Bókabíllinn: úti að aka Brynhildur Bolladóttir skrifar 18. nóvember 2022 11:01 Síðustu vikur hef ég rétt eins og í skáldsögum blikkað augunum margoft og klórað mér í höfðinu til að fullvissa mig um að mig sé ekki að dreyma. Bókabíllinn er að hætta þjónustu sinni við borgarbúa eftir rúm 50 ár á götunni. Á fimmtudögum sjáum ég og dóttir mín bláu rútuna keyra inn Laugalækinn á leið okkar heim úr leikskólanum og hún æpir upp yfir sig af gleði „Bókabíllinn!“ og við förum og veljum okkur bækur í ævintýraheiminum sem bíllinn er. Ég og hún. Gæðastundir. Kaldhæðni örlaganna er sú að strákurinn minn (18 mánaða) mun eins og fram horfir ekki fá að upplifa þessar stundir, ekki finna gleðina við það þegar bíllinn keyrir inn götuna og hann getur valið sér ævintýri til að týna sér í, flett í gegnum bækur og vegið og metið hverjar skuli taka með heim. Strákurinn minn sem finnst svo gaman að lesa, mun læra að lesa sjálfur og kunna að lesa sér til gagns mun ekki fá þessar stundir. Við fjölskyldan notum bókasöfnin líka, en ekkert er í beint göngufjarlægð frá okkur. Bókasöfn eru eitthvað það stórkostlegasta sem til er og Borgarbókasafnið býður svo sannarlega frábæra þjónustu í allskonar formi. Ég geri mér grein fyrir því að verkefni borgarinnar eru mörg og ærin, málaflokkarnir eru margir og flóknir, fjármagnið af skornum skammti. Eins og alltaf. En í stóra samhenginu eru 100 milljónir í nærþjónustu sem eykur ánægju og gleði af lestri einhvernveginn eitthvað svo lítið. Þegar ég hugsa út fyrir heimilisbókhaldið mitt og yfir í rekstur borgarinnar þá get ég ekki annað en spurt mig hvort þetta sé í alvöru sú forgangsröðun sem þurfi að fara í. Fátt hefur verið háværara í umræðu um skólakerfið sl. ár en hvernig lestrarkunnáttu og lesskilningi fari aftur, fyrir utan auðvitað mögulega útdauða íslenskunnar. Ekkert af þessu er nú kannski á ábyrgð Bókabílsins, en hverfi hann þá styður það a.m.k. ekki við bækur í nábýli fólks í Laugarnesi, Kjalarnesi, Fossvogi, Hlíðum, Grafarholti… Í raun ætti Bókabíllinn að aka meira, stoppa á fleiri stöðum. Ég sé strax í svipinn að það mætti bæta Vesturbæjarlaug við. Kæri Dagur borgarstjóri, kæra Pálína borgarbókavörður. Ég skrifa þessi orð í veikri von um að ákvörðuninni verði snúið við og Bókabíllinn efldur þess í stað. Borgin gerð enn blómlegri en hún er, með ávöxtum bókmenntanna sem auðga lífið svo sannarlega. Leyfum Bókabílnum að gera það sem hann gerir svo vel, að vera úti að aka. Höfundur er lögfræðingur og lestrarhestur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynhildur Bolladóttir Reykjavík Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Síðustu vikur hef ég rétt eins og í skáldsögum blikkað augunum margoft og klórað mér í höfðinu til að fullvissa mig um að mig sé ekki að dreyma. Bókabíllinn er að hætta þjónustu sinni við borgarbúa eftir rúm 50 ár á götunni. Á fimmtudögum sjáum ég og dóttir mín bláu rútuna keyra inn Laugalækinn á leið okkar heim úr leikskólanum og hún æpir upp yfir sig af gleði „Bókabíllinn!“ og við förum og veljum okkur bækur í ævintýraheiminum sem bíllinn er. Ég og hún. Gæðastundir. Kaldhæðni örlaganna er sú að strákurinn minn (18 mánaða) mun eins og fram horfir ekki fá að upplifa þessar stundir, ekki finna gleðina við það þegar bíllinn keyrir inn götuna og hann getur valið sér ævintýri til að týna sér í, flett í gegnum bækur og vegið og metið hverjar skuli taka með heim. Strákurinn minn sem finnst svo gaman að lesa, mun læra að lesa sjálfur og kunna að lesa sér til gagns mun ekki fá þessar stundir. Við fjölskyldan notum bókasöfnin líka, en ekkert er í beint göngufjarlægð frá okkur. Bókasöfn eru eitthvað það stórkostlegasta sem til er og Borgarbókasafnið býður svo sannarlega frábæra þjónustu í allskonar formi. Ég geri mér grein fyrir því að verkefni borgarinnar eru mörg og ærin, málaflokkarnir eru margir og flóknir, fjármagnið af skornum skammti. Eins og alltaf. En í stóra samhenginu eru 100 milljónir í nærþjónustu sem eykur ánægju og gleði af lestri einhvernveginn eitthvað svo lítið. Þegar ég hugsa út fyrir heimilisbókhaldið mitt og yfir í rekstur borgarinnar þá get ég ekki annað en spurt mig hvort þetta sé í alvöru sú forgangsröðun sem þurfi að fara í. Fátt hefur verið háværara í umræðu um skólakerfið sl. ár en hvernig lestrarkunnáttu og lesskilningi fari aftur, fyrir utan auðvitað mögulega útdauða íslenskunnar. Ekkert af þessu er nú kannski á ábyrgð Bókabílsins, en hverfi hann þá styður það a.m.k. ekki við bækur í nábýli fólks í Laugarnesi, Kjalarnesi, Fossvogi, Hlíðum, Grafarholti… Í raun ætti Bókabíllinn að aka meira, stoppa á fleiri stöðum. Ég sé strax í svipinn að það mætti bæta Vesturbæjarlaug við. Kæri Dagur borgarstjóri, kæra Pálína borgarbókavörður. Ég skrifa þessi orð í veikri von um að ákvörðuninni verði snúið við og Bókabíllinn efldur þess í stað. Borgin gerð enn blómlegri en hún er, með ávöxtum bókmenntanna sem auðga lífið svo sannarlega. Leyfum Bókabílnum að gera það sem hann gerir svo vel, að vera úti að aka. Höfundur er lögfræðingur og lestrarhestur.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun