Er ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur sama um réttindi barna? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar 17. janúar 2023 12:30 Börn eru viðkvæmur þjóðfélagshópur. Þau reiða sig á vernd og umhyggju af hálfu okkar sem teljumst fullorðið fólk og samfélaginu öllu ber að standa vörð um réttindi og velferð þeirra. Okkur ber enn fremur að tryggja að það sem barni er fyrir bestu skuli ávallt hafa forgang þegar teknar eru ákvarðanir sem varða börn. Þetta er ekki bara mín skoðun. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna, sem hefur verið fullgiltur og lögfestur á Íslandi, segir þetta svart á hvítu. Þingmenn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri hreyfingarinnar, græns framboðs, ætla hins vegar að samþykkja lagafrumvarp sem gengur í berhögg við alþjóðasáttmála og íslensk barnalög – þ.e. útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar, dómsmálaráðherra í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Frumvarp þetta, sem til stendur að gera að landslögum, brýtur beinlínis á réttindum barna. Við skulum skoða hvernig. Áhrif frumvarpsins á réttindi barna Samkvæmt núgildandi lögum gilda sérstakir tímafrestir um málsmeðferð umsókna barna á flótta. Tímafrestirnir tryggja börnum sem hafa dvalið á Íslandi til lengri tíma efnislega meðferð umsóknarinnar og heimila veitingu dvalarleyfis á grundvelli mannúðarsjónarmiða fyrir börn sem hafa dvalið á Íslandi í meira en 15 mánuði. Þannig eru hagsmunir barnanna settir í fyrsta sæti. Ákvæðin voru sett til þess að bregðast við ítrekuðu ákalli almennings um að binda endi á grimmilegar brottvísanir barna sem hafa búið á Íslandi um langa hríð. Börnin hafa þá fest rætur, eignast vini og lært að tala íslensku, allt á meðan beðið er eftir því að stjórnvöld ákveði hvort umsóknin skuli yfir höfuð tekin til meðferðar hér á landi – ferli sem í gegnum tíðina hefur stundum tekið marga mánuði eða jafnvel ár, börnunum til vansa og almenningi á Íslandi til mikillar gremju. Frumvarp ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur myndi gera þessa tímafresti að engu. Stjórnvöldum yrði gert kleift að vísa börnum úr landi eftir að hafa búið hér jafnvel svo árum skiptir. Það eina sem þyrfti til væri að einhver í nærumhverfi barnsins, svo sem foreldri, annar aðstandandi eða jafnvel lögmaður barnsins, væri talinn hafa „tafið málið“ – til dæmis með því að gleyma viðtalstíma á allra fyrstu stigum málsins – þá falla tímafrestirnir niður og árin sem líða veita barninu engan rétt. Umsagnaraðilar frumvarpsins telja réttindi barna fótum troðin Frumvarpið fékk slæma útreið í umsögnum sem bárust allsherjar- og menntamálanefnd frá aðilum sem hafa það meginhlutverk að gæta hagsmuna barna. Í umsögnum Barnaheilla og UNICEF var mikilvægi þess að öll mál sem varða börn skuli meta með hagsmuni barnsins að leiðarljósi margítrekað – að ákvörðun skuli tekin á grundvelli þess sem talið er barninu fyrir bestu að loknu mati. Það er ófrávíkjanlegur réttur barnsins lögum samkvæmt. Í umsögn Barnaheilla segir að í ljósi þess sé með öllu ótækt að frumvarpið búi svo um hnútana að tafir sem rekja megi til athafna annarra geti komið niður á því hvort umsókn barns hljóti efnislega meðferð hér á landi. Að sama skapi lýsti UNICEF því yfir að það stríði gegn bæði Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og íslenskum lögum að börn séu látin líða fyrir athafnir annarra. Þrátt fyrir að þessir aðilar geri alvarlegar aðfinnslur við frumvarpið sáu fulltrúar ríkisstjórnarflokkanna í allsherjar- og menntamálanefnd ekki tilefni til þess að bregðast við þeim og er ekki einu orði á þessar aðfinnslur minnst í nefndaráliti meirihlutans. Til hvers er breytingin gerð? Í greinargerð með frumvarpinu segir berum orðum að „vandamálið“ sem breytingunni sé ætlað að leysa sé einmitt það að börn geti öðlast rétt til efnislegrar málsmeðferðar vegna tafa af völdum foreldra sinna. Þetta er því enginn klaufaskapur eða mistök. Frumvarpinu er raunverulega ætlað að gefa stjórnvöldum leyfi til þess að kasta lögbundnum réttindum barna fyrir róða. Eins og Barnaheill, UNICEF og fleiri benda á er alfarið ótækt að láta athafnir annarra bitna á réttindum barna, hvort sem það eru foreldrar barnsins, aðrir aðstandendur eða jafnvel bara einhver lögmaður úti í bæ. Um þetta skeyta þingmenn meirihlutans engu. En eins og við vitum – þá skiptir máli hver stjórnar. Ekki satt? Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Píratar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Réttindi barna Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Börn eru viðkvæmur þjóðfélagshópur. Þau reiða sig á vernd og umhyggju af hálfu okkar sem teljumst fullorðið fólk og samfélaginu öllu ber að standa vörð um réttindi og velferð þeirra. Okkur ber enn fremur að tryggja að það sem barni er fyrir bestu skuli ávallt hafa forgang þegar teknar eru ákvarðanir sem varða börn. Þetta er ekki bara mín skoðun. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna, sem hefur verið fullgiltur og lögfestur á Íslandi, segir þetta svart á hvítu. Þingmenn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri hreyfingarinnar, græns framboðs, ætla hins vegar að samþykkja lagafrumvarp sem gengur í berhögg við alþjóðasáttmála og íslensk barnalög – þ.e. útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar, dómsmálaráðherra í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Frumvarp þetta, sem til stendur að gera að landslögum, brýtur beinlínis á réttindum barna. Við skulum skoða hvernig. Áhrif frumvarpsins á réttindi barna Samkvæmt núgildandi lögum gilda sérstakir tímafrestir um málsmeðferð umsókna barna á flótta. Tímafrestirnir tryggja börnum sem hafa dvalið á Íslandi til lengri tíma efnislega meðferð umsóknarinnar og heimila veitingu dvalarleyfis á grundvelli mannúðarsjónarmiða fyrir börn sem hafa dvalið á Íslandi í meira en 15 mánuði. Þannig eru hagsmunir barnanna settir í fyrsta sæti. Ákvæðin voru sett til þess að bregðast við ítrekuðu ákalli almennings um að binda endi á grimmilegar brottvísanir barna sem hafa búið á Íslandi um langa hríð. Börnin hafa þá fest rætur, eignast vini og lært að tala íslensku, allt á meðan beðið er eftir því að stjórnvöld ákveði hvort umsóknin skuli yfir höfuð tekin til meðferðar hér á landi – ferli sem í gegnum tíðina hefur stundum tekið marga mánuði eða jafnvel ár, börnunum til vansa og almenningi á Íslandi til mikillar gremju. Frumvarp ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur myndi gera þessa tímafresti að engu. Stjórnvöldum yrði gert kleift að vísa börnum úr landi eftir að hafa búið hér jafnvel svo árum skiptir. Það eina sem þyrfti til væri að einhver í nærumhverfi barnsins, svo sem foreldri, annar aðstandandi eða jafnvel lögmaður barnsins, væri talinn hafa „tafið málið“ – til dæmis með því að gleyma viðtalstíma á allra fyrstu stigum málsins – þá falla tímafrestirnir niður og árin sem líða veita barninu engan rétt. Umsagnaraðilar frumvarpsins telja réttindi barna fótum troðin Frumvarpið fékk slæma útreið í umsögnum sem bárust allsherjar- og menntamálanefnd frá aðilum sem hafa það meginhlutverk að gæta hagsmuna barna. Í umsögnum Barnaheilla og UNICEF var mikilvægi þess að öll mál sem varða börn skuli meta með hagsmuni barnsins að leiðarljósi margítrekað – að ákvörðun skuli tekin á grundvelli þess sem talið er barninu fyrir bestu að loknu mati. Það er ófrávíkjanlegur réttur barnsins lögum samkvæmt. Í umsögn Barnaheilla segir að í ljósi þess sé með öllu ótækt að frumvarpið búi svo um hnútana að tafir sem rekja megi til athafna annarra geti komið niður á því hvort umsókn barns hljóti efnislega meðferð hér á landi. Að sama skapi lýsti UNICEF því yfir að það stríði gegn bæði Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og íslenskum lögum að börn séu látin líða fyrir athafnir annarra. Þrátt fyrir að þessir aðilar geri alvarlegar aðfinnslur við frumvarpið sáu fulltrúar ríkisstjórnarflokkanna í allsherjar- og menntamálanefnd ekki tilefni til þess að bregðast við þeim og er ekki einu orði á þessar aðfinnslur minnst í nefndaráliti meirihlutans. Til hvers er breytingin gerð? Í greinargerð með frumvarpinu segir berum orðum að „vandamálið“ sem breytingunni sé ætlað að leysa sé einmitt það að börn geti öðlast rétt til efnislegrar málsmeðferðar vegna tafa af völdum foreldra sinna. Þetta er því enginn klaufaskapur eða mistök. Frumvarpinu er raunverulega ætlað að gefa stjórnvöldum leyfi til þess að kasta lögbundnum réttindum barna fyrir róða. Eins og Barnaheill, UNICEF og fleiri benda á er alfarið ótækt að láta athafnir annarra bitna á réttindum barna, hvort sem það eru foreldrar barnsins, aðrir aðstandendur eða jafnvel bara einhver lögmaður úti í bæ. Um þetta skeyta þingmenn meirihlutans engu. En eins og við vitum – þá skiptir máli hver stjórnar. Ekki satt? Höfundur er þingmaður Pírata.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun