Leikskólamálin á Alþingi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 30. nóvember 2022 08:31 Á dögunum óskaði ég eftir sérstakri umræðu við mennta- og barnamálaráðherra um stöðu leikskólamála á Íslandi. Áhersla umræðunnar var á misjafna stöðu barna þegar kemur að menntun á fyrsta skólastiginu eftir sveitarfélögum. Þá var rætt um áhrif misgóðs aðgengis á útgjöld heimila, og á jafnrétti bæði barna og foreldra. Við ræddum sömuleiðis nám leikskólakennara og hvernig hægt væri að koma í veg fyrir flótta úr starfsstétt leikskólakennara. Við höfum tekið þá ákvörðun að leikskólarnir okkar séu skilgreindir í lögum sem fyrsta skólastigið í skólakerfinu. Í lögum um leikskóla er talað um menntun barna á leikskólaaldri og settar fram kröfur um náms- og uppeldisumhverfi þeirra. Frumvarpið, sem varð að núgildandi leikskólalögum, var sagt endurspegla breytta atvinnu- og samfélagshætti, þar sem flestir foreldrar væru útivinnandi. Frá því að lögin tóku gildi árið 2008 hefur þróun samfélagsins haldið áfram í takt við efni frumvarpsins. En hvernig hefur samfélaginu tekist að halda í við þessa þróun? Höfum við byggt upp samfélag um landið allt þar sem börn eru jafn vel sett þegar kemur að menntun? Sveitarfélögin bera ábyrgð á starfsemi leikskólanna og því að tryggja börnum menntun á fyrsta skólastiginu. Mennta- og barnamálaráðherra sér hins vegar til þess að farið sé að lögum um þessi mál. Foreldrar krefjast þess í auknum mæli að ríkið stígi inn í þennan málaflokk þar sem sum sveitarfélög sinna honum ekki sem skyldi. Þar eru raddir foreldra reykvískra barna mjög fyrirferðamiklar. Í svari sem ég fékk nýlega frá ráðherranum kemur fram að hlutfall kennaramenntaðs starfsfólks er langt undir lagakröfum um menntun, hæfni og ráðningu kennara. Við vitum sömuleiðis að staða barna er mjög misjöfn milli sveitarfélaga þegar kemur að því að upphafsaldri á fyrsta skólastiginu. Ég þekki auðvitað best til á höfuðborgarsvæðinu og þar er vitað að börn í Reykjavík hefja nám seinna en börn annars staðar á svæðinu. Hvaða áhrif hefur þessi misjafna staða á jafnréttismál? Eða hverjir eru það annars sem fresta því að snúa aftur á vinnumarkaðinn að loknu fæðingarorlofi ef bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla hefur ekki verið brúað? Og hvað með þann mikla kostnað sem hlýst af því að foreldrar geta ekki snúið aftur á vinnumarkað ásamt kostnaðinum við að brúa þetta bil með kostnaðarsömum skammtímalausnum? Eru öll heimili jafn vel í stakk búin til þess að mæta þessu? Mennta- og barnamálaráðherra er ráðherra leikskólamála. En hann er líka ráðherra flokks, sem sótti mjög fram í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Framsóknarflokkurinn tók m.a. við leikskólamálunum í Reykjavíkurborg þar sem flest börn á landinu búa. Auknu valdi fylgir aukin ábyrgð og kjósendur flokksins í ríki og borg hljóta að hafa væntingar um aukna áherslu og þunga á þennan málaflokk. Það er mikilvægt að ræða leikskólamálin á Alþingi og heyra þá sýn sem ráðherrann hefur á málaflokkinn. Og heyra að hann hafi fulla trú á hlutverki Framsóknarflokksins við að brúa þetta margumtalaða bil sem okkur foreldrum í Reykjavík hefur verið lofað áratugum saman. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Börn og uppeldi Leikskólar Skóla - og menntamál Alþingi Sveitarstjórnarmál Mest lesið Halldór 27.03.2024 Halldór Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Á dögunum óskaði ég eftir sérstakri umræðu við mennta- og barnamálaráðherra um stöðu leikskólamála á Íslandi. Áhersla umræðunnar var á misjafna stöðu barna þegar kemur að menntun á fyrsta skólastiginu eftir sveitarfélögum. Þá var rætt um áhrif misgóðs aðgengis á útgjöld heimila, og á jafnrétti bæði barna og foreldra. Við ræddum sömuleiðis nám leikskólakennara og hvernig hægt væri að koma í veg fyrir flótta úr starfsstétt leikskólakennara. Við höfum tekið þá ákvörðun að leikskólarnir okkar séu skilgreindir í lögum sem fyrsta skólastigið í skólakerfinu. Í lögum um leikskóla er talað um menntun barna á leikskólaaldri og settar fram kröfur um náms- og uppeldisumhverfi þeirra. Frumvarpið, sem varð að núgildandi leikskólalögum, var sagt endurspegla breytta atvinnu- og samfélagshætti, þar sem flestir foreldrar væru útivinnandi. Frá því að lögin tóku gildi árið 2008 hefur þróun samfélagsins haldið áfram í takt við efni frumvarpsins. En hvernig hefur samfélaginu tekist að halda í við þessa þróun? Höfum við byggt upp samfélag um landið allt þar sem börn eru jafn vel sett þegar kemur að menntun? Sveitarfélögin bera ábyrgð á starfsemi leikskólanna og því að tryggja börnum menntun á fyrsta skólastiginu. Mennta- og barnamálaráðherra sér hins vegar til þess að farið sé að lögum um þessi mál. Foreldrar krefjast þess í auknum mæli að ríkið stígi inn í þennan málaflokk þar sem sum sveitarfélög sinna honum ekki sem skyldi. Þar eru raddir foreldra reykvískra barna mjög fyrirferðamiklar. Í svari sem ég fékk nýlega frá ráðherranum kemur fram að hlutfall kennaramenntaðs starfsfólks er langt undir lagakröfum um menntun, hæfni og ráðningu kennara. Við vitum sömuleiðis að staða barna er mjög misjöfn milli sveitarfélaga þegar kemur að því að upphafsaldri á fyrsta skólastiginu. Ég þekki auðvitað best til á höfuðborgarsvæðinu og þar er vitað að börn í Reykjavík hefja nám seinna en börn annars staðar á svæðinu. Hvaða áhrif hefur þessi misjafna staða á jafnréttismál? Eða hverjir eru það annars sem fresta því að snúa aftur á vinnumarkaðinn að loknu fæðingarorlofi ef bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla hefur ekki verið brúað? Og hvað með þann mikla kostnað sem hlýst af því að foreldrar geta ekki snúið aftur á vinnumarkað ásamt kostnaðinum við að brúa þetta bil með kostnaðarsömum skammtímalausnum? Eru öll heimili jafn vel í stakk búin til þess að mæta þessu? Mennta- og barnamálaráðherra er ráðherra leikskólamála. En hann er líka ráðherra flokks, sem sótti mjög fram í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Framsóknarflokkurinn tók m.a. við leikskólamálunum í Reykjavíkurborg þar sem flest börn á landinu búa. Auknu valdi fylgir aukin ábyrgð og kjósendur flokksins í ríki og borg hljóta að hafa væntingar um aukna áherslu og þunga á þennan málaflokk. Það er mikilvægt að ræða leikskólamálin á Alþingi og heyra þá sýn sem ráðherrann hefur á málaflokkinn. Og heyra að hann hafi fulla trú á hlutverki Framsóknarflokksins við að brúa þetta margumtalaða bil sem okkur foreldrum í Reykjavík hefur verið lofað áratugum saman. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun