Körfubolti

Durant sagði tæknivillu Tatum hlægilega og þá verstu sem hann hefur séð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kevin Durant í leik með Brooklyn Nets en dómaravitleysa í öðrum NBA leik fékk hann til að hlæja.
Kevin Durant í leik með Brooklyn Nets en dómaravitleysa í öðrum NBA leik fékk hann til að hlæja. Getty/Jacob Kupferman

Jayson Tatum spilar með Boston Celtics í NBA-deildinni einu af liðinu sem Kevin Durant og félagar í Brooklyn Nets eru að keppa við á Austurströndinni.

Þrátt fyrir samkeppnina þá fann stórstjarnan Kevin Durant til með kollega sínum Tatum í leik Boston Celtics og Oklahoma City Thunder í nótt.

Boston Celtics vann þá fjögurra stiga sigur á Oklahoma City Thunder, 126-122. Ástæðan fyrir samúðinni var tæknivilla sem Tatum fékk í leiknum.

Tatum sló þá saman höndunum í svekkelsi en horfði hvorki á dómarann né hélt áfram að mótmæla við hann.

Dómarinn var hins vegar snöggur að flauta tæknivillu mörgum til mikillar furðu.

Þetta fékk Durant til að tjá sig á samfélagsmiðlinum Twitter.

„Tæknivillan sem Jayson Tatum var að fá er versta tæknivillan sem ég hef séð í NBA í langan tíma. Ég er hlæjandi ef ég segi alveg eins og er,“ skrifaði Kevin Durant.

Atvikið gerðist í byrjun annars leikhluta þegar staðan var jöfn 35-35.

Jayson Tatum endaði leikinn með 27 stig, 10 fráköst, 3 stolna og 3 varin skot í leiknum.

Hér fyrir neðan má sjá tæknivilluna.

NBAFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.