„Við erum ekki vandamálið en við glímum við það“ Bergþóra Kristín Ingvarsdóttir skrifar 30. nóvember 2022 08:00 Umræðan um fíknsjúkdóminn er farin að vera meira áberandi í samfélaginu, sérstaklega um þau úrræði sem eru nauðsynleg fyrir þá sem glíma við vandann; hvort sem það er skaðaminnkun, meðferð, áfangaheimili eða annað. Á sama tíma er annar hópur sem er minna rætt um: börn sem eiga foreldra með fíknivanda en mörg þeirra alast jafnvel upp með foreldri á heimilinu í virkri áfengis- eða vímuefnaneyslu. Þegar börn eiga foreldri með fíknivanda læra þau oft að það sé betra að segja engum frá því, að þetta sé einkamál fjölskyldunnar og að allt eigi að líta út fyrir að vera í himnalagi. Aðrir í fjölskyldunni byrja jafnvel að breyta hegðun sinni til þess að fela eða gera lítið úr vandanum og viðhalda viðkvæmu jafnvægi fjölskyldulífsins. Við þessar aðstæður fá börnin oft ekki að vita hvað sé raunverulega í gangi þar sem tekin er ákvörðun um að vernda þau og segja þeim hálfsannleika á borð við að pabbi sé með flensu, mamma hafi farið í sveitina í nokkrar vikur og jú - það sé allt í lagi. Þegar barnið eldist og áttar sig á hver staðan raunverulega var, að pabbi var undir áhrifum vímuefna og mamma var í meðferð, hefur barnið með tímanum lært óskrifaðar reglur: Ekki treysta öðrum í fjölskyldunni, ekki tala um vandann og ekki sýna tilfinningar þínar. Að elska mömmu en hata sjúkdóminn Að alast upp með foreldri með fíknsjúkdóm getur verið krefjandi áskorun og er oft erfitt fyrir börn að skilja aðstæður sínar. Mörg börn upplifa mikla óvissu á heimilinu, eru einmana, óörugg og einangra sig. Í sálfræðiþjónustu barna hjá SÁÁ er lögð áhersla á að kynna fíknsjúkdóminn og þróun hans fyrir börnunum, útskýra fyrir þeim tilfinningar og eðli þeirra og upplýsa þau um að þau séu ekki ein í þessum aðstæðum. Þau fá að vita að það sé eðlilegt að finna fyrir ýmsum tilfinningum og hugsunum sem geti verið erfitt að vinna úr og að sjúkdómurinn og foreldri þeirra séu ekki ein órofin heild heldur tvennt ólíkt; það sé í lagi að elska mömmu en hata sjúkdóminn. Talið er að um 16-20 þúsund börn á Íslandi eigi foreldri með fíknivanda og til dagsins í dag hafa tæplega 1.500 börn fengið sálfræðiþjónustu hjá SÁÁ. Í apríl 2021 náðum við þeim merka áfanga að börn þurftu ekki að bíða eftir að fá viðtöl. Síðan þá hefur þörfin aukist og nú bíða rúmlega 130 börn eftir þjónustu og er biðtíminn um 7 mánuðir. Sálfræðiþjónusta SÁÁ fyrir börn er niðurgreidd með sjálfsaflafé samtakanna og stuðningi Reykjavíkurborgar, Lýðheilsusjóðs og Mennta- og barnamálaráðuneytisins. Mikil þörf er á auknu fjármagni til þess að ráða inn fleiri sálfræðinga svo hægt sé að veita þessum börnum sem besta þjónustu og stytta biðtíma. Í því skyni stendur SÁÁ fyrir sölu jólaálfsins næstu daga og vonumst við eftir góðum undirtektum landsmanna líkt og áður. „Við erum ekki vandamálið en við glímum við það” Ummæli barna í skýrslunni „Í hinum fullkomna heimi er enginn alkóhólismi! – sjónarmið barna alkóhólista” gerð 2014 í samvinnu Umboðsmanns barna og SÁÁ. Höfundur er sálfræðingur Barnaþjónustu SÁÁ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Krónan er einmitt ekki vandamálið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann Skoðun Gervigreind í vinnugallann og fleiri spádómar fyrir 2026 Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Af hverju opinbert heilbrigðiskerfi? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Umræðan um bólusetningar barna á algjörum villigötum Júlíus Valsson skrifar Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson skrifar Skoðun RÚV, aðgerðasinnar og íslenskan okkar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvað er karlmennska? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Opið bréf til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis - Þögn löggjafans Arnar Sigurðsson,Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind í vinnugallann og fleiri spádómar fyrir 2026 Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Krónan er einmitt ekki vandamálið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Áramótaheit þjóðarinnar: Tryggjum gæðamenntun! Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Umræðan um fíknsjúkdóminn er farin að vera meira áberandi í samfélaginu, sérstaklega um þau úrræði sem eru nauðsynleg fyrir þá sem glíma við vandann; hvort sem það er skaðaminnkun, meðferð, áfangaheimili eða annað. Á sama tíma er annar hópur sem er minna rætt um: börn sem eiga foreldra með fíknivanda en mörg þeirra alast jafnvel upp með foreldri á heimilinu í virkri áfengis- eða vímuefnaneyslu. Þegar börn eiga foreldri með fíknivanda læra þau oft að það sé betra að segja engum frá því, að þetta sé einkamál fjölskyldunnar og að allt eigi að líta út fyrir að vera í himnalagi. Aðrir í fjölskyldunni byrja jafnvel að breyta hegðun sinni til þess að fela eða gera lítið úr vandanum og viðhalda viðkvæmu jafnvægi fjölskyldulífsins. Við þessar aðstæður fá börnin oft ekki að vita hvað sé raunverulega í gangi þar sem tekin er ákvörðun um að vernda þau og segja þeim hálfsannleika á borð við að pabbi sé með flensu, mamma hafi farið í sveitina í nokkrar vikur og jú - það sé allt í lagi. Þegar barnið eldist og áttar sig á hver staðan raunverulega var, að pabbi var undir áhrifum vímuefna og mamma var í meðferð, hefur barnið með tímanum lært óskrifaðar reglur: Ekki treysta öðrum í fjölskyldunni, ekki tala um vandann og ekki sýna tilfinningar þínar. Að elska mömmu en hata sjúkdóminn Að alast upp með foreldri með fíknsjúkdóm getur verið krefjandi áskorun og er oft erfitt fyrir börn að skilja aðstæður sínar. Mörg börn upplifa mikla óvissu á heimilinu, eru einmana, óörugg og einangra sig. Í sálfræðiþjónustu barna hjá SÁÁ er lögð áhersla á að kynna fíknsjúkdóminn og þróun hans fyrir börnunum, útskýra fyrir þeim tilfinningar og eðli þeirra og upplýsa þau um að þau séu ekki ein í þessum aðstæðum. Þau fá að vita að það sé eðlilegt að finna fyrir ýmsum tilfinningum og hugsunum sem geti verið erfitt að vinna úr og að sjúkdómurinn og foreldri þeirra séu ekki ein órofin heild heldur tvennt ólíkt; það sé í lagi að elska mömmu en hata sjúkdóminn. Talið er að um 16-20 þúsund börn á Íslandi eigi foreldri með fíknivanda og til dagsins í dag hafa tæplega 1.500 börn fengið sálfræðiþjónustu hjá SÁÁ. Í apríl 2021 náðum við þeim merka áfanga að börn þurftu ekki að bíða eftir að fá viðtöl. Síðan þá hefur þörfin aukist og nú bíða rúmlega 130 börn eftir þjónustu og er biðtíminn um 7 mánuðir. Sálfræðiþjónusta SÁÁ fyrir börn er niðurgreidd með sjálfsaflafé samtakanna og stuðningi Reykjavíkurborgar, Lýðheilsusjóðs og Mennta- og barnamálaráðuneytisins. Mikil þörf er á auknu fjármagni til þess að ráða inn fleiri sálfræðinga svo hægt sé að veita þessum börnum sem besta þjónustu og stytta biðtíma. Í því skyni stendur SÁÁ fyrir sölu jólaálfsins næstu daga og vonumst við eftir góðum undirtektum landsmanna líkt og áður. „Við erum ekki vandamálið en við glímum við það” Ummæli barna í skýrslunni „Í hinum fullkomna heimi er enginn alkóhólismi! – sjónarmið barna alkóhólista” gerð 2014 í samvinnu Umboðsmanns barna og SÁÁ. Höfundur er sálfræðingur Barnaþjónustu SÁÁ.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir Skoðun
Skoðun Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis - Þögn löggjafans Arnar Sigurðsson,Elías Blöndal Guðjónsson skrifar
Skoðun Gervigreind í vinnugallann og fleiri spádómar fyrir 2026 Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir Skoðun