Ferðaþjónustan kom vel undan vetri Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 21. nóvember 2022 18:31 Veturinn er hreint ekkert að á því að síga yfir landið og haustið heldur enn velli þótt aðventan sé handan við hornið. Það er auðvelt að ferðast um landið og það nýta ferðamenn sér. Strax eftir að heimsfaraldurinn rénaði jókst ferðamannastraumur mikið enda fólk komið í þörf fyrir að hleypa heimdraganum. Ferðaþjónustan og aðrar atvinnugreinar hafa brugðist hratt við auknum ferðamannastraumi til landsins eftir heimsfaraldur Covid-19. Við Austurvöll, við Gullfoss, á Vestfjörðum, Austfjörðum og já um allt land hefur mátt sjá hrifnæma ferðamenn sem hafa notið þess að fanga það sem fyrir augu ber. Stuðningur stjórnvalda í heimsfaraldri Íslendingar og heimurinn allur stóð frammi fyrir algerlega fordæmalausri stöðu vorið 2020, áhrifin skullu á alla heimsbyggðina af miklum þunga á örskömmum tíma. Íslendingar stóðu frammi fyrir harkalegri niðursveiflu í efnahagslífinu eins og heimurinn allur og fljótt var ljóst að ráðast yrði í aðgerðir án hliðstæðu af hendi stjórnvalda. Með mörgum ákveðnum skrefum voru settir saman aðgerðarpakkar til að verja fólk og fyrirtæki. Augljóst var að það þyrfti að verja ferðaþjónustufyrirtæki svo niðursveiflan feldi þau ekki sem strá í sviptivindum. Ráðist var í aðgerðir er fólu í sér m.a. frestun greiddra gjalda og með auknum útgjöldum ríkissjóðs, skattalækkunum og lánafyrirgreiðslu með ríkisábyrgð. Seðlabankinn fór í lækkun stýrivaxta og bindiskyldu. Lagðar voru fram aðgerðir sem var ætlað að vinna gegn atvinnuleysi og tekjumissi einstaklinga með hlutaatvinnuleysisbótum, aðgengi að séreignarsparnaði, frestun skattgreiðslna fyrirtækja og fyrirgreiðslu vegna rekstrarlána til þeirra. Allar þessar aðgerðir voru hluti af fjölmörgum úrræðum er stjórnvöld settu fram. Ferðagjöfin var og nýtt af landanum í glugganum er opnaðist sumarið 2020 og aftur sumarið 2021. Gistináttaskattur var felldur niður tímabundið á tímabilinu og gjalddagar skatts frestað. Ferðaþjónustan heldur velli Í dag er ferðaþjónustan á fleygi ferð, kortavelta ferðamanna staðfestir það. Í umræðunni hefur komið fram að hún sé næst því sem var fyrir faraldurinn. Það er mikilsvert að ferðaþjónustan verði aftur grunnstoð í atvinnulífinu og þannig áhrifaþáttur í efnahagsbata út úr Covid. Við erum öll minnug þess hvað gosið í Eyjafjallajökli hafði gríðarlega mikil áhrif á aukin ferðamannastraum til Íslands sem skilaði sér í auknum gjaldeyrisforða og kom okkur hraðar út úr fjármálahruninu. Ferðaþjónustuaðilar eru á því að sjaldan eða aldrei hafi gengið eins vel og liðið sumar. Það er mikill kraftur er býr í íslenskum ferðaþjónustuaðilum, þeir nú sem fyrr eru mjög einbeittir í taka vel á móti okkar ferðamönnum og er möguleikar hvers staðar nýttir til að skapa upplifun og ógleymanlegar minningar. Árangur aðgerða þegar ljós Í skýrslu fjármálaráðherra til Alþingis um mat á árangri aðgerða heimsfaraldursins kemur fram að stjórnvöld veittu sveitarfélögum þar sem ferðaþjónustan lék stórt hlutverk í atvinnusköpun beinan fjárstuðning. Tekjufallsstyrkjum sem var ætlað að styðja rekstraraðila sem höfðu orðið fyrir tímabundnu tekjufalli nýttist mjög vel rekstraraðilum í ferðaþjónustu eða 66% hlutdeild af heildarfjárhæð úrræðisins. Eins var með lokunarstyrki en um 87% fjárhæðarinnar fór til fyrirtækja í ferðaþjónustu. Ríflega helmingur stuðningslána fór til rekstraraðilar í ferðaþjónustu. Einstaklingar starfandi í ferðaþjónustu fengu um 47% af greiddum hlutabótum, flestir þeirra störfuðu í veitingasölu og þjónustu og rekstri gististaða. Heildarniðurstaða af árangri aðgerðapakka stjórnvalda verður þó ekki ljós fyrr en af einhverjum árum liðnum. Ísland sem ferðamannaland verður til með orðspori um stórbrotna og fallega náttúru og land sem er aðgengilegt og öruggt. Við búum að því að vera gestrisin og það skipti máli að styðja þétt við bakið á atvinnugreininni í heimsfaraldi sem varð til þess að við gátum boðið fólki heim og boðið upp á góðar minningar sem það tekur með sér heim aftur. Íslendingar hafa lagt mikið á sig til að ná þessum árangri. Höfundur er þingmaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Signý Kristjánsdóttir Framsóknarflokkurinn Alþingi Ferðamennska á Íslandi Stjórnsýsla Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Veturinn er hreint ekkert að á því að síga yfir landið og haustið heldur enn velli þótt aðventan sé handan við hornið. Það er auðvelt að ferðast um landið og það nýta ferðamenn sér. Strax eftir að heimsfaraldurinn rénaði jókst ferðamannastraumur mikið enda fólk komið í þörf fyrir að hleypa heimdraganum. Ferðaþjónustan og aðrar atvinnugreinar hafa brugðist hratt við auknum ferðamannastraumi til landsins eftir heimsfaraldur Covid-19. Við Austurvöll, við Gullfoss, á Vestfjörðum, Austfjörðum og já um allt land hefur mátt sjá hrifnæma ferðamenn sem hafa notið þess að fanga það sem fyrir augu ber. Stuðningur stjórnvalda í heimsfaraldri Íslendingar og heimurinn allur stóð frammi fyrir algerlega fordæmalausri stöðu vorið 2020, áhrifin skullu á alla heimsbyggðina af miklum þunga á örskömmum tíma. Íslendingar stóðu frammi fyrir harkalegri niðursveiflu í efnahagslífinu eins og heimurinn allur og fljótt var ljóst að ráðast yrði í aðgerðir án hliðstæðu af hendi stjórnvalda. Með mörgum ákveðnum skrefum voru settir saman aðgerðarpakkar til að verja fólk og fyrirtæki. Augljóst var að það þyrfti að verja ferðaþjónustufyrirtæki svo niðursveiflan feldi þau ekki sem strá í sviptivindum. Ráðist var í aðgerðir er fólu í sér m.a. frestun greiddra gjalda og með auknum útgjöldum ríkissjóðs, skattalækkunum og lánafyrirgreiðslu með ríkisábyrgð. Seðlabankinn fór í lækkun stýrivaxta og bindiskyldu. Lagðar voru fram aðgerðir sem var ætlað að vinna gegn atvinnuleysi og tekjumissi einstaklinga með hlutaatvinnuleysisbótum, aðgengi að séreignarsparnaði, frestun skattgreiðslna fyrirtækja og fyrirgreiðslu vegna rekstrarlána til þeirra. Allar þessar aðgerðir voru hluti af fjölmörgum úrræðum er stjórnvöld settu fram. Ferðagjöfin var og nýtt af landanum í glugganum er opnaðist sumarið 2020 og aftur sumarið 2021. Gistináttaskattur var felldur niður tímabundið á tímabilinu og gjalddagar skatts frestað. Ferðaþjónustan heldur velli Í dag er ferðaþjónustan á fleygi ferð, kortavelta ferðamanna staðfestir það. Í umræðunni hefur komið fram að hún sé næst því sem var fyrir faraldurinn. Það er mikilsvert að ferðaþjónustan verði aftur grunnstoð í atvinnulífinu og þannig áhrifaþáttur í efnahagsbata út úr Covid. Við erum öll minnug þess hvað gosið í Eyjafjallajökli hafði gríðarlega mikil áhrif á aukin ferðamannastraum til Íslands sem skilaði sér í auknum gjaldeyrisforða og kom okkur hraðar út úr fjármálahruninu. Ferðaþjónustuaðilar eru á því að sjaldan eða aldrei hafi gengið eins vel og liðið sumar. Það er mikill kraftur er býr í íslenskum ferðaþjónustuaðilum, þeir nú sem fyrr eru mjög einbeittir í taka vel á móti okkar ferðamönnum og er möguleikar hvers staðar nýttir til að skapa upplifun og ógleymanlegar minningar. Árangur aðgerða þegar ljós Í skýrslu fjármálaráðherra til Alþingis um mat á árangri aðgerða heimsfaraldursins kemur fram að stjórnvöld veittu sveitarfélögum þar sem ferðaþjónustan lék stórt hlutverk í atvinnusköpun beinan fjárstuðning. Tekjufallsstyrkjum sem var ætlað að styðja rekstraraðila sem höfðu orðið fyrir tímabundnu tekjufalli nýttist mjög vel rekstraraðilum í ferðaþjónustu eða 66% hlutdeild af heildarfjárhæð úrræðisins. Eins var með lokunarstyrki en um 87% fjárhæðarinnar fór til fyrirtækja í ferðaþjónustu. Ríflega helmingur stuðningslána fór til rekstraraðilar í ferðaþjónustu. Einstaklingar starfandi í ferðaþjónustu fengu um 47% af greiddum hlutabótum, flestir þeirra störfuðu í veitingasölu og þjónustu og rekstri gististaða. Heildarniðurstaða af árangri aðgerðapakka stjórnvalda verður þó ekki ljós fyrr en af einhverjum árum liðnum. Ísland sem ferðamannaland verður til með orðspori um stórbrotna og fallega náttúru og land sem er aðgengilegt og öruggt. Við búum að því að vera gestrisin og það skipti máli að styðja þétt við bakið á atvinnugreininni í heimsfaraldi sem varð til þess að við gátum boðið fólki heim og boðið upp á góðar minningar sem það tekur með sér heim aftur. Íslendingar hafa lagt mikið á sig til að ná þessum árangri. Höfundur er þingmaður Framsóknar.
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun