Með bundnu slitlagi koma fleiri tækifæri Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar 15. nóvember 2022 10:31 Af hverju Dalabyggð? Það hefur komið fyrir að íbúar Dalabyggðar séu spurðir af hverju við veljum að búa hérna á sama tíma og við kvörtum yfir ástandi vega, fjarskipta og flutningsöryggi rafmagns. Jú, hérna er minna kapphlaup, það þarf ekki að eiga allt eða hafa allt innan seilingar. Það eru styttri boðleiðir, meiri nánd í samfélaginu. Hérna þarf ekki að borga sig inn í afslöppunarsetur til að upplifa kyrr og ró, það er nóg að fara út fyrir dyr. Þátttaka í hverskyns félagsstarfi miðar að því að skilja eitthvað eftir í samfélaginu. Samfélag þar sem er ekkert mál að lána eða redda, því slíkt er borgað til baka, við hjálpumst að við að láta hjólin snúast. Hérna er hægt að hafa nóg fyrir stafni dag eftir dag ef maður vill og einnig hægt að hafa ekkert á dagskrá þegar maður þarfnast þess. Þrátt fyrir þessi lífsgæði sem draga úr leiða, álagi og kulnun, þá megum við og eigum að láta vita af vanköntum. Við megum sem skattgreiðendur, þjónustunotendur, viðskiptavinir, fyrirtækjaeigendur, foreldrar og almennir íbúar tjá okkur um það sem mætti fara betur. Tækifæri Dalabyggðar eru svo gífurlega mörg og við viljum leita allra leiða svo hægt sé að nýta þau. Hver er staðan? Íbúar Dalabyggðar búa við það að Skógarstrandarvegur er eini stofnvegur á Vesturlandi sem er án bundins slitlags og sá lengsti á láglendi landsins alls sem er án bundins slitlags, þar sem um 40km án slitlags standa innan Dalabyggðar. Klofningsvegur er um 83km þar sem aðeins er bundið slitlag við nokkur lögbýli á leiðinni. Einnig má nefna Orrahólsveg, Staðarhólsveg, Hjarðarholtsveg, Haukadalsveg, Hlíðarveg, Hálsbæjaveg, Hörðudalsvegi og svo framvegis. Hér erum við ekki að tala um vegi á heimsminjaskrá UNESCO þó þeir virki oft þannig í augum gesta. Þetta eru vegir þar sem býr fólk, þar sem skólabílar aka, þar sem rekin eru fyrirtæki. Þetta eru vegirnir sem færa okkur aðföng og flytja frá okkur vörur. Vegirnir sem við ferðumst um til að komast til vinnu eða heimsækja vini og vegirnir sem við bjóðum ferðamönnum að aka um þegar þeir koma inn á svæðið. Kemur við atvinnurekstur Sumarið 2022 var ferðaþjónum í Dalabyggð gott, gistirými vel nýtt og margir ferðaþjónar sem völdu að hafa opið lengra inn í haustið heldur en vanalega vegna eftirspurnar. Þetta sýnir hvað svæðið á ótrúlega mikið inni og við finnum fyrir auknum þrýstingi. Þrýstingi umferðar utan frá Snæfellsnesi um að hægt verði að opna hringleið með slitlagi um Snæfellsnes yfir í Dali. Það er ekkert launungamál að ferðaskrifstofur banna bílstjórum sínum að aka um Skógarstrandarveg á hópferðabílum og að ferðamönnum er ráðlagt að fara ekki um þennan veg á ferð sinni um landið vegna ástands hans. Á sama tíma hvetja ferðamenn sem fara þarna um aðra ferðamenn til að láta ástand vegarins ekki stoppa sig í að fara þessa leið eða heimsækja ferðaþjóna sem þar eru, því umhverfið og náttúran séu einstök. Náum fram árangri Það er ekki bara fúlt fyrir skólabörn að skrölta um þessa vegi tvisvar á dag eða fyrir íbúa við þessa vegi að geta aldrei verið fyllilega lausir við rykský á hlaðinu og óhreina bíla eða þurfa ætíð að hafa nokkur varadekk meðferðis. Heldur er það einnig fúlt fyrir fyrirtæki, sem missa viðskipti vegna þess að gestir treysta sér ekki til að aka til þeirra eða þeir fá lægri einkunn og færri stjörnur, þrátt fyrir fyrirmyndaraðstöðu aðeins vegna ástands vega á leiðinni. Ástand vegakerfis og umferðaröryggi hafa komið mjög illa út í Dalabyggð í íbúakönnunum undanfarin ár. Ákall íbúa Dalabyggðar um lagningu slitlags á vegi í sveitarfélaginu snertir ekki aðeins á mikilvægi samgangna heldur einnig byggðarmálum, atvinnu og öryggi. Fundir, ályktanir, greinaskrif, símtöl og samtöl um þessi mál miða öll að því að við getum fullnýtt möguleika Dalabyggðar og bætt lífsskilyrði íbúa sveitarfélagsins til muna. Leggjumst á eitt og náum fram árangri, fyrir íbúa Dalabyggðar. Höfundur er verkefnastjóri atvinnu-, markaðs-, menningar- og ferðamála hjá Dalabyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dalabyggð Byggðamál Vegagerð Fjarskipti Jóhanna María Sigmundsdóttir Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Af hverju Dalabyggð? Það hefur komið fyrir að íbúar Dalabyggðar séu spurðir af hverju við veljum að búa hérna á sama tíma og við kvörtum yfir ástandi vega, fjarskipta og flutningsöryggi rafmagns. Jú, hérna er minna kapphlaup, það þarf ekki að eiga allt eða hafa allt innan seilingar. Það eru styttri boðleiðir, meiri nánd í samfélaginu. Hérna þarf ekki að borga sig inn í afslöppunarsetur til að upplifa kyrr og ró, það er nóg að fara út fyrir dyr. Þátttaka í hverskyns félagsstarfi miðar að því að skilja eitthvað eftir í samfélaginu. Samfélag þar sem er ekkert mál að lána eða redda, því slíkt er borgað til baka, við hjálpumst að við að láta hjólin snúast. Hérna er hægt að hafa nóg fyrir stafni dag eftir dag ef maður vill og einnig hægt að hafa ekkert á dagskrá þegar maður þarfnast þess. Þrátt fyrir þessi lífsgæði sem draga úr leiða, álagi og kulnun, þá megum við og eigum að láta vita af vanköntum. Við megum sem skattgreiðendur, þjónustunotendur, viðskiptavinir, fyrirtækjaeigendur, foreldrar og almennir íbúar tjá okkur um það sem mætti fara betur. Tækifæri Dalabyggðar eru svo gífurlega mörg og við viljum leita allra leiða svo hægt sé að nýta þau. Hver er staðan? Íbúar Dalabyggðar búa við það að Skógarstrandarvegur er eini stofnvegur á Vesturlandi sem er án bundins slitlags og sá lengsti á láglendi landsins alls sem er án bundins slitlags, þar sem um 40km án slitlags standa innan Dalabyggðar. Klofningsvegur er um 83km þar sem aðeins er bundið slitlag við nokkur lögbýli á leiðinni. Einnig má nefna Orrahólsveg, Staðarhólsveg, Hjarðarholtsveg, Haukadalsveg, Hlíðarveg, Hálsbæjaveg, Hörðudalsvegi og svo framvegis. Hér erum við ekki að tala um vegi á heimsminjaskrá UNESCO þó þeir virki oft þannig í augum gesta. Þetta eru vegir þar sem býr fólk, þar sem skólabílar aka, þar sem rekin eru fyrirtæki. Þetta eru vegirnir sem færa okkur aðföng og flytja frá okkur vörur. Vegirnir sem við ferðumst um til að komast til vinnu eða heimsækja vini og vegirnir sem við bjóðum ferðamönnum að aka um þegar þeir koma inn á svæðið. Kemur við atvinnurekstur Sumarið 2022 var ferðaþjónum í Dalabyggð gott, gistirými vel nýtt og margir ferðaþjónar sem völdu að hafa opið lengra inn í haustið heldur en vanalega vegna eftirspurnar. Þetta sýnir hvað svæðið á ótrúlega mikið inni og við finnum fyrir auknum þrýstingi. Þrýstingi umferðar utan frá Snæfellsnesi um að hægt verði að opna hringleið með slitlagi um Snæfellsnes yfir í Dali. Það er ekkert launungamál að ferðaskrifstofur banna bílstjórum sínum að aka um Skógarstrandarveg á hópferðabílum og að ferðamönnum er ráðlagt að fara ekki um þennan veg á ferð sinni um landið vegna ástands hans. Á sama tíma hvetja ferðamenn sem fara þarna um aðra ferðamenn til að láta ástand vegarins ekki stoppa sig í að fara þessa leið eða heimsækja ferðaþjóna sem þar eru, því umhverfið og náttúran séu einstök. Náum fram árangri Það er ekki bara fúlt fyrir skólabörn að skrölta um þessa vegi tvisvar á dag eða fyrir íbúa við þessa vegi að geta aldrei verið fyllilega lausir við rykský á hlaðinu og óhreina bíla eða þurfa ætíð að hafa nokkur varadekk meðferðis. Heldur er það einnig fúlt fyrir fyrirtæki, sem missa viðskipti vegna þess að gestir treysta sér ekki til að aka til þeirra eða þeir fá lægri einkunn og færri stjörnur, þrátt fyrir fyrirmyndaraðstöðu aðeins vegna ástands vega á leiðinni. Ástand vegakerfis og umferðaröryggi hafa komið mjög illa út í Dalabyggð í íbúakönnunum undanfarin ár. Ákall íbúa Dalabyggðar um lagningu slitlags á vegi í sveitarfélaginu snertir ekki aðeins á mikilvægi samgangna heldur einnig byggðarmálum, atvinnu og öryggi. Fundir, ályktanir, greinaskrif, símtöl og samtöl um þessi mál miða öll að því að við getum fullnýtt möguleika Dalabyggðar og bætt lífsskilyrði íbúa sveitarfélagsins til muna. Leggjumst á eitt og náum fram árangri, fyrir íbúa Dalabyggðar. Höfundur er verkefnastjóri atvinnu-, markaðs-, menningar- og ferðamála hjá Dalabyggð.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar