Verður ríkisábyrgð sett á þúsund milljarða? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 16. nóvember 2022 10:01 Komi til þess að ný tilskipun Evrópusambandsins um innistæðutryggingar verði innleidd á Íslandi vegna aðildar landsins að EES-samningnum mun það að öllum líkindum þýða að ríkisábyrgð verði sett á bankainnistæður upp á um eitt þúsund milljarða króna. Málið snýst í raun um kjarna Icesave-málsins enda ljóst að hefði umrædd löggjöf verið í gildi hér á landi þegar málið kom upp á sínum tíma hefði það tapast. Deilan um Icesave snerist sem kunnugt er um það hvort íslenzk ríkisábyrgð væri á bankainnistæðum í útibúum viðskiptabankanna þriggja, sem féllu haustið 2008, í Bretlandi og Hollandi á grundvelli eldri tilskipunar Evrópusambandsins um innistæðutryggingar. Fór svo að lokum að EFTA-dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu í byrjun árs 2013 að slík ábyrgð væri ekki fyrir hendi og sýknaði íslenzka ríkið. Viðbrögð Evrópusambandsins við alþjóðlegu fjármálakrísunni fyrir rúmum áratug, og um leið Icesave-málinu, voru meðal annars þau að endurskoða löggjöf þess um innistæðutryggingar. Trygging vegna innistæðna var færð úr 20.000 evrum upp í 100.000 evrur (um 15 milljónir króna) á hvern einstakling í hverri fjármálastofnun og stjórnvöldum gert að tryggja að tryggingasjóðir stæðu við skuldbindingar sínar. Telja ólíklegt að undanþága verði veitt Hérlend stjórnvöld hafa hafnað ríkisábyrgð á innistæðum og upphaflega var einnig lagzt gegn því að tryggingin væri færð upp í 100.000 evrur. Árið 2020 var sú fjárhæð hins vegar innleidd í íslenzk lög. Greint var frá því í frétt Innherja í janúar á þessu ári að tryggðar innistæður hér á landi væru um eitt þúsund milljarðar króna, miðað við 100.000 evra trygginguna, sem samsvaraði um þriðjungi af landsframleiðslu. Fram kom í ræðu sem Guðlaugur Þór Þórðarson, þáverandi utanríkisráðherra, flutti á Alþingi í október 2019 að Íslendingar ættu eftir að tapa Icesave-málum framtíðarinnar yrði tilskipunin innleidd hér á landi. Greindi hann þinginu frá því að sérfræðingar Evrópusambandsins hefðu staðfest í svari við fyrirspurn íslenzkra stjórnvalda að þar á bæ væri litið svo á að tilskipunin fæli í sér ríkisábyrgð á innistæðum. Fyrir vikið sagði Guðlaugur Þór að brýnt væri að Ísland fengi undanþágu frá tilskipuninni þar sem kerfislæg áhætta væri meiri hér á landi en í fjölmennari ríkjum. Sagðist hann hafa ítrekað lagt áherzlu á það á vettvangi EES-samstarfsins. Hins vegar kom fram í frétt mbl.is í janúar 2020 að samkvæmt sameiginlegu svari utanríkis- og fjármálaráðuneytisins væri ólíklegt að undanþága fengist vegna eðlis málsins. Tekur ekki mið af íslenzkum hagsmunum Tilskipunin hefur ekki enn verið tekin fyrir í sameiginlegu EES-nefndinni þar sem löggjöf frá Evrópusambandinu er formlega tekin upp í EES-samninginn. Takmarkaðar upplýsingar hafa fengizt frá stjórnvöldum um nánari stöðu málsins og þar með talið hvort engu að síður verði látið reyna á undanþágu frá tilskipuninni eða hvort til greina komi að beita svonefndu neitunarvaldi í samningnum í ljósi alvarleika málsins. Málið er annars ágætlega lýsandi fyrir þann veruleika að Evrópusambandið er í raun alls staðar við stjórnvölinn þegar EES-samningurinn er annars vegar. Þannig er til að mynda undir sambandinu komið hvaða löggjöf þess fellur undir hann og enn fremur hvort veittar verði einhverjar undanþágur í þeim efnum. Þá getur einungis Evrópusambandið breytt þeirri löggjöf sem tekin hefur verið upp í samninginn. Hins vegar er leið út úr þessum aðstæðum sem ríki heimsins kjósa allajafna að fara í dag þegar þau semja um milliríkjaviðskipti. Víðtækur fríverzlunarsamningur. Leið sem, ólíkt EES-samningnum og í enn ríkari mæli inngöngu í Evrópusambandið, felur ekki í sér vaxandi framsal valds yfir íslenzkum málum í gegnum regluverk sem er ekki okkar, tekur ekki mið af okkar hagsmunum og við getum ekki breytt. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Íslenskir bankar Utanríkismál Efnahagsmál Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Draugagangur Fanney Birna Jónsdóttir Fastir pennar Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Komi til þess að ný tilskipun Evrópusambandsins um innistæðutryggingar verði innleidd á Íslandi vegna aðildar landsins að EES-samningnum mun það að öllum líkindum þýða að ríkisábyrgð verði sett á bankainnistæður upp á um eitt þúsund milljarða króna. Málið snýst í raun um kjarna Icesave-málsins enda ljóst að hefði umrædd löggjöf verið í gildi hér á landi þegar málið kom upp á sínum tíma hefði það tapast. Deilan um Icesave snerist sem kunnugt er um það hvort íslenzk ríkisábyrgð væri á bankainnistæðum í útibúum viðskiptabankanna þriggja, sem féllu haustið 2008, í Bretlandi og Hollandi á grundvelli eldri tilskipunar Evrópusambandsins um innistæðutryggingar. Fór svo að lokum að EFTA-dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu í byrjun árs 2013 að slík ábyrgð væri ekki fyrir hendi og sýknaði íslenzka ríkið. Viðbrögð Evrópusambandsins við alþjóðlegu fjármálakrísunni fyrir rúmum áratug, og um leið Icesave-málinu, voru meðal annars þau að endurskoða löggjöf þess um innistæðutryggingar. Trygging vegna innistæðna var færð úr 20.000 evrum upp í 100.000 evrur (um 15 milljónir króna) á hvern einstakling í hverri fjármálastofnun og stjórnvöldum gert að tryggja að tryggingasjóðir stæðu við skuldbindingar sínar. Telja ólíklegt að undanþága verði veitt Hérlend stjórnvöld hafa hafnað ríkisábyrgð á innistæðum og upphaflega var einnig lagzt gegn því að tryggingin væri færð upp í 100.000 evrur. Árið 2020 var sú fjárhæð hins vegar innleidd í íslenzk lög. Greint var frá því í frétt Innherja í janúar á þessu ári að tryggðar innistæður hér á landi væru um eitt þúsund milljarðar króna, miðað við 100.000 evra trygginguna, sem samsvaraði um þriðjungi af landsframleiðslu. Fram kom í ræðu sem Guðlaugur Þór Þórðarson, þáverandi utanríkisráðherra, flutti á Alþingi í október 2019 að Íslendingar ættu eftir að tapa Icesave-málum framtíðarinnar yrði tilskipunin innleidd hér á landi. Greindi hann þinginu frá því að sérfræðingar Evrópusambandsins hefðu staðfest í svari við fyrirspurn íslenzkra stjórnvalda að þar á bæ væri litið svo á að tilskipunin fæli í sér ríkisábyrgð á innistæðum. Fyrir vikið sagði Guðlaugur Þór að brýnt væri að Ísland fengi undanþágu frá tilskipuninni þar sem kerfislæg áhætta væri meiri hér á landi en í fjölmennari ríkjum. Sagðist hann hafa ítrekað lagt áherzlu á það á vettvangi EES-samstarfsins. Hins vegar kom fram í frétt mbl.is í janúar 2020 að samkvæmt sameiginlegu svari utanríkis- og fjármálaráðuneytisins væri ólíklegt að undanþága fengist vegna eðlis málsins. Tekur ekki mið af íslenzkum hagsmunum Tilskipunin hefur ekki enn verið tekin fyrir í sameiginlegu EES-nefndinni þar sem löggjöf frá Evrópusambandinu er formlega tekin upp í EES-samninginn. Takmarkaðar upplýsingar hafa fengizt frá stjórnvöldum um nánari stöðu málsins og þar með talið hvort engu að síður verði látið reyna á undanþágu frá tilskipuninni eða hvort til greina komi að beita svonefndu neitunarvaldi í samningnum í ljósi alvarleika málsins. Málið er annars ágætlega lýsandi fyrir þann veruleika að Evrópusambandið er í raun alls staðar við stjórnvölinn þegar EES-samningurinn er annars vegar. Þannig er til að mynda undir sambandinu komið hvaða löggjöf þess fellur undir hann og enn fremur hvort veittar verði einhverjar undanþágur í þeim efnum. Þá getur einungis Evrópusambandið breytt þeirri löggjöf sem tekin hefur verið upp í samninginn. Hins vegar er leið út úr þessum aðstæðum sem ríki heimsins kjósa allajafna að fara í dag þegar þau semja um milliríkjaviðskipti. Víðtækur fríverzlunarsamningur. Leið sem, ólíkt EES-samningnum og í enn ríkari mæli inngöngu í Evrópusambandið, felur ekki í sér vaxandi framsal valds yfir íslenzkum málum í gegnum regluverk sem er ekki okkar, tekur ekki mið af okkar hagsmunum og við getum ekki breytt. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar