„Það á bara að splundra þessu“ Valur Páll Eiríksson skrifar 21. desember 2022 15:01 Það þarf mikla tiltekt hjá Chicago Bulls samkvæmt Tómasi Steindórssyni og öðrum sérfræðingum Lögmáls leiksins. Vísir/Samsett Farið var yfir stóru málin í NBA-deildinni í Lögmáli leiksins í gær. Mikil umræða skapaðist um lið Chicago Bulls. Í liðnum Nei eða já var því velt upp hvort Bulls-liðið ætti að draga saman seglin í rekstri sínum, losa leikmenn á háum launum og hefja uppbyggingarfasa. Enda hefur liðið að litlu að keppa í ár. „Já. Peningarnir þeirra eru svo illa nýttir, stóru samningarnir: Zach LaVine, [Nikola] Vucevic þeir eru á alltof háum launum miðað við gæði,“ segir Bulls-stuðningsmaðurinn Tómas Steindórsson. „Það á bara að splundra þessu og taka pickin,“ segir hann enn fremur. Auka líkur á valrétti sem annars er tapaður Þáttaastjórnandinn Kjartan Atli Kjartansson hefur einnig sterkar skoðanir á málinu. „Ekki bara ættu Bulls að bara að draga saman seglin, annað er eiginlega fáránlegt. Því að núna er liðið með sjöunda versta recordið í NBA, eitthvað svoleiðis,“ segir Kjartan sem útskýrir afstöðu sína út frá stöðu liðsins. Bulls og Orlando Magic gerðu með sér leikmannaskipti. Vucevic fór til Bulls, Wendell Carter Jr. til Magic og tveir valréttir. Þessir valréttur í ár sem fór til Orlando Magic er það sem er kallað top four protected,“ segir Kjartan. Klippa: Lögmál leiksins: Á Bulls að hreinsa út? Þetta þýðir að ef Bulls fær einn af fjóru fyrstu valréttunum í nýliðavalinu næsta vor þá heldur félagið þeim rétti, á kostnað Magic. Orlando-liðið heldur honum ef hann er fimmti eða neðar. Kjartan útskýrir enn fremur að því neðar sem Bulls endar í deildinni, þeim mun líklegri eru þeir til að vera á meðal þeirra fyrstu í valinu. Þeir hagnist því raunverulega á því að enda eins neðarlega og hægt er, til að auka líkur á því að fá góðan valrétt, sem annars nýtist Orlando Magic. „Það meikar ekkert annað sens. Því það er ekkert að fara að gerast í ár, það er ekkert að fara að gerast á næsta ári. Eina leiðin út úr þessum öldudal er að hreinsa út,“ Þeir eru í fínni stöðu til að tanka,“ segir Hörður Unnsteinsson. Þeir félagar veltu svo vöngum um það hvaða leikmenn ættu að yfirgefa liðið og hverjum ætti að halda í þessu samhengi. Fleiri þættir voru svo til umræðu í Nei eða já, sem eru eftirfarandi: Bulls ætti að draga saman seglin. Dallas ætti að reka Jason Kidd Jokic getur unnið MVP þriðja árið í röð Cavs ná Boston í deildarkeppninni Umræðu um þess fjóra punkta, þar á meðal veigamikla umræðu um Bulls-liðið, má sjá í spilaranum að ofan. Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift. NBA Lögmál leiksins Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Körfubolti Fleiri fréttir Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Sjá meira
Í liðnum Nei eða já var því velt upp hvort Bulls-liðið ætti að draga saman seglin í rekstri sínum, losa leikmenn á háum launum og hefja uppbyggingarfasa. Enda hefur liðið að litlu að keppa í ár. „Já. Peningarnir þeirra eru svo illa nýttir, stóru samningarnir: Zach LaVine, [Nikola] Vucevic þeir eru á alltof háum launum miðað við gæði,“ segir Bulls-stuðningsmaðurinn Tómas Steindórsson. „Það á bara að splundra þessu og taka pickin,“ segir hann enn fremur. Auka líkur á valrétti sem annars er tapaður Þáttaastjórnandinn Kjartan Atli Kjartansson hefur einnig sterkar skoðanir á málinu. „Ekki bara ættu Bulls að bara að draga saman seglin, annað er eiginlega fáránlegt. Því að núna er liðið með sjöunda versta recordið í NBA, eitthvað svoleiðis,“ segir Kjartan sem útskýrir afstöðu sína út frá stöðu liðsins. Bulls og Orlando Magic gerðu með sér leikmannaskipti. Vucevic fór til Bulls, Wendell Carter Jr. til Magic og tveir valréttir. Þessir valréttur í ár sem fór til Orlando Magic er það sem er kallað top four protected,“ segir Kjartan. Klippa: Lögmál leiksins: Á Bulls að hreinsa út? Þetta þýðir að ef Bulls fær einn af fjóru fyrstu valréttunum í nýliðavalinu næsta vor þá heldur félagið þeim rétti, á kostnað Magic. Orlando-liðið heldur honum ef hann er fimmti eða neðar. Kjartan útskýrir enn fremur að því neðar sem Bulls endar í deildinni, þeim mun líklegri eru þeir til að vera á meðal þeirra fyrstu í valinu. Þeir hagnist því raunverulega á því að enda eins neðarlega og hægt er, til að auka líkur á því að fá góðan valrétt, sem annars nýtist Orlando Magic. „Það meikar ekkert annað sens. Því það er ekkert að fara að gerast í ár, það er ekkert að fara að gerast á næsta ári. Eina leiðin út úr þessum öldudal er að hreinsa út,“ Þeir eru í fínni stöðu til að tanka,“ segir Hörður Unnsteinsson. Þeir félagar veltu svo vöngum um það hvaða leikmenn ættu að yfirgefa liðið og hverjum ætti að halda í þessu samhengi. Fleiri þættir voru svo til umræðu í Nei eða já, sem eru eftirfarandi: Bulls ætti að draga saman seglin. Dallas ætti að reka Jason Kidd Jokic getur unnið MVP þriðja árið í röð Cavs ná Boston í deildarkeppninni Umræðu um þess fjóra punkta, þar á meðal veigamikla umræðu um Bulls-liðið, má sjá í spilaranum að ofan. Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
NBA Lögmál leiksins Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Körfubolti Fleiri fréttir Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Sjá meira