Körfuboltakvöld um andlausa frammistöðu KR: „Þetta er ekki boðlegt“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. nóvember 2022 11:01 Það gengur lítið upp hjá KR þessa dagana. Vísir/Bára Dröfn KR hefur byrjað tímabilið í Subway deild karla hræðilega og tapaði liðið enn einum leiknum á föstudagskvöld, að þessu sinni gegn Keflavík. Ekki nóg með að tapa leik eftir leik heldur virðist sem mörgum leikmönnum liðsins sé alveg sama. Körfuboltakvöld fór yfir síðasta leik KR og lét leikmenn liðsins einfaldlega heyra það. „Eins og Helgi [Már Magnússon, þjálfari KR] kom inn á í viðtalinu þá áttu KR-ingar í talsverðum erfiðleikum með að stöðva hraða, getum eiginlega ekki kallað þetta hraðar sóknir. Þetta er í raun bara hraðaupphlaup, 1-2 sendingar fram og þeir eru komnir í layup. Getum við kallað þetta einbeitingarleysi?“ spurði Hörður Unnsteinsson, þáttastjórnandi þáttarins að þessu sinni. „Þetta er algjört einbeitingarleysi, af því Helgi kemur inn á þetta fyrir leik að mig minnir. Segir að þetta sé eitthvað sem þeir þurfi að laga, svo byrja þeir leikinn svona. Leikmennirnir eru greinilega ekki að hlusta á þjálfarann sinn, taka ekki mark á honum eða eitthvað svoleiðis. Ein sending fram og það er enginn nálægt einu sinni,“ sagði Steinar Aronsson. „Sjáið EC Matthews í þessum 2-3 klippum, þetta er ekki boðlegt sko. Ég væri til í að sjá gamla skólann og spretti á æfingu á morgun fyrir hvert hraðaupphlaup sem Keflavík skoraði úr,“ bætti Sævar Sævarsson við. „Þetta er ekki eitthvað sem þú þarft að drilla einu sinni. Ef þú sérð mann hlaupa fram þá eltir þú hann. Þetta er ekki flókið,“ sagði Steinar jafnframt. „Smá metnað til þess að, farðu allavega og lemdu einhvern niður. Ekki að ég ætli að fara mæla með því að menn fari að fella menn en sýnið smá áhuga á að maðurinn ykkar skori ekki hraðaupphlaup eftir hraðaupplaup,“ sagði Sævar bersýnilega pirraður. Umfjöllun Körfuboltakvölds um andlaust lið KR má sjá í heild sinni hér að neðan. Þar er meðal farið yfir að liðið sé gott á pappír en það sé hreinlega eitthvað að. Spurning hvort það sé of mikið af lúxusleikmönnum? Klippa: Körfuboltakvöld: Andlaust lið KR Körfubolti Subway-deild karla KR Körfuboltakvöld Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Haukar og Fram með mikilvæga sigra Handbolti Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins Handbolti „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Fótbolti Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Fótbolti Fleiri fréttir Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Sjá meira
„Eins og Helgi [Már Magnússon, þjálfari KR] kom inn á í viðtalinu þá áttu KR-ingar í talsverðum erfiðleikum með að stöðva hraða, getum eiginlega ekki kallað þetta hraðar sóknir. Þetta er í raun bara hraðaupphlaup, 1-2 sendingar fram og þeir eru komnir í layup. Getum við kallað þetta einbeitingarleysi?“ spurði Hörður Unnsteinsson, þáttastjórnandi þáttarins að þessu sinni. „Þetta er algjört einbeitingarleysi, af því Helgi kemur inn á þetta fyrir leik að mig minnir. Segir að þetta sé eitthvað sem þeir þurfi að laga, svo byrja þeir leikinn svona. Leikmennirnir eru greinilega ekki að hlusta á þjálfarann sinn, taka ekki mark á honum eða eitthvað svoleiðis. Ein sending fram og það er enginn nálægt einu sinni,“ sagði Steinar Aronsson. „Sjáið EC Matthews í þessum 2-3 klippum, þetta er ekki boðlegt sko. Ég væri til í að sjá gamla skólann og spretti á æfingu á morgun fyrir hvert hraðaupphlaup sem Keflavík skoraði úr,“ bætti Sævar Sævarsson við. „Þetta er ekki eitthvað sem þú þarft að drilla einu sinni. Ef þú sérð mann hlaupa fram þá eltir þú hann. Þetta er ekki flókið,“ sagði Steinar jafnframt. „Smá metnað til þess að, farðu allavega og lemdu einhvern niður. Ekki að ég ætli að fara mæla með því að menn fari að fella menn en sýnið smá áhuga á að maðurinn ykkar skori ekki hraðaupphlaup eftir hraðaupplaup,“ sagði Sævar bersýnilega pirraður. Umfjöllun Körfuboltakvölds um andlaust lið KR má sjá í heild sinni hér að neðan. Þar er meðal farið yfir að liðið sé gott á pappír en það sé hreinlega eitthvað að. Spurning hvort það sé of mikið af lúxusleikmönnum? Klippa: Körfuboltakvöld: Andlaust lið KR
Körfubolti Subway-deild karla KR Körfuboltakvöld Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Haukar og Fram með mikilvæga sigra Handbolti Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins Handbolti „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Fótbolti Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Fótbolti Fleiri fréttir Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Sjá meira