yfirhöndina, leiddar af baráttuseigju Hildar Bjargar og Kiana Johnson. Náðu Valskonur þar með að halda forystunni, staðan eftir þriðja leikhluta, 42-47.

Lokaleikhlutinn snerist því fyrst og fremst um það hvort ferskleiki í liði Valskvenna næði að skila þeim sigri gegn sigurþunnu liði Hauka. Það mátti teljast ólíklegt að lið Hauka væri með nóg eftir á tankinum til að taka yfirhöndina á ný. Haukakonur reyndu þó að klóra í bakkann en héldu áfram að tapa frákastsbaráttunni. Þrátt fyrir slæma skotnýtingu í byrjun náðu Valskonur að bæta sig og enduðu með betri nýtingu en Haukar, eða 33% gegn 30%. Hildur Björg var of sterk á boltanum og þegar 5 mínútur voru eftir var ljóst að Valur var að fara að sigla þessum sigri heim. Valskonur þar með búnar að landa sigri gegn eina liðinu sem þær áttu eftir ósigrað á þessu tímabili og Haukakonur fara heim með sárt ennið og fyrsta tapið í síðustu 8 leikjum.

Af hverju vann Valur?

Valur mætti ferskari til leiks eftir tveggja vikna leikpásu á meðan Haukar virtust þreytulegar eftir bikarmeistarasigur og fagnaðarlátunum sem honum fylgdi. Nýting Hauka byrjaði mun betur en hjá Valskonum en Valur tók svo yfir og endaði með 33% nýtingu gegn 30% frá Haukum. Leikurinn spilaðist á hörkunni og voru það Valskonur sem sigruðu í flestum frákastseinvígum og gerði það gæfumuninn.

Hverjar stóðu upp úr?

Hildur Björg átti sterkan leik sem liðsstjórnandi í liði Vals. Mátti heyra í henni kalla og skipa liðinu fyrir, sannkölluð fyrirliðaframmistaða. Hún var allt í öllu í baráttunni og sýndi styrkleika sína vel, hélt boltanum, át fráköst og var algjör nagli á vellinum með 17 stig og 9 fráköst. Inn á milli hörku Hildar voru það taktar Kiana Johnson sem lýstu upp völlinn. Hún keyrði á vörn Hauka og átti heimaliðið erfitt með að stoppa hana, en hún setti 15 stig, 10 fráköst og 11 stoðsendingar í frábærri frammistöðu.

Hvað gekk illa?

Skotnýting beggja liða var fyrir neðan það sem maður vill sjá í fjörugum leik. Hvorugt liðanna var að hitta úr mikið meira en 30% af skotunum sínum. Þar sem bæði liðin voru slök á þessum mælikvarða hélst ákveðin spenna í leiknum þar sem hvorugt liðið gat sett nógu mörg stig til að byggja upp verulegt forskot.

Hvað gerist næst?

Bæði þessi lið munu blandast í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn í Subway-deild kvenna nú í vor en liðin sitja jöfn í töflunni, með 26 stig. Haukar munu vilja svara fyrir þennan ósigur sem fyrst en næsti leikur þeirra er gegn Blikum næsta sunnudag. Valur mun vilja halda sigurgöngunni áfram eftir 6 sigra í röð en þær mæta Njarðvík í næstu umferð.

„Við vildum þetta helvíti mikið“

Ólafur Jónas Sigurðsson, þjálfari Vals.Vísir/Vilhelm

Ólafur Jónas Sigurðsson, þjálfari kvennaliðs Vals í körfubolta, var alsæll eftir sterkan sigur gegn nýkringdum bikarmeisturum Hauka í Ólafssal í kvöld. 

„[Ég er] ánægður að sýna að við getum unnið lið Hauka, þetta er eina liðið sem við höfum ekki náð að vinna og okkur er búið langa í þennan sigur. Þótt þetta hafi ekki verið fallegt í dag þá tökum við þessum tveimur stigum, alveg klárlega!“ 

Mjótt var á milli liðanna og var hart barist til leikloka, en vildi liðið hans þetta meira en Haukar? 

„Ég veit ekki hvort það sé eitthvað til í því en við vildum þetta helvíti mikið. Þær misstu þarna Evu útaf og það var mikill skellur fyrir þau. Okkar fókus var að halda góðu tempói í 40 mínútur. Ég var að reyna á róteringuna því við erum með marga leikmenn sem geta spilað.“ 

Valskonur fengu tveggja vikna leikjapásu fyrir þennan toppslag á meðan Haukar spiluðu sér til sigurs í bikarnum á laugardaginn. Óli sagðist hafa nýtt frítímann til að æfa varnarskipulag, en sá hann þá vinnu skila árangri? 

„Oft á tíðum já, þá var önnur og þriðja hjálpun alveg klár og við vorum að stela sendingum sem við viljum taka. Vinnan skilaði einhvejru en við verðum að halda áfram að vinna og verða ennþá betri.“

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira