Snorri Steinn: Vantar ekki dagana hjá okkur til þess að létta á álaginu Þorsteinn Hjálmsson skrifar 7. nóvember 2022 23:00 Það er mikið um að vera hjá Valsliði Snorra Steins þessa dagana. Vísir/Vilhelm Valur vann í kvöld fimm marka sannfærandi sigur á Selfyssingum. Lokatölur 38-33 í Origo höllinni. Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var að vonum sáttur með frammistöðu sinna manna í kvöld. „Bara góð frammistaða. Bara ánægður með mína menn og vorum flottir á mörgum sviðum. Kannski aðeins svona, vorum ekki eins og ég hefði viljað hafa okkur varnarlega. Að sama skapi bara flottir fram á við í hraðaupphlaupunum og sóknarlega mjög góðir,“ segir Snorri Steinn. HandSnorri Steinn er ekki ánægður með að leikurinn hafi farið fram í dag, eða þá í það minnsta að Valsmenn hefðu fengið þéttari leikjaniðurröðun í Olís-deildinni síðastliðnar tvær vikur. „Já og nei. Mér finnst álagið ekkert vera byrjað hjá okkur. Það skellist á okkur aðeins í næstu viku en það er ekki leikur fyrr en á mánudaginn sko. Þannig að ég hefði viljað spila annan leik í vikunni til að létta á okkur þar en það var ekki í boði.“ Segir Snorri Steinn þetta þar sem liðið er að fara í mjög þétt leikjaprógramm á næstu vikum vegna þátttöku þeirra í Evrópukeppni. Aðspurður hvort hann hefði vilja spila leik við Gróttu, sem var frestað til 19. desember, núna í vikunni hafði Snorri Steinn þetta að segja. „Bara alveg hundrað prósent. Síðasta föstudag eða núna í vikunni. Allavegana vantar ekki dagana hjá okkur til þess að létta á álaginu í nóvember og desember en það var ekki hægt,“ segir Snorri Steinn. Valur mætir Haukum á Ásvöllum í næstu viku og má greina ekkert vanmat í orðum Snorra Steins í garð Hauka, þrátt fyrir brösuga byrjun Hafnfirðinga á tímabilinu. „Sært dýr, frábært lið, gríðarlega vel mannað. Spennandi lið, ungir og reynslumeiri í bland. Það getur vel verið að þeir hafi ekki farið nógu vel af stað en Haukar eru alltaf Haukar og klárlega áfram kandídatar þrátt fyrir að þeir séu ekki í toppbaráttunni eins og er,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, að lokum. Handbolti Olís-deild karla Valur Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Fleiri fréttir Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Sjá meira
„Bara góð frammistaða. Bara ánægður með mína menn og vorum flottir á mörgum sviðum. Kannski aðeins svona, vorum ekki eins og ég hefði viljað hafa okkur varnarlega. Að sama skapi bara flottir fram á við í hraðaupphlaupunum og sóknarlega mjög góðir,“ segir Snorri Steinn. HandSnorri Steinn er ekki ánægður með að leikurinn hafi farið fram í dag, eða þá í það minnsta að Valsmenn hefðu fengið þéttari leikjaniðurröðun í Olís-deildinni síðastliðnar tvær vikur. „Já og nei. Mér finnst álagið ekkert vera byrjað hjá okkur. Það skellist á okkur aðeins í næstu viku en það er ekki leikur fyrr en á mánudaginn sko. Þannig að ég hefði viljað spila annan leik í vikunni til að létta á okkur þar en það var ekki í boði.“ Segir Snorri Steinn þetta þar sem liðið er að fara í mjög þétt leikjaprógramm á næstu vikum vegna þátttöku þeirra í Evrópukeppni. Aðspurður hvort hann hefði vilja spila leik við Gróttu, sem var frestað til 19. desember, núna í vikunni hafði Snorri Steinn þetta að segja. „Bara alveg hundrað prósent. Síðasta föstudag eða núna í vikunni. Allavegana vantar ekki dagana hjá okkur til þess að létta á álaginu í nóvember og desember en það var ekki hægt,“ segir Snorri Steinn. Valur mætir Haukum á Ásvöllum í næstu viku og má greina ekkert vanmat í orðum Snorra Steins í garð Hauka, þrátt fyrir brösuga byrjun Hafnfirðinga á tímabilinu. „Sært dýr, frábært lið, gríðarlega vel mannað. Spennandi lið, ungir og reynslumeiri í bland. Það getur vel verið að þeir hafi ekki farið nógu vel af stað en Haukar eru alltaf Haukar og klárlega áfram kandídatar þrátt fyrir að þeir séu ekki í toppbaráttunni eins og er,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, að lokum.
Handbolti Olís-deild karla Valur Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Fleiri fréttir Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Sjá meira