Þórsarar orðlausir þegar Alusevski ákvað að slá til Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. ágúst 2021 11:01 Frá Skopje til Akureyrar. Stevce Alusevski er nýr þjálfari Þórs. epa/GEORGI LICOVSKI Margir ráku eflaust upp stór augu þegar Þór tilkynnti um ráðningu á nýjum þjálfara karlaliðs félagsins í handbolta í fyrradag. Sá heitir Stevce Alusevski og var síðast þjálfari norður-makedónska stórliðsins Vardar. Alusevski hefur marga fjöruna í handboltanum sopið. Hann var vinstri hornamaður og lék 245 leiki fyrir landslið Norður-Makedóníu á sínum á tíma og skoraði tæplega þúsund mörk. Hann var valinn besti leikmaður Norður-Makedóníu 2004 og vann alls þrettán meistaratitla og ellefu bikarmeistaratitla í heimalandinu. Eftir að skórnir fóru á hilluna hefur hann þjálfað Pelister, Eurofarm Rabotnik og svo Vardar. Undir stjórn Alusevskis varð Vardar tvöfaldur meistari heima fyrir á síðasta tímabili. En hvernig endar maður sem þjálfaði síðast eitt stærsta lið Evrópu á síðasta tímabili hjá liði sem leikur í Grill 66 deildinni? „Við fengum þetta eiginlega upp í hendurnar. Við höfðum verið í þjálfaraleit. Svo er þetta þannig að maður þekkir mann og menn voru að fara á handboltaráðstefnu erlendis, eitt leiddi af öðru og allt í einu poppaði það upp að þessi væri laus,“ sagði Árni Rúnar Jóhannesson hjá handknattleiksdeild Þórs í samtali við Vísi um aðdragandann að ráðningu Alusevskis. „Okkur fannst ævintýralega ólíklegt að hann myndi vilja ræða við okkur. En við komumst í samband við hann og ræddum við hann í gegnum tölvu og útskýrðum fyrir honum hvað ætlum að gera, hvert við stefnum og hugmyndirnar á bak við þetta. Eftir að Akureyrarsamstarfinu var slitið má líkja þessu við að við höfum verið sá maki í skilnaðinum sem var ekki alveg tilbúinn undir hann. Við erum með fullt af ungum og efnilegum strákum og ákváðum að fá öflugan þjálfara til að búa til öfluga leikmenn frekar en að fá leikmenn til okkar.“ Alusevski kemur til landsins í næstu viku.epa/Tamas Vasvari Ráðning Þórs á Alusevski hefur ekki bara vakið athygli hér á landi heldur einnig í handboltaheiminum. „Þetta er risa nafn. Við lögðum bara allt á borðið fyrir framan hann, hvernig aðstaðan væri, hvernig liðið væri samsett og að við værum áhugamenn en ekki atvinnumenn. Við sýndum honum það sem var í boði, hann hugsaði sig um í tvo daga og svo sagðist hann ætla að koma. Hann ákvað að slá til og við vorum eiginlega orðlausir,“ sagði Árni en Alusevski er væntanlegur til landsins 15. ágúst. Allir erlendu leikmennirnir sem léku með Þór á síðasta tímabili, Jovan Kukobat, Karolis Stropus og Ihor Kopyshynskyi, eru farnir frá félaginu sem og línumaðurinn Þórður Tandri Ágústsson sem gekk í raðir Stjörnunnar. Þórsarar ætla að spila mest megnis á heimamönnum á næsta tímabili og byggja upp til framtíðar. Þór hefur fallið tvisvar úr Olís-deildinni síðan Akureyrarsamstarfinu lauk.vísir/Hulda Margrét „Það er enginn leikmaður kominn til okkar en við vonumst til að þessi ráðning kveiki kannski áhuga hjá ungum strákum sem fá lítil tækifæri í sínum liðum. Við ætlum að byggja þetta upp á ungum strákum og henda þeim út í djúpu laugina,“ sagði Árni. Þórsarar ætla sér að komast strax upp úr Grill 66 deildinni og markmiðið er að festa sig í sessi í Olís-deildinni. „Við ákváðum að byrja á núlli og ætlum að búa til handboltalið sem getur verið samkeppnishæft við þau bestu á landinu. Það tekur tíma en við ætlum okkar upp í ár,“ sagði Árni að endingu. Olís-deild karla Þór Akureyri Mest lesið „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Fleiri fréttir „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Engar hópferðir Íslendinga til Herning Skuldar þjálfara Dana öl „Sem faðir er mikil þjáning að fylgjast með þessu“ Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Sjá meira
Alusevski hefur marga fjöruna í handboltanum sopið. Hann var vinstri hornamaður og lék 245 leiki fyrir landslið Norður-Makedóníu á sínum á tíma og skoraði tæplega þúsund mörk. Hann var valinn besti leikmaður Norður-Makedóníu 2004 og vann alls þrettán meistaratitla og ellefu bikarmeistaratitla í heimalandinu. Eftir að skórnir fóru á hilluna hefur hann þjálfað Pelister, Eurofarm Rabotnik og svo Vardar. Undir stjórn Alusevskis varð Vardar tvöfaldur meistari heima fyrir á síðasta tímabili. En hvernig endar maður sem þjálfaði síðast eitt stærsta lið Evrópu á síðasta tímabili hjá liði sem leikur í Grill 66 deildinni? „Við fengum þetta eiginlega upp í hendurnar. Við höfðum verið í þjálfaraleit. Svo er þetta þannig að maður þekkir mann og menn voru að fara á handboltaráðstefnu erlendis, eitt leiddi af öðru og allt í einu poppaði það upp að þessi væri laus,“ sagði Árni Rúnar Jóhannesson hjá handknattleiksdeild Þórs í samtali við Vísi um aðdragandann að ráðningu Alusevskis. „Okkur fannst ævintýralega ólíklegt að hann myndi vilja ræða við okkur. En við komumst í samband við hann og ræddum við hann í gegnum tölvu og útskýrðum fyrir honum hvað ætlum að gera, hvert við stefnum og hugmyndirnar á bak við þetta. Eftir að Akureyrarsamstarfinu var slitið má líkja þessu við að við höfum verið sá maki í skilnaðinum sem var ekki alveg tilbúinn undir hann. Við erum með fullt af ungum og efnilegum strákum og ákváðum að fá öflugan þjálfara til að búa til öfluga leikmenn frekar en að fá leikmenn til okkar.“ Alusevski kemur til landsins í næstu viku.epa/Tamas Vasvari Ráðning Þórs á Alusevski hefur ekki bara vakið athygli hér á landi heldur einnig í handboltaheiminum. „Þetta er risa nafn. Við lögðum bara allt á borðið fyrir framan hann, hvernig aðstaðan væri, hvernig liðið væri samsett og að við værum áhugamenn en ekki atvinnumenn. Við sýndum honum það sem var í boði, hann hugsaði sig um í tvo daga og svo sagðist hann ætla að koma. Hann ákvað að slá til og við vorum eiginlega orðlausir,“ sagði Árni en Alusevski er væntanlegur til landsins 15. ágúst. Allir erlendu leikmennirnir sem léku með Þór á síðasta tímabili, Jovan Kukobat, Karolis Stropus og Ihor Kopyshynskyi, eru farnir frá félaginu sem og línumaðurinn Þórður Tandri Ágústsson sem gekk í raðir Stjörnunnar. Þórsarar ætla að spila mest megnis á heimamönnum á næsta tímabili og byggja upp til framtíðar. Þór hefur fallið tvisvar úr Olís-deildinni síðan Akureyrarsamstarfinu lauk.vísir/Hulda Margrét „Það er enginn leikmaður kominn til okkar en við vonumst til að þessi ráðning kveiki kannski áhuga hjá ungum strákum sem fá lítil tækifæri í sínum liðum. Við ætlum að byggja þetta upp á ungum strákum og henda þeim út í djúpu laugina,“ sagði Árni. Þórsarar ætla sér að komast strax upp úr Grill 66 deildinni og markmiðið er að festa sig í sessi í Olís-deildinni. „Við ákváðum að byrja á núlli og ætlum að búa til handboltalið sem getur verið samkeppnishæft við þau bestu á landinu. Það tekur tíma en við ætlum okkar upp í ár,“ sagði Árni að endingu.
Olís-deild karla Þór Akureyri Mest lesið „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Fleiri fréttir „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Engar hópferðir Íslendinga til Herning Skuldar þjálfara Dana öl „Sem faðir er mikil þjáning að fylgjast með þessu“ Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Sjá meira
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti