Handbolti

Gunnar Mal­mquist og Sigurður slíðra sverðin

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Allt er gott sem endar vel.
Allt er gott sem endar vel. Stjarnan

Fyrr í dag var greint frá því að Sigurður Bjarnason, fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta, stjakaði við Gunnari Malmquist Þórssyni, leikmanni Aftureldingar, eftir leikinn gegn Stjörnunni í Olís-deild karla í gær, sunnudag.

Þannig er mál með vexti að Afturelding vann þriggja marka sigur á Stjörnunni í Garðabæ, lokatölur 26-29. Að leik loknum stýrði Gunnar Malmquist fagnaðarlátum Aftureldingar eins og svo oft áður.  Hann hefur það til siðs að slá taktinn í auglýsingaskilti en þegar hann ætlaði að gera það í TM-höll þeirra Stjörnumanna í gær var hann stöðvaður af Sigurði.

„Ég ber að­eins í LED skilti í eigu Stjörnunnar sem er fyrir aftan mig og sparka ör­lítið í það og þá fæ ég Sigurð Bjarna­son á mig og hann tekur á­gæt­lega á kallinum. Sigurður hefur sjálfur farið í gegnum nokkra hand­bolta­leiki og væntan­lega tapað nokkrum þannig ég efast um að hann hafi reiðst út í fagnaðar­sönginn okkar. Ég vona alla­vegana ekki, þá hefur hann ekki lært mikið“ sagði Gunnar í samtali við Fréttablaðið fyrr í dag. Gunnar benti þó á að venjulega séu auglýsingaskiltin sem hann lemur í annars konar en í Garðabænum.

Eftir að málið rataði í fjölmiðla birti Stjarnan myndina sem fylgir hér með fréttinni þar sem sjá má þá Sigurð og Gunnar takast í hendur. Undir myndinni stóð svo „ekkert vesen“ og þar með má reikna með að málið sé úr sögunni.


Tengdar fréttir

Rauk í Gunnar þegar hann sló í auglýsingaskilti

Sigurður Bjarnason, fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta, stjakaði við Gunnari Malmquist Þórssyni, leikmanni Aftureldingar, eftir leikinn gegn Stjörnunni í Olís-deild karla í gær.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.