Verður ríkisábyrgð sett á þúsund milljarða? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 16. nóvember 2022 10:01 Komi til þess að ný tilskipun Evrópusambandsins um innistæðutryggingar verði innleidd á Íslandi vegna aðildar landsins að EES-samningnum mun það að öllum líkindum þýða að ríkisábyrgð verði sett á bankainnistæður upp á um eitt þúsund milljarða króna. Málið snýst í raun um kjarna Icesave-málsins enda ljóst að hefði umrædd löggjöf verið í gildi hér á landi þegar málið kom upp á sínum tíma hefði það tapast. Deilan um Icesave snerist sem kunnugt er um það hvort íslenzk ríkisábyrgð væri á bankainnistæðum í útibúum viðskiptabankanna þriggja, sem féllu haustið 2008, í Bretlandi og Hollandi á grundvelli eldri tilskipunar Evrópusambandsins um innistæðutryggingar. Fór svo að lokum að EFTA-dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu í byrjun árs 2013 að slík ábyrgð væri ekki fyrir hendi og sýknaði íslenzka ríkið. Viðbrögð Evrópusambandsins við alþjóðlegu fjármálakrísunni fyrir rúmum áratug, og um leið Icesave-málinu, voru meðal annars þau að endurskoða löggjöf þess um innistæðutryggingar. Trygging vegna innistæðna var færð úr 20.000 evrum upp í 100.000 evrur (um 15 milljónir króna) á hvern einstakling í hverri fjármálastofnun og stjórnvöldum gert að tryggja að tryggingasjóðir stæðu við skuldbindingar sínar. Telja ólíklegt að undanþága verði veitt Hérlend stjórnvöld hafa hafnað ríkisábyrgð á innistæðum og upphaflega var einnig lagzt gegn því að tryggingin væri færð upp í 100.000 evrur. Árið 2020 var sú fjárhæð hins vegar innleidd í íslenzk lög. Greint var frá því í frétt Innherja í janúar á þessu ári að tryggðar innistæður hér á landi væru um eitt þúsund milljarðar króna, miðað við 100.000 evra trygginguna, sem samsvaraði um þriðjungi af landsframleiðslu. Fram kom í ræðu sem Guðlaugur Þór Þórðarson, þáverandi utanríkisráðherra, flutti á Alþingi í október 2019 að Íslendingar ættu eftir að tapa Icesave-málum framtíðarinnar yrði tilskipunin innleidd hér á landi. Greindi hann þinginu frá því að sérfræðingar Evrópusambandsins hefðu staðfest í svari við fyrirspurn íslenzkra stjórnvalda að þar á bæ væri litið svo á að tilskipunin fæli í sér ríkisábyrgð á innistæðum. Fyrir vikið sagði Guðlaugur Þór að brýnt væri að Ísland fengi undanþágu frá tilskipuninni þar sem kerfislæg áhætta væri meiri hér á landi en í fjölmennari ríkjum. Sagðist hann hafa ítrekað lagt áherzlu á það á vettvangi EES-samstarfsins. Hins vegar kom fram í frétt mbl.is í janúar 2020 að samkvæmt sameiginlegu svari utanríkis- og fjármálaráðuneytisins væri ólíklegt að undanþága fengist vegna eðlis málsins. Tekur ekki mið af íslenzkum hagsmunum Tilskipunin hefur ekki enn verið tekin fyrir í sameiginlegu EES-nefndinni þar sem löggjöf frá Evrópusambandinu er formlega tekin upp í EES-samninginn. Takmarkaðar upplýsingar hafa fengizt frá stjórnvöldum um nánari stöðu málsins og þar með talið hvort engu að síður verði látið reyna á undanþágu frá tilskipuninni eða hvort til greina komi að beita svonefndu neitunarvaldi í samningnum í ljósi alvarleika málsins. Málið er annars ágætlega lýsandi fyrir þann veruleika að Evrópusambandið er í raun alls staðar við stjórnvölinn þegar EES-samningurinn er annars vegar. Þannig er til að mynda undir sambandinu komið hvaða löggjöf þess fellur undir hann og enn fremur hvort veittar verði einhverjar undanþágur í þeim efnum. Þá getur einungis Evrópusambandið breytt þeirri löggjöf sem tekin hefur verið upp í samninginn. Hins vegar er leið út úr þessum aðstæðum sem ríki heimsins kjósa allajafna að fara í dag þegar þau semja um milliríkjaviðskipti. Víðtækur fríverzlunarsamningur. Leið sem, ólíkt EES-samningnum og í enn ríkari mæli inngöngu í Evrópusambandið, felur ekki í sér vaxandi framsal valds yfir íslenzkum málum í gegnum regluverk sem er ekki okkar, tekur ekki mið af okkar hagsmunum og við getum ekki breytt. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Íslenskir bankar Utanríkismál Efnahagsmál Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Komi til þess að ný tilskipun Evrópusambandsins um innistæðutryggingar verði innleidd á Íslandi vegna aðildar landsins að EES-samningnum mun það að öllum líkindum þýða að ríkisábyrgð verði sett á bankainnistæður upp á um eitt þúsund milljarða króna. Málið snýst í raun um kjarna Icesave-málsins enda ljóst að hefði umrædd löggjöf verið í gildi hér á landi þegar málið kom upp á sínum tíma hefði það tapast. Deilan um Icesave snerist sem kunnugt er um það hvort íslenzk ríkisábyrgð væri á bankainnistæðum í útibúum viðskiptabankanna þriggja, sem féllu haustið 2008, í Bretlandi og Hollandi á grundvelli eldri tilskipunar Evrópusambandsins um innistæðutryggingar. Fór svo að lokum að EFTA-dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu í byrjun árs 2013 að slík ábyrgð væri ekki fyrir hendi og sýknaði íslenzka ríkið. Viðbrögð Evrópusambandsins við alþjóðlegu fjármálakrísunni fyrir rúmum áratug, og um leið Icesave-málinu, voru meðal annars þau að endurskoða löggjöf þess um innistæðutryggingar. Trygging vegna innistæðna var færð úr 20.000 evrum upp í 100.000 evrur (um 15 milljónir króna) á hvern einstakling í hverri fjármálastofnun og stjórnvöldum gert að tryggja að tryggingasjóðir stæðu við skuldbindingar sínar. Telja ólíklegt að undanþága verði veitt Hérlend stjórnvöld hafa hafnað ríkisábyrgð á innistæðum og upphaflega var einnig lagzt gegn því að tryggingin væri færð upp í 100.000 evrur. Árið 2020 var sú fjárhæð hins vegar innleidd í íslenzk lög. Greint var frá því í frétt Innherja í janúar á þessu ári að tryggðar innistæður hér á landi væru um eitt þúsund milljarðar króna, miðað við 100.000 evra trygginguna, sem samsvaraði um þriðjungi af landsframleiðslu. Fram kom í ræðu sem Guðlaugur Þór Þórðarson, þáverandi utanríkisráðherra, flutti á Alþingi í október 2019 að Íslendingar ættu eftir að tapa Icesave-málum framtíðarinnar yrði tilskipunin innleidd hér á landi. Greindi hann þinginu frá því að sérfræðingar Evrópusambandsins hefðu staðfest í svari við fyrirspurn íslenzkra stjórnvalda að þar á bæ væri litið svo á að tilskipunin fæli í sér ríkisábyrgð á innistæðum. Fyrir vikið sagði Guðlaugur Þór að brýnt væri að Ísland fengi undanþágu frá tilskipuninni þar sem kerfislæg áhætta væri meiri hér á landi en í fjölmennari ríkjum. Sagðist hann hafa ítrekað lagt áherzlu á það á vettvangi EES-samstarfsins. Hins vegar kom fram í frétt mbl.is í janúar 2020 að samkvæmt sameiginlegu svari utanríkis- og fjármálaráðuneytisins væri ólíklegt að undanþága fengist vegna eðlis málsins. Tekur ekki mið af íslenzkum hagsmunum Tilskipunin hefur ekki enn verið tekin fyrir í sameiginlegu EES-nefndinni þar sem löggjöf frá Evrópusambandinu er formlega tekin upp í EES-samninginn. Takmarkaðar upplýsingar hafa fengizt frá stjórnvöldum um nánari stöðu málsins og þar með talið hvort engu að síður verði látið reyna á undanþágu frá tilskipuninni eða hvort til greina komi að beita svonefndu neitunarvaldi í samningnum í ljósi alvarleika málsins. Málið er annars ágætlega lýsandi fyrir þann veruleika að Evrópusambandið er í raun alls staðar við stjórnvölinn þegar EES-samningurinn er annars vegar. Þannig er til að mynda undir sambandinu komið hvaða löggjöf þess fellur undir hann og enn fremur hvort veittar verði einhverjar undanþágur í þeim efnum. Þá getur einungis Evrópusambandið breytt þeirri löggjöf sem tekin hefur verið upp í samninginn. Hins vegar er leið út úr þessum aðstæðum sem ríki heimsins kjósa allajafna að fara í dag þegar þau semja um milliríkjaviðskipti. Víðtækur fríverzlunarsamningur. Leið sem, ólíkt EES-samningnum og í enn ríkari mæli inngöngu í Evrópusambandið, felur ekki í sér vaxandi framsal valds yfir íslenzkum málum í gegnum regluverk sem er ekki okkar, tekur ekki mið af okkar hagsmunum og við getum ekki breytt. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun