Handbolti

Bene­dikt Gunnar ó­brotinn

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Benedikt Gunnar Óskarsson er óbrotinn en gæti verið sködduð liðbönd. Það kemur í ljós á morgun.
Benedikt Gunnar Óskarsson er óbrotinn en gæti verið sködduð liðbönd. Það kemur í ljós á morgun. vísir/Diego

Benedikt Gunnar Óskarsson meiddist í blálokin á leik Vals og Ystad í Evrópudeildinni í handbolta í gærkvöldi, þriðjudag. Óttast var að leikmaðurinn gæti verið ristarbrotinn en svo er ekki.

Staðfesti Benedikt Gunnar þetta sjálfur í viðtali við íþróttadeild Morgunblaðsins fyrr í kvöld. Hann mun fara í frekari myndatökur á morgun, fimmtudag, þar sem athugað verður með liðbandsmeiðsli.

Íslandsmeistarar Vals voru án lykilmanna þegar þeir mættu Ystad og urðu á endanum að lúta í gras eftir góða frammistöðu. 

Arnór Snær, bróðir Benedikts Gunnars, stal senunni í gærkvöld en hinn tvítugi Benedikt hefur staðið sig með prýði í Evrópu. Skoraði hann meðal annars níu mörk gegn Flensburg og átta mörk gegn Ferencváros.


Tengdar fréttir

Kim Andersson agndofa yfir frammistöðu Arnórs Snæs

Flestir sem horfðu á leik Vals og Ystad í Evrópudeildinni í handbolta í gær héldu ekki vatni yfir frammistöðu Arnórs Snæ Óskarssonar. Meðal þeirra var goðsögnin Kim Andersson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×