Leikurinn var í járnum og eftir fjóra leikhluta var staðan jöfn 73-73 og framlengja þurfti leikinn. Virtus Bologna sem er í efsta sæti ítölsku deildarinnar sýndi klærnar í framlengingu og toppliðið vann á endanum fimm stiga útisigur 82-87.
Peccato, abbiamo lottatto anche nel supplementare, ci siamo andati vicini, spinti da una meravigliosa cornice di pubblico 🤩 ma non è bastato
— VL Pesaro Basket (@VLPesaro) December 26, 2022
Kravic e Mars 20, Chara 13 ⚪🔴#PesaroBologna #phCiamilloCastoria #ioVL #ilBasketNonSiFerma pic.twitter.com/AlZpgXIDFo
Jón Axel Guðmundsson spilaði fjórtán mínútur í leiknum. Jón Axel tók fjögur fráköst, gaf eina stoðsendingu og stal einum bolta.
Pesaro er í fimmta sæti deildarinnar með 14 stig eftir tólf leiki. Næsti leikur Jón Axels er gegn Reggiana næsta föstudag.