Ólafur Stephensen og birgðastaðan á dilkakjöti hjá KS Hilmar Þór Hilmarsson skrifar 18. janúar 2023 07:01 Ólafur Stephensen framkvæmdastóri Félags atvinnurekenda skráir eftirfarandi á facebook síðu sína 17. janúar 2023. „Á bls. 13 í Morgunblaðinu í dag er sagt frá nýjasta stríðsglæp Rússa í Úkraínu, eldflaugaárás á íbúðablokk, þar sem minnst 40 manns létu lífið. Af 75 særðum eru 14 börn. Á forsíðu blaðsins er rætt við sérlegan fulltrúa hryðjuverkaríkisins, Ágúst Andrésson heiðurskonsúl Rússlands og forstöðumann kjötafurðastöðvar Kaupfélags Skagfirðinga, um birgðastöðuna í dilkakjöti. Honum hefur víst enn ekki dottið í hug að afsala sér heiðursnafnbótinni.“ Færsla Ólafs. Það má vel vera að Ólafi finnist að með þessu sé hann að sýna Úkraínumönnum samúð en mér finnst þetta alveg sérlega ósmekkleg og óviðeigandi færsla. Starf ræðismanns (konsúls) hefur ekkert með stríðsrekstur Rússlands í Úkraínu að gera. Ólafi er hér eins og í fyrri færslum tíðrætt um heiðursnafnbót, en hann veit væntanlega að ræðismenn eru jafnan heiðursræðismenn eða heiðurskonsúll ef þeir þiggja ekki laun fyrir þjónustu sína. Annars eru þeir kallaðir ræðismaður eða konsúll. Hvers vegna beinir Ólafur ekki spjótum sínum að utanríkisráðuneytinu og ríkisstjórninni og hvetur til þess Ísland slíti stjórnmálasambandi við Rússland? Er viðkvæmt mál fyrir Ólaf Stephensen að gagnrýna Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur ráðherra sjálfstæðisflokksins, sem fer með utanríkismál fyrir að vera með stjórnmálasamband við land sem hann kallar hryðjuverkaríki? Við slit stjórnmálasambands yrði starf konsúls/heiðurskonsúls væntanlega sjálfkrafa lagt miður. Er viðeigandi að manni sem gegnir stöðu Framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda að blanda Kaupfélagi Skagfirðinga og starfsmanni þess í ódæðisverk í Úkraínu þar sem fjöldi manns lætur lífið? Telur Ólafur Stephensen kannski að eldflauginni sem lenti á fjölbýlishúsi í Dnipro Úkraínu hafi verið skotið frá Kjötafurðastöð Kaupfélags Skagfirðinga? Hvað kemur þetta svo birgðastöðunni á dilkakjöti hjá KS við? Sjálfur þekki ég Ólaf Stephensen að góðu einu og ég skil samúð hans með Úkraínu en málflutningur hans í þessu máli er óviðeigandi. Höfundur er prófessor hjá Háskólanum á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innrás Rússa í Úkraínu Verslun Rússland Úkraína Hilmar Þór Hilmarsson Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Ólafur Stephensen framkvæmdastóri Félags atvinnurekenda skráir eftirfarandi á facebook síðu sína 17. janúar 2023. „Á bls. 13 í Morgunblaðinu í dag er sagt frá nýjasta stríðsglæp Rússa í Úkraínu, eldflaugaárás á íbúðablokk, þar sem minnst 40 manns létu lífið. Af 75 særðum eru 14 börn. Á forsíðu blaðsins er rætt við sérlegan fulltrúa hryðjuverkaríkisins, Ágúst Andrésson heiðurskonsúl Rússlands og forstöðumann kjötafurðastöðvar Kaupfélags Skagfirðinga, um birgðastöðuna í dilkakjöti. Honum hefur víst enn ekki dottið í hug að afsala sér heiðursnafnbótinni.“ Færsla Ólafs. Það má vel vera að Ólafi finnist að með þessu sé hann að sýna Úkraínumönnum samúð en mér finnst þetta alveg sérlega ósmekkleg og óviðeigandi færsla. Starf ræðismanns (konsúls) hefur ekkert með stríðsrekstur Rússlands í Úkraínu að gera. Ólafi er hér eins og í fyrri færslum tíðrætt um heiðursnafnbót, en hann veit væntanlega að ræðismenn eru jafnan heiðursræðismenn eða heiðurskonsúll ef þeir þiggja ekki laun fyrir þjónustu sína. Annars eru þeir kallaðir ræðismaður eða konsúll. Hvers vegna beinir Ólafur ekki spjótum sínum að utanríkisráðuneytinu og ríkisstjórninni og hvetur til þess Ísland slíti stjórnmálasambandi við Rússland? Er viðkvæmt mál fyrir Ólaf Stephensen að gagnrýna Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur ráðherra sjálfstæðisflokksins, sem fer með utanríkismál fyrir að vera með stjórnmálasamband við land sem hann kallar hryðjuverkaríki? Við slit stjórnmálasambands yrði starf konsúls/heiðurskonsúls væntanlega sjálfkrafa lagt miður. Er viðeigandi að manni sem gegnir stöðu Framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda að blanda Kaupfélagi Skagfirðinga og starfsmanni þess í ódæðisverk í Úkraínu þar sem fjöldi manns lætur lífið? Telur Ólafur Stephensen kannski að eldflauginni sem lenti á fjölbýlishúsi í Dnipro Úkraínu hafi verið skotið frá Kjötafurðastöð Kaupfélags Skagfirðinga? Hvað kemur þetta svo birgðastöðunni á dilkakjöti hjá KS við? Sjálfur þekki ég Ólaf Stephensen að góðu einu og ég skil samúð hans með Úkraínu en málflutningur hans í þessu máli er óviðeigandi. Höfundur er prófessor hjá Háskólanum á Akureyri.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar