Saman getum við spornað gegn félagslegri einangrun með náungakærleik og góðvild Karen Björg Jóhannsdóttir skrifar 17. desember 2022 08:00 Vinaverkefni Rauða krossins er eitt af elstu verkefnunum hjá hreyfingunni hér á landi, en þetta verkefni hefur verið starfrækt í rúm 20 ár. Félagsleg einangrun er alvarlegt samfélagsmein og eitt af meginverkefnum vinaverkefnanna er að sporna gegn henni með því að veita félagsskap, nærveru og samveru, en góð félagsleg tengsl eru forsenda fyrir góðri heilsu og vellíðan einstaklinga. Einmanaleiki er sú tilfinning sem við finnum fyrir þegar við upplifum skort á félagslegum tengslum. Félagsleg samskipti hafa mikil áhrif á heilsu, líðan og jafnvel lífslíkur einstaklinga. Þess vegna er alltaf ástæða til að ítreka mikilvægi þess að efla tengsl í samfélaginu og leggja enn frekari áherslu á mikilvægi þess að vinna gegn félagslegri einangrun. Það þarf einnig að skapa aðstæður þar sem unnið er sérstaklega með viðkvæma hópa samfélagsins, sem eru í meiri hættu en aðrir á að einangrast. Einmanaleiki getur leitt til þess að fólk dragi sig smátt og smátt í hlé og missi tengsl sín við samfélagið í kringum sig. Sumir einstaklingar eiga auðvelt með að brjótast út úr sinni félagslegu einangrun upp á eigin spýtur, en hinsvegar hafa ekki allir tök á því og þar af leiðandi er mikilvægt að meðvitund sé um þau úrræði sem í boði eru með tilliti til þess hver þörfin er hjá viðkomandi. Það er mjög einstaklingsbundið hvað hentar hverjum og einum til þess að auka félagslega virkni og þar með draga úr einmanaleika. Af þeirri ástæðu eru útfærslur vinaverkefna Rauða krossins af ýmsu tagi, en inntakið í verkefnunum er það að vinir verkefnanna eru sjálfboðaliðar sem heimsækja fólk á heimili þess, á stofnanir, sambýli og dvalar- eða hjúkrunarheimili. Misjafnt er hvað felst í heimsókn en það getur verið allt frá spjalli, gönguferð eða ökuferð yfir í upplestur, aðstoð við handavinnu o.s.frv. Vinaverkefni Rauða krossins eru tilvalin leið til valdeflingar fyrir þá einstaklinga sem upplifa félagslega einangrun. Valdeflingu er fyrst og fremst ætlað að bæta innri líðan þeirra sem þurfa á hverskyns aðstoð að halda svo að einstaklingar upplifi að þeir hafi vald yfir þeirra eigin lífi. Lykilorð valdeflingar eru t.d. persónulegur stuðningur, jafnræði og virðing. Tíminn sem er að ganga í garð getur verið erfiður tími fyrir marga og því er mikilvægt að við tökum eftir fólkinu í kringum okkur og stöldrum við. Manneskjan hefur þörf fyrir félagslega þátttöku og virkni. Því er mikilvægt að vera í heilbrigðu samneyti við aðra, sem vekur góðar og jákvæðar tilfinningar, ásamt því að vera sjálfur gefandi í samfélaginu. Samstaða og samfélag með öðru fólki gefur lífsfyllingu og við getum verið sammála um að við viljum búa í samfélagi þar sem velvilji og náungakærleikur ríkir. Vantar þig félagsskap? Viltu veita félagsskap og taka þátt í verkefnum hjá Rauða krossinum? Lumar þú á góðri hugmynd um hvernig við getum dregið úr félagslegri einangrun? Þá getur þú haft samband í síma 570-4000 eða sent okkur póst á : vinaverkefni@redcross.is Við minnum líka á Hjálparsímann 1717 og netspjallið 1717.is. Þar er alltaf opið, líka yfir hátíðirnar. Einnig minnum við á Píeta samtökin, en þau vinna að því að efla þekkingu og skilning á sálrænum sársauka og sjálfsvígum. Svarað er í síma allan sólarhringinn, sjö daga vikunnar. Þeir sem vilja styrkja starf Rauða krossins geta líka gert það með því að gerast Mannvinir á heimasíðu félagsins, www.raudikrossinn.is. Höfundur er verkefnastjóri Vinaverkefna Rauða krossins á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Félagasamtök Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Vinaverkefni Rauða krossins er eitt af elstu verkefnunum hjá hreyfingunni hér á landi, en þetta verkefni hefur verið starfrækt í rúm 20 ár. Félagsleg einangrun er alvarlegt samfélagsmein og eitt af meginverkefnum vinaverkefnanna er að sporna gegn henni með því að veita félagsskap, nærveru og samveru, en góð félagsleg tengsl eru forsenda fyrir góðri heilsu og vellíðan einstaklinga. Einmanaleiki er sú tilfinning sem við finnum fyrir þegar við upplifum skort á félagslegum tengslum. Félagsleg samskipti hafa mikil áhrif á heilsu, líðan og jafnvel lífslíkur einstaklinga. Þess vegna er alltaf ástæða til að ítreka mikilvægi þess að efla tengsl í samfélaginu og leggja enn frekari áherslu á mikilvægi þess að vinna gegn félagslegri einangrun. Það þarf einnig að skapa aðstæður þar sem unnið er sérstaklega með viðkvæma hópa samfélagsins, sem eru í meiri hættu en aðrir á að einangrast. Einmanaleiki getur leitt til þess að fólk dragi sig smátt og smátt í hlé og missi tengsl sín við samfélagið í kringum sig. Sumir einstaklingar eiga auðvelt með að brjótast út úr sinni félagslegu einangrun upp á eigin spýtur, en hinsvegar hafa ekki allir tök á því og þar af leiðandi er mikilvægt að meðvitund sé um þau úrræði sem í boði eru með tilliti til þess hver þörfin er hjá viðkomandi. Það er mjög einstaklingsbundið hvað hentar hverjum og einum til þess að auka félagslega virkni og þar með draga úr einmanaleika. Af þeirri ástæðu eru útfærslur vinaverkefna Rauða krossins af ýmsu tagi, en inntakið í verkefnunum er það að vinir verkefnanna eru sjálfboðaliðar sem heimsækja fólk á heimili þess, á stofnanir, sambýli og dvalar- eða hjúkrunarheimili. Misjafnt er hvað felst í heimsókn en það getur verið allt frá spjalli, gönguferð eða ökuferð yfir í upplestur, aðstoð við handavinnu o.s.frv. Vinaverkefni Rauða krossins eru tilvalin leið til valdeflingar fyrir þá einstaklinga sem upplifa félagslega einangrun. Valdeflingu er fyrst og fremst ætlað að bæta innri líðan þeirra sem þurfa á hverskyns aðstoð að halda svo að einstaklingar upplifi að þeir hafi vald yfir þeirra eigin lífi. Lykilorð valdeflingar eru t.d. persónulegur stuðningur, jafnræði og virðing. Tíminn sem er að ganga í garð getur verið erfiður tími fyrir marga og því er mikilvægt að við tökum eftir fólkinu í kringum okkur og stöldrum við. Manneskjan hefur þörf fyrir félagslega þátttöku og virkni. Því er mikilvægt að vera í heilbrigðu samneyti við aðra, sem vekur góðar og jákvæðar tilfinningar, ásamt því að vera sjálfur gefandi í samfélaginu. Samstaða og samfélag með öðru fólki gefur lífsfyllingu og við getum verið sammála um að við viljum búa í samfélagi þar sem velvilji og náungakærleikur ríkir. Vantar þig félagsskap? Viltu veita félagsskap og taka þátt í verkefnum hjá Rauða krossinum? Lumar þú á góðri hugmynd um hvernig við getum dregið úr félagslegri einangrun? Þá getur þú haft samband í síma 570-4000 eða sent okkur póst á : vinaverkefni@redcross.is Við minnum líka á Hjálparsímann 1717 og netspjallið 1717.is. Þar er alltaf opið, líka yfir hátíðirnar. Einnig minnum við á Píeta samtökin, en þau vinna að því að efla þekkingu og skilning á sálrænum sársauka og sjálfsvígum. Svarað er í síma allan sólarhringinn, sjö daga vikunnar. Þeir sem vilja styrkja starf Rauða krossins geta líka gert það með því að gerast Mannvinir á heimasíðu félagsins, www.raudikrossinn.is. Höfundur er verkefnastjóri Vinaverkefna Rauða krossins á Íslandi.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun