Körfubolti

Ítalía gerði Ís­landi greiða

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Amedeo Tessitori átti góðan leik í liði Ítalíu í kvöld.
Amedeo Tessitori átti góðan leik í liði Ítalíu í kvöld. Savino Paolella/Getty Images

Ítalía vann eins nauman sigur og mögulegt er á Georgíu í undankeppni HM 2023 í körfubolta, lokatölur 85-84. Sigurinn þýðir að Ítalía er komið á HM á meðan Ísland mætir Georgíu ytra í hreinum úrslitaleik um sæti á HM sem fram fer í Japan, Indónesíu og Filippseyjum.

Georgía mætti fullt sjálfstrausts í leikinn eftir sigur í Laugardalshöll fyrir aðeins nokkrum dögum síðan. Hefði Georgía unnið leik kvöldsins hefðu möguleikar Íslands á að komast áfram minnkað allverulega.

Ítalir voru alltaf skrefi undan í kvöld en Georgía gafst þó aldrei upp og lokakafli leiksins var æsispennandi. Á endanum unnu gestirnir frá Ítalíu eins stigs sigur, 85-84, og gerðu Íslendingum þar með risastóran greiða. 

Marco Spissu og Amedeo Tessitori voru stigahæstir í liði Ítalíu með 15 stig. Tornike Shengelia var stigahæstur í liði heimamanna, einnig með 15 stig.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×