Segir að Erlingur vilji ekki taka þátt í þessum skrípaleik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. desember 2022 11:00 Erlingur Richardsson og Eyjastrákarnir hans eru í 4. sæti Olís-deildar karla. vísir/hulda margrét Arnar Daði Arnarsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar og þáttastjórnandi Handkastsins, furðar sig á því að Erlingur Richardsson, þjálfari karlaliðs ÍBV í handbolta, mæti ekki í viðtöl eftir leiki. Hann segir að þar sé hann að tala við stuðningsfólk ÍBV. Erlingur sá sér ekki fært að mæta í viðtöl eftir tap ÍBV fyrir Val, 33-38, í Olís-deildinni á laugardaginn, eitthvað sem Arnar Daði var ekki sáttur við. Sú ákvörðun Erlings að skrópa í viðtöl var til umræðu í Handkastinu í gær. „Ég held að það sé nokkuð ljóst að hann sé að senda skilaboð til væntanlega Seinni bylgjunnar,“ sagði Guðmundur Rúnar Guðmundsson handboltaþjálfari sem var gestur Arnars Daða ásamt Ingvari Erni Ákasyni, lýsara á Stöð 2 Sport. „Frá mínu sjónarhorni virkar það eins og hann sé að senda skilaboð, að hann sé virkilega ósáttur með þetta.“ Arnar Daði segir að í viðtölum séu þjálfarar að tala við stuðningsfólk liðsins sem þeir eru að þjálfa. „Ef ég væri fimmtugur stuðningsmaður ÍBV myndi ég vilja að þjálfari liðsins sem ég er mögulega að styrkja um 10.000-20.000 krónur á mánuði svari fyrir það af hverju liðið tapar með tíu marka mun fyrir Haukum, tapi nokkuð sannfærandi fyrir B-liði Vals á heimavelli, svari fyrir það af hverju Björn Viðar (Björnsson) er hættur,“ sagði Arnar Daði. Hann segir að þegar falast var eftir viðtali við Erling hafi hann sagt að Seinni bylgjan væri skrípaþáttur. „Svo hlustendur átti sig á því átta ég mig alveg á því að Erlingur hefur sent aðstoðarþjálfara sinn í viðtöl. En eftir þennan leik vildi Seinni bylgjan og Stöð 2 fá Erling í viðtal,“ sagði Arnar Daði. „Svava Kristín (Grétarsdóttir) var í Eyjum og bað Erling um að koma í viðtalið og þá sagði þessa setningu sem ég setti á Twitter í gær, að Seinni bylgjan væri skrípaþáttur og vildi ekki taka þátt í þessum skrípaleik. Um það snýst þetta. Við þurfum ekki alltaf að heyra sömu raddirnar aftur og aftur en þegar við erum að reyna að fjalla um eitthvað ákveðið málefni og viljum fá ákveðin svör verður það að koma frá manninum sem ber ábyrgð á hlutunum.“ Hlusta má á Handkastið í spilaranum hér fyrir ofan. Olís-deild karla ÍBV Handkastið Tengdar fréttir Umfjöllun: ÍBV - Valur 33-38 | Valur sótti tvö stig til Eyja Íslandsmeistarar Vals unnu góðan sigur á ÍBV í Vestmannaeyjum í dag þegar liðin mættust í Olís-deild karla. Lokatölur í leiknum urðu 33-38 Valsmönnum í vil. 3. desember 2022 15:24 Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Sjá meira
Erlingur sá sér ekki fært að mæta í viðtöl eftir tap ÍBV fyrir Val, 33-38, í Olís-deildinni á laugardaginn, eitthvað sem Arnar Daði var ekki sáttur við. Sú ákvörðun Erlings að skrópa í viðtöl var til umræðu í Handkastinu í gær. „Ég held að það sé nokkuð ljóst að hann sé að senda skilaboð til væntanlega Seinni bylgjunnar,“ sagði Guðmundur Rúnar Guðmundsson handboltaþjálfari sem var gestur Arnars Daða ásamt Ingvari Erni Ákasyni, lýsara á Stöð 2 Sport. „Frá mínu sjónarhorni virkar það eins og hann sé að senda skilaboð, að hann sé virkilega ósáttur með þetta.“ Arnar Daði segir að í viðtölum séu þjálfarar að tala við stuðningsfólk liðsins sem þeir eru að þjálfa. „Ef ég væri fimmtugur stuðningsmaður ÍBV myndi ég vilja að þjálfari liðsins sem ég er mögulega að styrkja um 10.000-20.000 krónur á mánuði svari fyrir það af hverju liðið tapar með tíu marka mun fyrir Haukum, tapi nokkuð sannfærandi fyrir B-liði Vals á heimavelli, svari fyrir það af hverju Björn Viðar (Björnsson) er hættur,“ sagði Arnar Daði. Hann segir að þegar falast var eftir viðtali við Erling hafi hann sagt að Seinni bylgjan væri skrípaþáttur. „Svo hlustendur átti sig á því átta ég mig alveg á því að Erlingur hefur sent aðstoðarþjálfara sinn í viðtöl. En eftir þennan leik vildi Seinni bylgjan og Stöð 2 fá Erling í viðtal,“ sagði Arnar Daði. „Svava Kristín (Grétarsdóttir) var í Eyjum og bað Erling um að koma í viðtalið og þá sagði þessa setningu sem ég setti á Twitter í gær, að Seinni bylgjan væri skrípaþáttur og vildi ekki taka þátt í þessum skrípaleik. Um það snýst þetta. Við þurfum ekki alltaf að heyra sömu raddirnar aftur og aftur en þegar við erum að reyna að fjalla um eitthvað ákveðið málefni og viljum fá ákveðin svör verður það að koma frá manninum sem ber ábyrgð á hlutunum.“ Hlusta má á Handkastið í spilaranum hér fyrir ofan.
Olís-deild karla ÍBV Handkastið Tengdar fréttir Umfjöllun: ÍBV - Valur 33-38 | Valur sótti tvö stig til Eyja Íslandsmeistarar Vals unnu góðan sigur á ÍBV í Vestmannaeyjum í dag þegar liðin mættust í Olís-deild karla. Lokatölur í leiknum urðu 33-38 Valsmönnum í vil. 3. desember 2022 15:24 Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Sjá meira
Umfjöllun: ÍBV - Valur 33-38 | Valur sótti tvö stig til Eyja Íslandsmeistarar Vals unnu góðan sigur á ÍBV í Vestmannaeyjum í dag þegar liðin mættust í Olís-deild karla. Lokatölur í leiknum urðu 33-38 Valsmönnum í vil. 3. desember 2022 15:24