Handbolti

Ís­lendinglið Ribe-Esb­jerg á­fram en Ála­borg úr leik

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Aron og liðsfélagar hans í Álaborg eru úr leik í danska bikarnum.
Aron og liðsfélagar hans í Álaborg eru úr leik í danska bikarnum. Frank Molter/Getty Images

Ribe-Esbjerg er komið í undanúrslit dönsku bikarkeppninnar í handbolta á meðan Aron Pálmarsson og félagar í Álaborg eru úr leik.

Íslendingarnir í Ribe-Esbjerg komu ekki mikið við sögu þegar liðið vann Skanderborg með minnsta mun í dag. Heimamenn voru töluvert sterkari framan af og leiddu með fimm mörkum í hálfleik, staðan þá 18-13.

Gestirnir í Skandeborg reyndust sterkari í síðari hálfleik en á endanum hafði Ribe-Esbjerg sigur, lokatölur 29-28. Ágúst Elí Björgvinsson varði tvö skot í marki heimaliðsins en hvorki Elvar Ásgeirsson né Arnar Birkir Hálfdánsson komust á blað.

Stórleikur 8-liða úrslitanna var leikur ríkjandi Danmerkurmeistara í GOG og stórliðs Álaborgar. Eftir hnífjafnan fyrri hálfleik, sem endaði 18-18, voru það heimamenn í GOG sem reyndust sterkari. Þeir stungu svo gott sem af í síðari hálfleik þó Álaborg hafi klórað í bakkann undir lokin.

Fór það svo að GOG vann tveggja marka sigur og er komið í undanúrslit, lokatölur 41-39. Aron Pálmarsson skoraði fjögur mörg í liði Álaborgar og gaf fjórar stoðsendingar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×