„Við erum alltof lítið félag fyrir hann“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. nóvember 2022 13:01 Stevce Alusovski gerði Vardar Skopje að tvöföldum meisturum áður en hann tók við Þór á Akureyri. EPA/GEORGI LICOVSKI Sá handboltaveruleiki sem Stevce Alusovski er vanur samræmdist ekki þeim handboltaveruleikanum hjá Þór á Akureyri. Því var óhjákvæmilegt að binda endi á samstarfið. Fyrr í vikunni sagði Þór Alusovski upp störfum. Margir ráku upp stór augu þegar Þórsarar réðu hann fyrir síðasta tímabil enda hafði Alusovski þjálfað norður-makedónska stórliðið Vardar Skopje áður en hann kom til Akureyrar. Á síðasta tímabili endaði í Þór í 4. sæti Grill 66 deildarinnar og tapaði fyrir Fjölni, 2-0, í umspili um sæti í Olís-deildinni. Þórsarar hafa svo byrjað þetta tímabil illa og Alusovski skilur við þá í 7. sæti Grill 66 deildarinnar. „Þetta var eiginlega óhjákvæmilegt. Það var búið að leita leiða til að finna lausnir og ákveðnir hlutir sem menn vildu breyta. Við reyndum það en það gekk ekkert upp,“ sagði Árni Rúnar Jóhannesson, formaður handknattleiksdeildar Þórs, í samtali við Vísi í dag. Getan fyrir framan okkur Að hans sögn voru aðilarnir, Þórsarar og Alusovski, of ólíkir til að hjónabandið gæti gengið upp. „Þegar við réðum hann vonuðum við að við myndum hitta. En svo kom í ljós að hans hugmyndafræði og geta sem þjálfari er nokkrum skrefum framar fyrir okkur. Við erum alltof lítið félag fyrir hann,“ sagði Árni. Þór gerði nýjan samning við Alusovski í sumar í von um að aðilar gætu mæst á miðri leið. „Við héldum langa fundi og héldum að við værum að komast niður eitthvað plan þar sem hann gæti tekið 1-2 skref aftur á bak og við eitt skref áfram og við mæst. En eins og veturinn byrjaði gekk þetta ekki upp. Hann vill gera þetta hraðar en við.“ Sjá ekki eftir ráðningunni Árni ber Alusovski samt vel söguna og segir hann afar færan í sínu fagi. „Hann er með mikinn metnað, gríðarlegur fagmaður í öllu sem hann gerir og gífurlega hæfur þjálfari. Einstaklingarnir eru margir hverjir orðnir miklu, miklu betri en ekki liðið. Þór er bara ekki þarna,“ sagði Árni sem sér alls ekki eftir því að hafa ráðið Alusovski. „Þetta var þvílíkt þroskandi fyrir okkur í kringum þetta, leikmennina og félagið. Hann gerði ótrúlega margt gott fyrir okkur.“ Halldór Örn Tryggvason, fyrrverandi þjálfari Þórs, tók tímabundið við liðinu og stýrir því gegn Fram U annað kvöld. Þórsarar eru samt í þjálfaraleit og Árni greip í frasa frá fyrrverandi sóttvarnalækni þegar hann lýsti leitinni. „Við erum í viðræðum við einstaklinga og ætlum að reyna að klára þetta um helgina eða eftir helgi. Það eru margar sviðsmyndir. Við erum ekki á byrjunarreit,“ sagði Árni. Gleðin þarf að vera til staðar Honum finnst að Þór eigi að vera með ágætlega sterkt lið í Grill 66 deildinni. „Miðað við mannskap á þetta að vera nokkuð frambærilegt Grilllið, ekkert meira en það. En það þarf líka að vera gaman að æfa handbolta. Við erum með stráka sem eru átta tíma í vinnu eða skóla og þurfa svo að mæta handboltaæfingar og það þarf að vera gaman, ekki bara til að verða betri í handbolta,“ sagði Árni að endingu. Olís-deild karla Þór Akureyri Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Fleiri fréttir „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Sjá meira
Fyrr í vikunni sagði Þór Alusovski upp störfum. Margir ráku upp stór augu þegar Þórsarar réðu hann fyrir síðasta tímabil enda hafði Alusovski þjálfað norður-makedónska stórliðið Vardar Skopje áður en hann kom til Akureyrar. Á síðasta tímabili endaði í Þór í 4. sæti Grill 66 deildarinnar og tapaði fyrir Fjölni, 2-0, í umspili um sæti í Olís-deildinni. Þórsarar hafa svo byrjað þetta tímabil illa og Alusovski skilur við þá í 7. sæti Grill 66 deildarinnar. „Þetta var eiginlega óhjákvæmilegt. Það var búið að leita leiða til að finna lausnir og ákveðnir hlutir sem menn vildu breyta. Við reyndum það en það gekk ekkert upp,“ sagði Árni Rúnar Jóhannesson, formaður handknattleiksdeildar Þórs, í samtali við Vísi í dag. Getan fyrir framan okkur Að hans sögn voru aðilarnir, Þórsarar og Alusovski, of ólíkir til að hjónabandið gæti gengið upp. „Þegar við réðum hann vonuðum við að við myndum hitta. En svo kom í ljós að hans hugmyndafræði og geta sem þjálfari er nokkrum skrefum framar fyrir okkur. Við erum alltof lítið félag fyrir hann,“ sagði Árni. Þór gerði nýjan samning við Alusovski í sumar í von um að aðilar gætu mæst á miðri leið. „Við héldum langa fundi og héldum að við værum að komast niður eitthvað plan þar sem hann gæti tekið 1-2 skref aftur á bak og við eitt skref áfram og við mæst. En eins og veturinn byrjaði gekk þetta ekki upp. Hann vill gera þetta hraðar en við.“ Sjá ekki eftir ráðningunni Árni ber Alusovski samt vel söguna og segir hann afar færan í sínu fagi. „Hann er með mikinn metnað, gríðarlegur fagmaður í öllu sem hann gerir og gífurlega hæfur þjálfari. Einstaklingarnir eru margir hverjir orðnir miklu, miklu betri en ekki liðið. Þór er bara ekki þarna,“ sagði Árni sem sér alls ekki eftir því að hafa ráðið Alusovski. „Þetta var þvílíkt þroskandi fyrir okkur í kringum þetta, leikmennina og félagið. Hann gerði ótrúlega margt gott fyrir okkur.“ Halldór Örn Tryggvason, fyrrverandi þjálfari Þórs, tók tímabundið við liðinu og stýrir því gegn Fram U annað kvöld. Þórsarar eru samt í þjálfaraleit og Árni greip í frasa frá fyrrverandi sóttvarnalækni þegar hann lýsti leitinni. „Við erum í viðræðum við einstaklinga og ætlum að reyna að klára þetta um helgina eða eftir helgi. Það eru margar sviðsmyndir. Við erum ekki á byrjunarreit,“ sagði Árni. Gleðin þarf að vera til staðar Honum finnst að Þór eigi að vera með ágætlega sterkt lið í Grill 66 deildinni. „Miðað við mannskap á þetta að vera nokkuð frambærilegt Grilllið, ekkert meira en það. En það þarf líka að vera gaman að æfa handbolta. Við erum með stráka sem eru átta tíma í vinnu eða skóla og þurfa svo að mæta handboltaæfingar og það þarf að vera gaman, ekki bara til að verða betri í handbolta,“ sagði Árni að endingu.
Olís-deild karla Þór Akureyri Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Fleiri fréttir „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Sjá meira