Subway Körfuboltakvöld um Loga: „Ætlaði ekki að láta minnast þessa leiks sem hans slakasta El Clasico“ Smári Jökull Jónsson skrifar 1. janúar 2023 12:01 Logi Gunnarsson átti frábæran leik gegn Keflavík. Vísir Í Subway Körfuboltakvöldi var farið vel yfir frammistöðu þeirra Loga Gunnarssonar og Elíasar Bjarka Pálssonar í sigri Njarðvíkur gegn Keflavík í Subway-deildinni á fimmtudag. Tuttugu og þremur árum munar á aldri liðsfélaganna. Njarðvík tók á móti Keflavík í Subway-deildinni á fimmtudaginn en þetta gæti verið síðasti deildarleikur þessara erkifjenda í Ljónagryfjunni þar sem Njarðvík stefnir á að flytja sig yfir á nýjan heimavöll á næsta tímabili. Hinn fjörtíu og eins árs gamli Logi Gunnarsson átti frábæran leik. Hann skoraði sjö þriggja stiga körfur en frammistaðan var söguleg því Logi sló met Alexanders Ermolinskij og er nú elsti leikmaður til að skora yfir tuttugu stig í efstu deild. „Hann fær að byrja, hann er ekki búinn að byrja marga leiki í vetur og hann var rúmlega tilbúinn. Ef ég þekki Loga rétt þá er hann örugglega búinn að fara yfir þennan leik í hausnum og hvað hann ætlar að gera. Mögulega síðasti „El Clasico“ þarna á móti Keflavík og hann ætlar ekki að láta minnast leiksins sem hans slakasti „El Clasico“, sagði Hermann Hauksson, sérfræðingur Subway Körfuboltakvölds. Í þættinum var einnig komið inn á frammistöðu hins 18 ára gamla Elísar Bjarka Pálssonar sem sömuleiðis átti góðan leik gegn Keflavík. Elías Bjarki skoraði 13 stig en hann á ekki langt að sækja hæfileikana í körfubolta því faðir hans, Páll Kristinsson, er fyrrum landsliðsmaður og bróðir hans Kristinn Pálsson á einnig A-landsleiki að baki. „Elías Bjarki er búinn að vera á venslasamningi með Hamri í 1.deildinni. Það hefur hjálpað honum helling, þar fær hann hlutverk og það er hundleiðinlegt að spila á móti honum. Það voru skakkaföll í Njarðvíkurliðinu og hann greip bara gæsina,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson stjórnandi Subway Körfuboltakvölds. Eins og áður segir munar tuttugu og þremur árum á liðsfélögunum Loga og Elíasi Bjarka og í þættinum renndi Kjartan Atli yfir ýmsa hluti sem Logi Gunnarsson var búinn að afreka á sínum ferli áður en Elías Bjarki var fæddur. Óhætt er að segja að þar hafi margt forvitnilegt komið fram. Alla umræðuna í þættinum má sjá í klippunni hér fyrir neðan. Klippa: Gamall/Ungur í Njarðvík Subway-deild karla UMF Njarðvík Körfuboltakvöld Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið Sjá meira
Njarðvík tók á móti Keflavík í Subway-deildinni á fimmtudaginn en þetta gæti verið síðasti deildarleikur þessara erkifjenda í Ljónagryfjunni þar sem Njarðvík stefnir á að flytja sig yfir á nýjan heimavöll á næsta tímabili. Hinn fjörtíu og eins árs gamli Logi Gunnarsson átti frábæran leik. Hann skoraði sjö þriggja stiga körfur en frammistaðan var söguleg því Logi sló met Alexanders Ermolinskij og er nú elsti leikmaður til að skora yfir tuttugu stig í efstu deild. „Hann fær að byrja, hann er ekki búinn að byrja marga leiki í vetur og hann var rúmlega tilbúinn. Ef ég þekki Loga rétt þá er hann örugglega búinn að fara yfir þennan leik í hausnum og hvað hann ætlar að gera. Mögulega síðasti „El Clasico“ þarna á móti Keflavík og hann ætlar ekki að láta minnast leiksins sem hans slakasti „El Clasico“, sagði Hermann Hauksson, sérfræðingur Subway Körfuboltakvölds. Í þættinum var einnig komið inn á frammistöðu hins 18 ára gamla Elísar Bjarka Pálssonar sem sömuleiðis átti góðan leik gegn Keflavík. Elías Bjarki skoraði 13 stig en hann á ekki langt að sækja hæfileikana í körfubolta því faðir hans, Páll Kristinsson, er fyrrum landsliðsmaður og bróðir hans Kristinn Pálsson á einnig A-landsleiki að baki. „Elías Bjarki er búinn að vera á venslasamningi með Hamri í 1.deildinni. Það hefur hjálpað honum helling, þar fær hann hlutverk og það er hundleiðinlegt að spila á móti honum. Það voru skakkaföll í Njarðvíkurliðinu og hann greip bara gæsina,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson stjórnandi Subway Körfuboltakvölds. Eins og áður segir munar tuttugu og þremur árum á liðsfélögunum Loga og Elíasi Bjarka og í þættinum renndi Kjartan Atli yfir ýmsa hluti sem Logi Gunnarsson var búinn að afreka á sínum ferli áður en Elías Bjarki var fæddur. Óhætt er að segja að þar hafi margt forvitnilegt komið fram. Alla umræðuna í þættinum má sjá í klippunni hér fyrir neðan. Klippa: Gamall/Ungur í Njarðvík
Subway-deild karla UMF Njarðvík Körfuboltakvöld Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið Sjá meira