Leikjavísir

Yfirtaka: Áhorfendur ráða förinni hjá Kaldarion

Samúel Karl Ólason skrifar
Kaldarion

Kaldarion ætlar að taka yfir Twitch-síðu GameTíví í dag og spila leikinn Detroit: Become Human. Það ætlar hann að gera með áhorfendum sem geta kosið um ákvarðanir sem teknar eru í leiknum. 

Detroit Become Human gerist í framtíð þar sem háþróuð vélmenni hafa sett mark sitt á heiminn. Leikurinn er byggður þannig upp að hver ákvörðun skiptir máli, svo áhorfendur þurfa að vanda sig.

Streymið hefst klukkan 13:00 og má fylgjast með því á Twitch-síðu GameTíví og í spilaranum hér að neðan. Twitch-síðu Kaldarion má svo finna hér.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.