Subway Körfuboltakvöld um Loga: „Ætlaði ekki að láta minnast þessa leiks sem hans slakasta El Clasico“ Smári Jökull Jónsson skrifar 1. janúar 2023 12:01 Logi Gunnarsson átti frábæran leik gegn Keflavík. Vísir Í Subway Körfuboltakvöldi var farið vel yfir frammistöðu þeirra Loga Gunnarssonar og Elíasar Bjarka Pálssonar í sigri Njarðvíkur gegn Keflavík í Subway-deildinni á fimmtudag. Tuttugu og þremur árum munar á aldri liðsfélaganna. Njarðvík tók á móti Keflavík í Subway-deildinni á fimmtudaginn en þetta gæti verið síðasti deildarleikur þessara erkifjenda í Ljónagryfjunni þar sem Njarðvík stefnir á að flytja sig yfir á nýjan heimavöll á næsta tímabili. Hinn fjörtíu og eins árs gamli Logi Gunnarsson átti frábæran leik. Hann skoraði sjö þriggja stiga körfur en frammistaðan var söguleg því Logi sló met Alexanders Ermolinskij og er nú elsti leikmaður til að skora yfir tuttugu stig í efstu deild. „Hann fær að byrja, hann er ekki búinn að byrja marga leiki í vetur og hann var rúmlega tilbúinn. Ef ég þekki Loga rétt þá er hann örugglega búinn að fara yfir þennan leik í hausnum og hvað hann ætlar að gera. Mögulega síðasti „El Clasico“ þarna á móti Keflavík og hann ætlar ekki að láta minnast leiksins sem hans slakasti „El Clasico“, sagði Hermann Hauksson, sérfræðingur Subway Körfuboltakvölds. Í þættinum var einnig komið inn á frammistöðu hins 18 ára gamla Elísar Bjarka Pálssonar sem sömuleiðis átti góðan leik gegn Keflavík. Elías Bjarki skoraði 13 stig en hann á ekki langt að sækja hæfileikana í körfubolta því faðir hans, Páll Kristinsson, er fyrrum landsliðsmaður og bróðir hans Kristinn Pálsson á einnig A-landsleiki að baki. „Elías Bjarki er búinn að vera á venslasamningi með Hamri í 1.deildinni. Það hefur hjálpað honum helling, þar fær hann hlutverk og það er hundleiðinlegt að spila á móti honum. Það voru skakkaföll í Njarðvíkurliðinu og hann greip bara gæsina,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson stjórnandi Subway Körfuboltakvölds. Eins og áður segir munar tuttugu og þremur árum á liðsfélögunum Loga og Elíasi Bjarka og í þættinum renndi Kjartan Atli yfir ýmsa hluti sem Logi Gunnarsson var búinn að afreka á sínum ferli áður en Elías Bjarki var fæddur. Óhætt er að segja að þar hafi margt forvitnilegt komið fram. Alla umræðuna í þættinum má sjá í klippunni hér fyrir neðan. Klippa: Gamall/Ungur í Njarðvík Subway-deild karla UMF Njarðvík Körfuboltakvöld Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Körfubolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Sjá meira
Njarðvík tók á móti Keflavík í Subway-deildinni á fimmtudaginn en þetta gæti verið síðasti deildarleikur þessara erkifjenda í Ljónagryfjunni þar sem Njarðvík stefnir á að flytja sig yfir á nýjan heimavöll á næsta tímabili. Hinn fjörtíu og eins árs gamli Logi Gunnarsson átti frábæran leik. Hann skoraði sjö þriggja stiga körfur en frammistaðan var söguleg því Logi sló met Alexanders Ermolinskij og er nú elsti leikmaður til að skora yfir tuttugu stig í efstu deild. „Hann fær að byrja, hann er ekki búinn að byrja marga leiki í vetur og hann var rúmlega tilbúinn. Ef ég þekki Loga rétt þá er hann örugglega búinn að fara yfir þennan leik í hausnum og hvað hann ætlar að gera. Mögulega síðasti „El Clasico“ þarna á móti Keflavík og hann ætlar ekki að láta minnast leiksins sem hans slakasti „El Clasico“, sagði Hermann Hauksson, sérfræðingur Subway Körfuboltakvölds. Í þættinum var einnig komið inn á frammistöðu hins 18 ára gamla Elísar Bjarka Pálssonar sem sömuleiðis átti góðan leik gegn Keflavík. Elías Bjarki skoraði 13 stig en hann á ekki langt að sækja hæfileikana í körfubolta því faðir hans, Páll Kristinsson, er fyrrum landsliðsmaður og bróðir hans Kristinn Pálsson á einnig A-landsleiki að baki. „Elías Bjarki er búinn að vera á venslasamningi með Hamri í 1.deildinni. Það hefur hjálpað honum helling, þar fær hann hlutverk og það er hundleiðinlegt að spila á móti honum. Það voru skakkaföll í Njarðvíkurliðinu og hann greip bara gæsina,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson stjórnandi Subway Körfuboltakvölds. Eins og áður segir munar tuttugu og þremur árum á liðsfélögunum Loga og Elíasi Bjarka og í þættinum renndi Kjartan Atli yfir ýmsa hluti sem Logi Gunnarsson var búinn að afreka á sínum ferli áður en Elías Bjarki var fæddur. Óhætt er að segja að þar hafi margt forvitnilegt komið fram. Alla umræðuna í þættinum má sjá í klippunni hér fyrir neðan. Klippa: Gamall/Ungur í Njarðvík
Subway-deild karla UMF Njarðvík Körfuboltakvöld Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Körfubolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum