„Fyrir þremur árum var þetta efnilegasti leikmaður á Íslandi en núna spilar hann ekki handbolta“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. nóvember 2022 10:31 Tryggvi Garðar Jónsson (til hægri) er ekki í stóru hlutverki hjá meisturum Vals. vísir/diego Arnar Daði Arnarsson og Theodór Ingi Pálmason eru undrandi á meðferðinni sem Tryggvi Garðar Jónsson fær hjá Val. Tryggvi er einn allra efnilegasti leikmaður landsins en hefur fengið fá tækifæri hjá Val. Hann kom til að mynda ekkert við sögu þegar liðið sigraði Selfoss, 38-33, í Olís-deildinni á mánudaginn, eitthvað sem hans nánustu voru ekki sáttir með. „Ég sá þennan strák fyrst á Hafnarfjarðarmótinu 2019. Þá var hann sextán ára en tröll og var að þruma á markið. Og ég hugsaði hvað erum við með í höndunum? Meiðsli hafa auðvitað hamlað honum en ég spyr mig á hvaða stað er þessi strákur núna?“ sagði Theodór í Handkastinu. „Það er mikið leikjaálag framundan hjá Val. Róbert Aron Hostert er meiddur. Þú ert með leik gegn Selfossi sem þú ert með í teskeið allan tímann. Af hverju fær hann ekki mínútu? Af hverju er hann ekki að spila með U-liði Vals? Hann er nítján ára. Fyrir þremur árum var þetta efnilegasti leikmaður á Íslandi en núna spilar hann ekki handbolta.“ Bera ábyrgð á ferli Tryggva Arnari Daða finnst Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, ekki hafa tæklað stöðu Tryggva nógu vel. „Hann ber ábyrgð á ferli þessa leikmanns. Þetta eru ágætlega þung orð og ég er að vinna hjá Val og allt það en mér er skítsama. Snorri Steinn Guðjónsson og Óskar Bjarni Óskarsson bera ábyrgð á því að þessi leikmaður sé ekki spila handbolta, nítján ára,“ sagði Arnar Daði. Henry Birgir Gunnarsson, sem var gestur Handkastsins á mánudaginn, líkti stöðu Tryggva við það hvernig Guðmundur Guðmundsson notaði suma leikmenn í íslenska landsliðinu. „Þetta er stundum eins og var með ákveðna leikmenn í landsliðinu. Þeir máttu ekki klikka á skoti voru þeir komnir á bekkinn. Þeir titruðu af stressi,“ sagði Henry Birgir. „Tryggvi þarf meiri tíma og ég skil ekki af hverju hann fær ekki að spila meira.“ Arnar Daði tók við boltanum og sagðist ekki skilja hvað þjálfarateymi Vals gangi til. „Af hverju er hann ekki að spila í U-liðinu. Fyrir mér er þjálfarateymið að senda leikmanninum einhver óbein skilaboð að það sé ekkert stress að hann sé ekki að spila með U-liðinu því hann sé að spila með meistaraflokki,“ sagði Arnar Daði. „Það sem ég hef heyrt er að hann hefur glímt við meiðsli. Hann fór í aðgerð í fyrra, var lengi í gang og spilaði með U-liðinu. Þar gat hann samt ekki spilað heilan leik. En mér skilst að staðan sé önnur núna og hann vilji ekki spila með U-liðinu því þá geti hann æft heila viku með meistaraflokki. Hann þarf hvíld daginn eftir leik.“ Hlusta má á Handkastið í spilaranum hér fyrir ofan. Umræðan um Tryggva hefst á 46:50. Olís-deild karla Valur Handkastið Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti Fleiri fréttir Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn Sjá meira
Tryggvi er einn allra efnilegasti leikmaður landsins en hefur fengið fá tækifæri hjá Val. Hann kom til að mynda ekkert við sögu þegar liðið sigraði Selfoss, 38-33, í Olís-deildinni á mánudaginn, eitthvað sem hans nánustu voru ekki sáttir með. „Ég sá þennan strák fyrst á Hafnarfjarðarmótinu 2019. Þá var hann sextán ára en tröll og var að þruma á markið. Og ég hugsaði hvað erum við með í höndunum? Meiðsli hafa auðvitað hamlað honum en ég spyr mig á hvaða stað er þessi strákur núna?“ sagði Theodór í Handkastinu. „Það er mikið leikjaálag framundan hjá Val. Róbert Aron Hostert er meiddur. Þú ert með leik gegn Selfossi sem þú ert með í teskeið allan tímann. Af hverju fær hann ekki mínútu? Af hverju er hann ekki að spila með U-liði Vals? Hann er nítján ára. Fyrir þremur árum var þetta efnilegasti leikmaður á Íslandi en núna spilar hann ekki handbolta.“ Bera ábyrgð á ferli Tryggva Arnari Daða finnst Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, ekki hafa tæklað stöðu Tryggva nógu vel. „Hann ber ábyrgð á ferli þessa leikmanns. Þetta eru ágætlega þung orð og ég er að vinna hjá Val og allt það en mér er skítsama. Snorri Steinn Guðjónsson og Óskar Bjarni Óskarsson bera ábyrgð á því að þessi leikmaður sé ekki spila handbolta, nítján ára,“ sagði Arnar Daði. Henry Birgir Gunnarsson, sem var gestur Handkastsins á mánudaginn, líkti stöðu Tryggva við það hvernig Guðmundur Guðmundsson notaði suma leikmenn í íslenska landsliðinu. „Þetta er stundum eins og var með ákveðna leikmenn í landsliðinu. Þeir máttu ekki klikka á skoti voru þeir komnir á bekkinn. Þeir titruðu af stressi,“ sagði Henry Birgir. „Tryggvi þarf meiri tíma og ég skil ekki af hverju hann fær ekki að spila meira.“ Arnar Daði tók við boltanum og sagðist ekki skilja hvað þjálfarateymi Vals gangi til. „Af hverju er hann ekki að spila í U-liðinu. Fyrir mér er þjálfarateymið að senda leikmanninum einhver óbein skilaboð að það sé ekkert stress að hann sé ekki að spila með U-liðinu því hann sé að spila með meistaraflokki,“ sagði Arnar Daði. „Það sem ég hef heyrt er að hann hefur glímt við meiðsli. Hann fór í aðgerð í fyrra, var lengi í gang og spilaði með U-liðinu. Þar gat hann samt ekki spilað heilan leik. En mér skilst að staðan sé önnur núna og hann vilji ekki spila með U-liðinu því þá geti hann æft heila viku með meistaraflokki. Hann þarf hvíld daginn eftir leik.“ Hlusta má á Handkastið í spilaranum hér fyrir ofan. Umræðan um Tryggva hefst á 46:50.
Olís-deild karla Valur Handkastið Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti Fleiri fréttir Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn Sjá meira