„Fyrir þremur árum var þetta efnilegasti leikmaður á Íslandi en núna spilar hann ekki handbolta“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. nóvember 2022 10:31 Tryggvi Garðar Jónsson (til hægri) er ekki í stóru hlutverki hjá meisturum Vals. vísir/diego Arnar Daði Arnarsson og Theodór Ingi Pálmason eru undrandi á meðferðinni sem Tryggvi Garðar Jónsson fær hjá Val. Tryggvi er einn allra efnilegasti leikmaður landsins en hefur fengið fá tækifæri hjá Val. Hann kom til að mynda ekkert við sögu þegar liðið sigraði Selfoss, 38-33, í Olís-deildinni á mánudaginn, eitthvað sem hans nánustu voru ekki sáttir með. „Ég sá þennan strák fyrst á Hafnarfjarðarmótinu 2019. Þá var hann sextán ára en tröll og var að þruma á markið. Og ég hugsaði hvað erum við með í höndunum? Meiðsli hafa auðvitað hamlað honum en ég spyr mig á hvaða stað er þessi strákur núna?“ sagði Theodór í Handkastinu. „Það er mikið leikjaálag framundan hjá Val. Róbert Aron Hostert er meiddur. Þú ert með leik gegn Selfossi sem þú ert með í teskeið allan tímann. Af hverju fær hann ekki mínútu? Af hverju er hann ekki að spila með U-liði Vals? Hann er nítján ára. Fyrir þremur árum var þetta efnilegasti leikmaður á Íslandi en núna spilar hann ekki handbolta.“ Bera ábyrgð á ferli Tryggva Arnari Daða finnst Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, ekki hafa tæklað stöðu Tryggva nógu vel. „Hann ber ábyrgð á ferli þessa leikmanns. Þetta eru ágætlega þung orð og ég er að vinna hjá Val og allt það en mér er skítsama. Snorri Steinn Guðjónsson og Óskar Bjarni Óskarsson bera ábyrgð á því að þessi leikmaður sé ekki spila handbolta, nítján ára,“ sagði Arnar Daði. Henry Birgir Gunnarsson, sem var gestur Handkastsins á mánudaginn, líkti stöðu Tryggva við það hvernig Guðmundur Guðmundsson notaði suma leikmenn í íslenska landsliðinu. „Þetta er stundum eins og var með ákveðna leikmenn í landsliðinu. Þeir máttu ekki klikka á skoti voru þeir komnir á bekkinn. Þeir titruðu af stressi,“ sagði Henry Birgir. „Tryggvi þarf meiri tíma og ég skil ekki af hverju hann fær ekki að spila meira.“ Arnar Daði tók við boltanum og sagðist ekki skilja hvað þjálfarateymi Vals gangi til. „Af hverju er hann ekki að spila í U-liðinu. Fyrir mér er þjálfarateymið að senda leikmanninum einhver óbein skilaboð að það sé ekkert stress að hann sé ekki að spila með U-liðinu því hann sé að spila með meistaraflokki,“ sagði Arnar Daði. „Það sem ég hef heyrt er að hann hefur glímt við meiðsli. Hann fór í aðgerð í fyrra, var lengi í gang og spilaði með U-liðinu. Þar gat hann samt ekki spilað heilan leik. En mér skilst að staðan sé önnur núna og hann vilji ekki spila með U-liðinu því þá geti hann æft heila viku með meistaraflokki. Hann þarf hvíld daginn eftir leik.“ Hlusta má á Handkastið í spilaranum hér fyrir ofan. Umræðan um Tryggva hefst á 46:50. Olís-deild karla Valur Handkastið Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Sjá meira
Tryggvi er einn allra efnilegasti leikmaður landsins en hefur fengið fá tækifæri hjá Val. Hann kom til að mynda ekkert við sögu þegar liðið sigraði Selfoss, 38-33, í Olís-deildinni á mánudaginn, eitthvað sem hans nánustu voru ekki sáttir með. „Ég sá þennan strák fyrst á Hafnarfjarðarmótinu 2019. Þá var hann sextán ára en tröll og var að þruma á markið. Og ég hugsaði hvað erum við með í höndunum? Meiðsli hafa auðvitað hamlað honum en ég spyr mig á hvaða stað er þessi strákur núna?“ sagði Theodór í Handkastinu. „Það er mikið leikjaálag framundan hjá Val. Róbert Aron Hostert er meiddur. Þú ert með leik gegn Selfossi sem þú ert með í teskeið allan tímann. Af hverju fær hann ekki mínútu? Af hverju er hann ekki að spila með U-liði Vals? Hann er nítján ára. Fyrir þremur árum var þetta efnilegasti leikmaður á Íslandi en núna spilar hann ekki handbolta.“ Bera ábyrgð á ferli Tryggva Arnari Daða finnst Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, ekki hafa tæklað stöðu Tryggva nógu vel. „Hann ber ábyrgð á ferli þessa leikmanns. Þetta eru ágætlega þung orð og ég er að vinna hjá Val og allt það en mér er skítsama. Snorri Steinn Guðjónsson og Óskar Bjarni Óskarsson bera ábyrgð á því að þessi leikmaður sé ekki spila handbolta, nítján ára,“ sagði Arnar Daði. Henry Birgir Gunnarsson, sem var gestur Handkastsins á mánudaginn, líkti stöðu Tryggva við það hvernig Guðmundur Guðmundsson notaði suma leikmenn í íslenska landsliðinu. „Þetta er stundum eins og var með ákveðna leikmenn í landsliðinu. Þeir máttu ekki klikka á skoti voru þeir komnir á bekkinn. Þeir titruðu af stressi,“ sagði Henry Birgir. „Tryggvi þarf meiri tíma og ég skil ekki af hverju hann fær ekki að spila meira.“ Arnar Daði tók við boltanum og sagðist ekki skilja hvað þjálfarateymi Vals gangi til. „Af hverju er hann ekki að spila í U-liðinu. Fyrir mér er þjálfarateymið að senda leikmanninum einhver óbein skilaboð að það sé ekkert stress að hann sé ekki að spila með U-liðinu því hann sé að spila með meistaraflokki,“ sagði Arnar Daði. „Það sem ég hef heyrt er að hann hefur glímt við meiðsli. Hann fór í aðgerð í fyrra, var lengi í gang og spilaði með U-liðinu. Þar gat hann samt ekki spilað heilan leik. En mér skilst að staðan sé önnur núna og hann vilji ekki spila með U-liðinu því þá geti hann æft heila viku með meistaraflokki. Hann þarf hvíld daginn eftir leik.“ Hlusta má á Handkastið í spilaranum hér fyrir ofan. Umræðan um Tryggva hefst á 46:50.
Olís-deild karla Valur Handkastið Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Sjá meira