Körfuboltakvöld um andlausa frammistöðu KR: „Þetta er ekki boðlegt“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. nóvember 2022 11:01 Það gengur lítið upp hjá KR þessa dagana. Vísir/Bára Dröfn KR hefur byrjað tímabilið í Subway deild karla hræðilega og tapaði liðið enn einum leiknum á föstudagskvöld, að þessu sinni gegn Keflavík. Ekki nóg með að tapa leik eftir leik heldur virðist sem mörgum leikmönnum liðsins sé alveg sama. Körfuboltakvöld fór yfir síðasta leik KR og lét leikmenn liðsins einfaldlega heyra það. „Eins og Helgi [Már Magnússon, þjálfari KR] kom inn á í viðtalinu þá áttu KR-ingar í talsverðum erfiðleikum með að stöðva hraða, getum eiginlega ekki kallað þetta hraðar sóknir. Þetta er í raun bara hraðaupphlaup, 1-2 sendingar fram og þeir eru komnir í layup. Getum við kallað þetta einbeitingarleysi?“ spurði Hörður Unnsteinsson, þáttastjórnandi þáttarins að þessu sinni. „Þetta er algjört einbeitingarleysi, af því Helgi kemur inn á þetta fyrir leik að mig minnir. Segir að þetta sé eitthvað sem þeir þurfi að laga, svo byrja þeir leikinn svona. Leikmennirnir eru greinilega ekki að hlusta á þjálfarann sinn, taka ekki mark á honum eða eitthvað svoleiðis. Ein sending fram og það er enginn nálægt einu sinni,“ sagði Steinar Aronsson. „Sjáið EC Matthews í þessum 2-3 klippum, þetta er ekki boðlegt sko. Ég væri til í að sjá gamla skólann og spretti á æfingu á morgun fyrir hvert hraðaupphlaup sem Keflavík skoraði úr,“ bætti Sævar Sævarsson við. „Þetta er ekki eitthvað sem þú þarft að drilla einu sinni. Ef þú sérð mann hlaupa fram þá eltir þú hann. Þetta er ekki flókið,“ sagði Steinar jafnframt. „Smá metnað til þess að, farðu allavega og lemdu einhvern niður. Ekki að ég ætli að fara mæla með því að menn fari að fella menn en sýnið smá áhuga á að maðurinn ykkar skori ekki hraðaupphlaup eftir hraðaupplaup,“ sagði Sævar bersýnilega pirraður. Umfjöllun Körfuboltakvölds um andlaust lið KR má sjá í heild sinni hér að neðan. Þar er meðal farið yfir að liðið sé gott á pappír en það sé hreinlega eitthvað að. Spurning hvort það sé of mikið af lúxusleikmönnum? Klippa: Körfuboltakvöld: Andlaust lið KR Körfubolti Subway-deild karla KR Körfuboltakvöld Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Sjá meira
„Eins og Helgi [Már Magnússon, þjálfari KR] kom inn á í viðtalinu þá áttu KR-ingar í talsverðum erfiðleikum með að stöðva hraða, getum eiginlega ekki kallað þetta hraðar sóknir. Þetta er í raun bara hraðaupphlaup, 1-2 sendingar fram og þeir eru komnir í layup. Getum við kallað þetta einbeitingarleysi?“ spurði Hörður Unnsteinsson, þáttastjórnandi þáttarins að þessu sinni. „Þetta er algjört einbeitingarleysi, af því Helgi kemur inn á þetta fyrir leik að mig minnir. Segir að þetta sé eitthvað sem þeir þurfi að laga, svo byrja þeir leikinn svona. Leikmennirnir eru greinilega ekki að hlusta á þjálfarann sinn, taka ekki mark á honum eða eitthvað svoleiðis. Ein sending fram og það er enginn nálægt einu sinni,“ sagði Steinar Aronsson. „Sjáið EC Matthews í þessum 2-3 klippum, þetta er ekki boðlegt sko. Ég væri til í að sjá gamla skólann og spretti á æfingu á morgun fyrir hvert hraðaupphlaup sem Keflavík skoraði úr,“ bætti Sævar Sævarsson við. „Þetta er ekki eitthvað sem þú þarft að drilla einu sinni. Ef þú sérð mann hlaupa fram þá eltir þú hann. Þetta er ekki flókið,“ sagði Steinar jafnframt. „Smá metnað til þess að, farðu allavega og lemdu einhvern niður. Ekki að ég ætli að fara mæla með því að menn fari að fella menn en sýnið smá áhuga á að maðurinn ykkar skori ekki hraðaupphlaup eftir hraðaupplaup,“ sagði Sævar bersýnilega pirraður. Umfjöllun Körfuboltakvölds um andlaust lið KR má sjá í heild sinni hér að neðan. Þar er meðal farið yfir að liðið sé gott á pappír en það sé hreinlega eitthvað að. Spurning hvort það sé of mikið af lúxusleikmönnum? Klippa: Körfuboltakvöld: Andlaust lið KR
Körfubolti Subway-deild karla KR Körfuboltakvöld Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum