„Ekkert óeðlilegt við að Flensburg vinni pípara og hárgreiðslumann“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. nóvember 2022 21:54 Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var ánægður með sitt lið í kvöld. vísir/vilhelm Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, kvaðst stoltur af sínu liði eftir tapið fyrir Flensburg, 32-37, í Evrópudeildinni í kvöld. „Við töpuðum fyrir betra liðið. Við vorum að elta þá allan leikinn og það vantaði upp á vörnina, sérstaklega í seinni hálfleik. Við vorum í miklu veseni með þá,“ sagði Snorri í samtali við Vísi eftir leikinn. Aðeins tveimur mörkum munaði á liðunum eftir fyrri hálfleikinn, 16-18, þar sem Valur stóð heldur betur uppi í hárinu á Flensburg. „Þetta þróaðist ágætlega. Við vissum það svo sem fyrirfram að öll mistök og færi sem færu í súginn væru dýr og það kom á daginn. En við fengum þær stöður sem við sóttumst eftir en við hefðum þurft betri varnarleik og markvörsluna til að fylgja með til að gera þetta að alvöru leik,“ sagði Snorri. Flensburg dró markvisst úr hraðanum, sérstaklega í seinni hálfleik. „Það breyttist svo sem ekkert. Þetta eru góðir leikmenn og þeir lásu okkar varnarleik betur. Við náðum ekki þeim stoppum og fríköstum sem við vildum fá. Við prófuðum 5-1/3-2-1 vörn en það gekk ekki. Við vorum í veseni í vörninni, sérstaklega í seinni hálfleik,“ sagði Snorri. Origo-höllin var troðfullt í kvöld og Snorri naut þess að sjá liðið sitt á þessu stóra sviði þótt úrslitin hafi ekki verið honum að skapi. „Bara gæsahúð. Þetta eru forréttindi, engin spurning. Auðvitað er maður svekktur með að tapa leik. En ég tek ekkert af mínum mönnum. Þeir voru frábærir í kvöld og það var ekki mikið eftir á tankinum hjá einum eða neinum. Ég gat ekki beðið um meira,“ sagði Snorri. „Við vorum bara að spila á móti góðu liði og það er ekkert óeðlilegt við að Flensburg vinni pípara og hárgreiðslumann. Við þurfum ekkert að skammast okkur fyrir það. Stemmningin og umgjörðin var svo í heimsklassa og algjörlega magnað að fá að upplifa þetta með sínu uppeldisfélagi. En það góða við þetta er að það eru fleiri heimaleikir eftir. Við bökkum ekkert með okkar markmið. Við ætlum upp úr riðlinum og því fleiri leiki með svona stemmningu sem við fáum því auðveldara verður það.“ Evrópudeild karla í handbolta Valur Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjá meira
„Við töpuðum fyrir betra liðið. Við vorum að elta þá allan leikinn og það vantaði upp á vörnina, sérstaklega í seinni hálfleik. Við vorum í miklu veseni með þá,“ sagði Snorri í samtali við Vísi eftir leikinn. Aðeins tveimur mörkum munaði á liðunum eftir fyrri hálfleikinn, 16-18, þar sem Valur stóð heldur betur uppi í hárinu á Flensburg. „Þetta þróaðist ágætlega. Við vissum það svo sem fyrirfram að öll mistök og færi sem færu í súginn væru dýr og það kom á daginn. En við fengum þær stöður sem við sóttumst eftir en við hefðum þurft betri varnarleik og markvörsluna til að fylgja með til að gera þetta að alvöru leik,“ sagði Snorri. Flensburg dró markvisst úr hraðanum, sérstaklega í seinni hálfleik. „Það breyttist svo sem ekkert. Þetta eru góðir leikmenn og þeir lásu okkar varnarleik betur. Við náðum ekki þeim stoppum og fríköstum sem við vildum fá. Við prófuðum 5-1/3-2-1 vörn en það gekk ekki. Við vorum í veseni í vörninni, sérstaklega í seinni hálfleik,“ sagði Snorri. Origo-höllin var troðfullt í kvöld og Snorri naut þess að sjá liðið sitt á þessu stóra sviði þótt úrslitin hafi ekki verið honum að skapi. „Bara gæsahúð. Þetta eru forréttindi, engin spurning. Auðvitað er maður svekktur með að tapa leik. En ég tek ekkert af mínum mönnum. Þeir voru frábærir í kvöld og það var ekki mikið eftir á tankinum hjá einum eða neinum. Ég gat ekki beðið um meira,“ sagði Snorri. „Við vorum bara að spila á móti góðu liði og það er ekkert óeðlilegt við að Flensburg vinni pípara og hárgreiðslumann. Við þurfum ekkert að skammast okkur fyrir það. Stemmningin og umgjörðin var svo í heimsklassa og algjörlega magnað að fá að upplifa þetta með sínu uppeldisfélagi. En það góða við þetta er að það eru fleiri heimaleikir eftir. Við bökkum ekkert með okkar markmið. Við ætlum upp úr riðlinum og því fleiri leiki með svona stemmningu sem við fáum því auðveldara verður það.“
Evrópudeild karla í handbolta Valur Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni