Handbolti

Gagnrýnir Erling fyrir að mæta ekki í viðtöl

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Erlingur Richardsson er þjálfari ÍBV.
Erlingur Richardsson er þjálfari ÍBV. vísir/diego

Arnar Daði Arnarsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, gagnrýndi Erling Richardsson, þjálfara ÍBV, harðlega fyrir að mæta ekki í viðtöl eftir tap liðsins fyrir Val í dag.

Þrátt fyrir að vera án þriggja lykilmanna sigruðu Valsmenn Eyjamenn, 33-38, í fyrsta leik 11. umferðar Olís-deildar karla í dag.

Eftir leikinn sá Erlingur sér ekki fært að mæta í viðtöl hjá íþróttadeild, ekki frekar en eftir síðustu leiki ÍBV. Arnar Daði sendi Erlingi pillu á Twitter vegna þess og sagði að hann hefði ekki mætt í viðtöl því honum fyndist ekki mikið til Seinni bylgjunnar koma.

„Afhverju mætir Erlingur Richardsson þjálfari ÍBV ekki í viðtöl eftir leik? Jú útaf honum finnst Seinni bylgjan vera skrípa þáttur - vill ekki taka þátt í þeim skrípaleik,“ skrifaði Arnar Daði og beitti svo kaldhæðninni fyrir sig. „Þetta er einmitt það sem við í þjóðaríþróttinni þurfum. Fleiri menn eins og hann. Einmitt.“

ÍBV er í 4. sæti Olís-deildarinnar með fjórtán stig eftir tólf umferðir. Liðið hefur tapað fjórum af síðustu sex deildarleikjum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×