Öndum með nefinu Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 25. nóvember 2022 18:00 Fregnir af því að dómsmálaráðherra hyggist efla öryggisbúnað fangavarða eru löngu tímabærar og óskandi að stéttin fái bæði búnaðinn og nauðsynlega þjálfun auk þess sem einnig má fara uppfæra hinar ýmsu verklagsreglur innan fangelsanna. Aftur á móti er þessi endurtekna umræða um að rafvæða þurfi vopn allra þeirra sem einhvers staðar standa vörð á villigötum. Af mínum samtölum við fangaverði er ljóst að afar þröngur hópur þeirra hefur hafið þessa umræðu og þá í framhaldi af því að tilraun verði gerð með að rafvæða vopnabúr lögreglumanna. Aftur á móti er mikill meirihluti fangavarða á móti þessari hugmynd. Flestir myndu þeir nú bara þiggja hærri laun. Þess ber að geta að fangaverðir á Norðurlöndum bera ekki rafvopn og að mínu mati er fjarstæðukennt að halda því fram að ástandið sé verra hér á landi. Sannleikurinn er sá að ofbeldi í fangelsum hefur ekki nema upp að því marki að sífellt fleiri andlega veikir einstaklingar eru vistaðir í fangelsum í stað viðeigandi úrræða. Þetta eru einstaklingar sem eiga ekki að vera í fangelsi, þrífast ekki þar og einangrunin eykur gríðarlega á vanda þeirra. Það að fangavörðum verði heimilt að valda umræddum einstaklingum miklum skaða með rafvopnum er stjarnfræðilega röng nálgun. Leggjum fjármagn í fangelsiskerfið, komum á fót úrræðum fyrir andlega veikt fólk sem hefur brotið af sér og hækkum laun fangavarða. Þá held ég að það muni skapast þokkaleg ró og sátt um annars mjög vængbrotið kerfi. Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga og annarra áhugamanna um fangelsismál og betrun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Guðmundur Ingi Þóroddsson Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ert þú með þráhyggju? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Sjá meira
Fregnir af því að dómsmálaráðherra hyggist efla öryggisbúnað fangavarða eru löngu tímabærar og óskandi að stéttin fái bæði búnaðinn og nauðsynlega þjálfun auk þess sem einnig má fara uppfæra hinar ýmsu verklagsreglur innan fangelsanna. Aftur á móti er þessi endurtekna umræða um að rafvæða þurfi vopn allra þeirra sem einhvers staðar standa vörð á villigötum. Af mínum samtölum við fangaverði er ljóst að afar þröngur hópur þeirra hefur hafið þessa umræðu og þá í framhaldi af því að tilraun verði gerð með að rafvæða vopnabúr lögreglumanna. Aftur á móti er mikill meirihluti fangavarða á móti þessari hugmynd. Flestir myndu þeir nú bara þiggja hærri laun. Þess ber að geta að fangaverðir á Norðurlöndum bera ekki rafvopn og að mínu mati er fjarstæðukennt að halda því fram að ástandið sé verra hér á landi. Sannleikurinn er sá að ofbeldi í fangelsum hefur ekki nema upp að því marki að sífellt fleiri andlega veikir einstaklingar eru vistaðir í fangelsum í stað viðeigandi úrræða. Þetta eru einstaklingar sem eiga ekki að vera í fangelsi, þrífast ekki þar og einangrunin eykur gríðarlega á vanda þeirra. Það að fangavörðum verði heimilt að valda umræddum einstaklingum miklum skaða með rafvopnum er stjarnfræðilega röng nálgun. Leggjum fjármagn í fangelsiskerfið, komum á fót úrræðum fyrir andlega veikt fólk sem hefur brotið af sér og hækkum laun fangavarða. Þá held ég að það muni skapast þokkaleg ró og sátt um annars mjög vængbrotið kerfi. Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga og annarra áhugamanna um fangelsismál og betrun.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar